föstudagur, apríl 29, 2005

púffff.....

Mér er íllt í maganum.... er að fara í atvinnuviðtalIÐ.... og var líka að byrja á túr... ekki skemmtileg blanda... stress/túrverkir í maga... ójbara... mæli ekki með því... En as we speak er þórður í viðtalinu og ég vona að honum gangi vel... og að annað hvort okkar fái vinnuna og ræður svo hitt til sín... Annars er hér allt í klessu... reyf allar pípurnar undan vaskinum í gær eftir að hafa uppgötvað þar leka... og það kemur barasta í ljós að það er ekki hægt að kaupa nýja þéttingu heldur verð ég að kauma nýtt rör... voða var ég fúll þar til að ég fattaði að ég fékk nýja þéttingu, 3 rör og sögun á rörum þannig að þau passi fyrir bara500 kr. Ég hélt að bara pakkningin mundi kosta 500... þannig að ég mæli sem sagt með því að þið sem eruð með leka farið bara og kaupið nýjan vasslás og skúið þetta bara saman sjálf... hver þarf pípara... þetta er bara skemmtilegt 3D púsl.

Já, best að fara að snirata sig... ég vill koma vel fyrir og hef 30 mín.... oooo hvað ég þoli ekki að bíða eftir einhverju svona...

óskið mér gæfu.

laugardagur, apríl 23, 2005

Góðan daginn...

Þá er karlinn minn tönninni fátækari og er eins og hálfur hamstur í framan. Það er frekar fyndið... en ég þori ekki að hlæja að honum, gæti tekið því ílla... rosalega er hann samt alltaf sætur.

Já og svo er komið sumar, alvöru sumar... tilhamingju gott fólk, við lifðum veturinn af, gleðilegt sumar. Ég er samt ekki komin með neitt alvöru plan fyrir sumarið, eingar hugmyndir um útlanda ferðir enda búin að fá nóg af flugferðum í bili. Er allt í einu brjálað flughrædd. Veit ekki einusinni hvað ég verða að gera í sumar... þ.e.a.s. fyrri pening... annað er nokkuð augljóst, sólbað og bjór á Austurvelli, fullt af grillparýum og lautarferðum og þóra... your on... ég skal sko hafa þig í brúnkukeppninni aftur!!!!! he he he....

Já og Kristjana, villtu hringja í mig, 695 40 19.

miðvikudagur, apríl 13, 2005

Bloggað fyrir Þórð!

Já og svo er að koma sér að verki... vaknaði fyrir allar aldir í morgun (lesist: fór á fætur kl 9:30 sem er kraftaverk á degi sem krefst ekki nærveru minnar einhverstaðar fyrir hádgi). Er síðan búin að vera gera nákvæmlega ekkert! Setti reyndar í vel og fór í bakaríið... en er ekki búin að taka úr vélinni né éta bakarísmatinn. Bara búin að hella upp á kaffi og drekka það, kíkja á tövlupóstinn, lesa blaðið og klæða mig. Vá, hvað ég get verið lengi að drullast af stað spái því að ég byrji ekki á neinu sem skiptir máli fyrr en kl 12 fyrst ég er byrjuð að blogg.

Annars gerði ég heiðarlega tilraun til að stela tösku í gær en það gekk ekkert hjá mér, eigandinn var samt næstum búin að falla fyrir þessu þar sem hún var konim hálfa leið heim þegar hún fattaði að hún væri með vitlaust tösku. Taskan hennar var samt ekkert betri en mín og ég var svo bara glöð að fá mína aftur.

Annars er ég búin að finna fullkomna afsökun fyrir að vinna ekki í dag, var að vinna um helgina og ég á því inni helgarfrí (sko ég er búin að læra eitthvað af henni Ingunni) og svo var Dagný að hringja og vill endilega koma í kaff. Elska að egia vinkonu sem nennir á færtur fyrir hádegi þó hún eigi frí.

þriðjudagur, apríl 05, 2005

Er þette ekki djók!!!

Hvað er þetta eiginlega með þennan snjó!!! Hvar er 10 stiga hitinn sem mælirinn síndi í síðustu viku??? Ég hélt að snjórinn á föstudaginn var væri bara 1.april djók.... he he þau halda að það sé ennþá vetur... en í raun er komið vor.... en nei... ég lifi í blekkinug... veðurguðirnir hafa engan húmor.

Mig langar í vor og grænkandi gras.... en það er allt undir snjó núna... frekar jóló úti núna, rista jólasnjókorn svífa til jarðar í rólegheitunum... bara soltið skrítið að sjá græn strá stingast upp úr hvitri snjóbreiðunni.

Best að fá sér heitt að drekka og hætta þessu væli....