fimmtudagur, maí 27, 2010

Shabby Apple Queensland Swimsuit Giveaway

Shabby Apple Queensland Swimsuit Giveaway

Það væri nú gaman að eiga svona fallegan sundbol!

þriðjudagur, janúar 29, 2008

Sú litla er fædd!

Hún kom þá loksins þann 28.janúar kl. 5:58. Var ekki meira né minna en 4125 gr. 16,5 merkur og 52 cm. Voða hárprúð bæði á höfði og já, allstaðar annarstaðar líka, sérstaklega á baki.



þriðjudagur, janúar 22, 2008

Já nei... ekkert að frétta.... enn....

Já, þá eru kominir 8 dagar síðan okkur var sagt að búast við dömunni í heiminn... og hún er ekki enn mætt. Frá því að sá 14. janúar kom og fór hefur ýmislegt gerst m.a. sett íslandsmet í barnsfæðingum... hefð alveg viljað vera með í því, þó það hafi verið þröngt á kvennasviði landsspítalans þann sólarrhinginn. Ég eginaðist svo litla frænku í morgunn og vil ég óska Huga og Hönnu til hamingju með litlu stelpuna sína sem mér hlakkar til að sjá myndir af, (þar sem hún er fædd í dk og soltið langt að fara til að skoða).... Ég er líka soltið fúl útí þau hjónaleysin því mín stelpa átti að koma á undan... jæja, það þýðiar ekkert að fara í fílu... Ég held bara áfram að nudda blettina og vona það besta... Annars kemur hún bara þegar hún er tilbúin... mér er ekki illt neinstaðar og ég er ekki að breytast í fílakonu af bjúg, sem er víst algengt þegar svona gerist svo ég er sátt... ég er nú kannski fílamaður samt, ef meðgangan dregst mikið legnur ætla ég að vera í sambandi við íslenska erfðagreiningu og láta athuga málið.

miðvikudagur, janúar 02, 2008

Gleðilegt ár...

nei... það er ekkert að frétta af mér.... læt ykkur vita.

föstudagur, nóvember 23, 2007

Nýtt áhugamál...

Já, nú er ekki hægt að skorast undan legnur, það er farið að styttast töluvert í að ég taki að mér nýtt hlutverk í lífinu og það þarf að undirbúa sig solti fyrir það. Ymsum spurningum þarf að svara og ein af þeim er:

Einnota eða fjölnota bleyjur?

Ég hef ekki getað notað hefðbundin dömubindi í um 10 ár þannig að ég á mjög bátt með að fara að nota bleyjur sem bera engann auka titil s.s. taubleyjur eða ekó-bleyjur. Ég er búin að vera skoða þetta soltið með eiginmanninum undanfarið og við erum bæði að verað áhugafólk um ólíkar tegundir af taugleyjum. Áhugi minn hefur kallað fram mis áhugaverð viðbrögð frá vinum, kunningjum og fjölskyldu en ég ætla samt að gera þetta að raunverulegu vali... vali sem ég stend frammi fyrir í hvert skipti sem ég skipti um bleyju, eða svona 60.000 sinnum.

Nokkrar áhugaverðar síður um málið.
Englabossar
Vinsælasta brotið á þessar gömlu...
Þetta er merkið sem mest er mælt með... og fæst í þumallínu en það er fínt að fá fræðslu um þetta allt þar.

P.s. olla, nennirðu að eyða kúkamyndinni úr huga mér svo ég get enn talið mér trú um að þetta sé nú ekki svo slæmt!