þriðjudagur, maí 31, 2005

Hæ, ölllll.....

Hef ekkert að segja annað en það að mér finst ég vera orðin voða brún. Karlinn í næsta húsi er frekar flekkótur í framan, eftir að hafa dottið blindfullur á nefið hérna fyrir utan og látið okkur Gutta bera sig upp tröppurnar á meðan hann fór með gömul sjómans söknuðar ljóð um einhverja fagra snót.... anda... bölvuðvitleysa.... En hann er samt brúnni en ég... enda búin að sitja í andirinu hjá sér á sundskýlunni einum fata, síðan í mars. Hefur verið frekar vandræðalegt því sumir gesta minna hafa haldið að hann væri ber.... spídó er kannski ekki alveg flottasta sundfata fyrirtækið... Þá er kannski betra að hafa hann í garðskúrnum sínum, faldan bakvið bárujárns skjólvegg sem hann er búinn að byggja sér... já þetta er skemmtilegur karl.... nema stundum....

æ.... mér er ílt í hausnum..... er farin út í ferska loftið....

fimmtudagur, maí 19, 2005

Já, nú er íllt í efni....

Hann karl föður minn er enn að reyna að ala mig upp og þrátt fyrir að vera að nálagst þrítugt tek ég þetta vel til mín. Í dag var hann að kenna mér nýtt orð; dagmálsglenna, sem er mjög svo skemmtilega lýsandi orð fyrir það þegar sólin skín að morgni þegar þú ert að fara í vinnuna en er farin bakvið skí þegar þú ert búin í vinnunni. Ég svaka glöð að vera búin að læra nýtt orð en er ósammála því að það sé leiðinlegasta veðrið. Ég skrifa því um hæl:

Svona að lokum þá veit ég eitt sem er verra en morgunglenna.... og það er sól og hlýtt... svo lengi sem norður íshafs vindurinn kemur ekki nálægt manni. Sem er nákæmlega veðrið úti í dag.

Svör karls föður míns var á þessa leið:

Þetta heitir dagmálaglenna krakki, ég er að reyna að kenna þér íslenskt mál.

Já, ég held ég eigi aldrei eftir að gleyma þessu nýja orði mínu, og mér verður örugglega hugsað til þess hvað pabbi getur verið skrítinn karl þegar ég verð vittni að dagmálsglennu í framtíðinni. Já, svona er hann skemmtilegur og fynndin...
Ég vil byrja á því að þakka Fríður kærlega fyrir sms-in í gær... love you! Alltaf gaman þegar vinir manns sýna manni áhuga þó svo að haf og meira haf skilja mann að.

Já, er líka búin að fara á pósthúsið fyrir ykkur í Indlandi, elska ykkur líka... þó að Fríða hafi verið mun skemmtilegri.... hún vinnur vinastig dagsins í gær, ef ekki mánaðarins.

En svona ykkur að segja þá fékk ég ekki janfréttisfulltrúa vinnuna, og ekki þórður heldur...

fimmtudagur, maí 12, 2005

Rakst á þetta....

Rakst á þetta á bloggi hjá einhverri ofur hjúkku... en hún er línkuð á blogginu hans Róalds....

666 AH!

Já góðir lesendur þetta bílnúmer sá ofurhjúkkan um daginn. Um var að ræða nokkuð sportlegan götujeppa og átti hjúkkan ekki von á neinu öðru en að nokkuð sportlegur gaur væri um borð í bílnum. Hjúkkan fékk næstum því hjartaáfall þegar sannleikurinn rann upp. Um borð voru eldri hjón, bæði vel yfir 70 ára aldri og karlinn var að keyra. Hann var meira að segja með hatt!!! Kúlið rann á örskotstundu af þessum bíl og þessu bílnúmeri sem fór úr því að vera nokkuð gauralegt í það að vera bara einfaldlega ósmekklegt. Aumingjans hjúkkan er enn að jafna sig á áfallinu og ekki er fyrirséð um bata hennar!

Þessi færsa hennar er ekkert merkileg nama það að ég sá þetta fólk rétt áðan... og hugsaði nákæmlega það sama... Hvaða miskilningur olli því að þetta fólk valdi þetta einkanúmer? Eða eru ellilífeyrisþegar þessa lands ornir svo desperat að það er búið að selja satan sálu sína? Veit bara ekki hvað skal halda... held því áfram að spá...

miðvikudagur, maí 04, 2005

Já já... alltaf jafn gaman....

Panntaði mér sófaáklæði í IKEA og þar var mér lofað að sófinn yrði til þegar áklæðið kæmi... en áklæðið kom í gær en sófinn veður ekki til fyrr en eftir 4-6 vikur!!!! Vei, nú á ég ógó flott áklæði á flottan og þægilegan sófa en skrímslíð sem hálsbrýtur gesti mína er ennþá í stofunni.... djöfull ætla ég að saga hann niður þegar ég hendi honum... í litla litla bita.... mahhh (evel hlátur)....

Annars er ég ennþá að ganga af göflunum... núna er ég búin að rífa klósetthurðina af hörunum og farin að mála hana.... og svo ætla ég að afsýra tvær hurðir og svo verð ég líka að numa að vinna.... er alveg ömurlegur vinnari.... nenni ekki að vinna.... en þegar mar vinnur heima er engin að fylgjast með.... en það kemur að skiladögum og þá er fúlt að vera búin að fá borgað fyrir fullt af vinnu sem mar hefur ekki unnið.... ok. ætla að vinna 2 tíma í dag, ef ég vinn 2 tíma á dag verð ég búin eftir 6 mánuði, ok. í dag ætla ég að vinna í 3 tíma... þá verður þetta fyrr búið.

Annars gekk viðtalið vel......