föstudagur, nóvember 23, 2007

Nýtt áhugamál...

Já, nú er ekki hægt að skorast undan legnur, það er farið að styttast töluvert í að ég taki að mér nýtt hlutverk í lífinu og það þarf að undirbúa sig solti fyrir það. Ymsum spurningum þarf að svara og ein af þeim er:

Einnota eða fjölnota bleyjur?

Ég hef ekki getað notað hefðbundin dömubindi í um 10 ár þannig að ég á mjög bátt með að fara að nota bleyjur sem bera engann auka titil s.s. taubleyjur eða ekó-bleyjur. Ég er búin að vera skoða þetta soltið með eiginmanninum undanfarið og við erum bæði að verað áhugafólk um ólíkar tegundir af taugleyjum. Áhugi minn hefur kallað fram mis áhugaverð viðbrögð frá vinum, kunningjum og fjölskyldu en ég ætla samt að gera þetta að raunverulegu vali... vali sem ég stend frammi fyrir í hvert skipti sem ég skipti um bleyju, eða svona 60.000 sinnum.

Nokkrar áhugaverðar síður um málið.
Englabossar
Vinsælasta brotið á þessar gömlu...
Þetta er merkið sem mest er mælt með... og fæst í þumallínu en það er fínt að fá fræðslu um þetta allt þar.

P.s. olla, nennirðu að eyða kúkamyndinni úr huga mér svo ég get enn talið mér trú um að þetta sé nú ekki svo slæmt!