Já, þá eru þau barasta að koma,
Fyrsti í aðventu í gær og jólaljósinn öll að tínast á sinn stað, verst að snjórinn er farinn...
Mig langaði svo að gera jóla legt hjá mér en finn ekkert af jóladótinu mínu, því allt sem ég á er ennþá í pappakössum og í þeim fynnst aldrei neitt! ooo hvað ég er búin að fá leið á því að búa í pappakössum! Allt dótið mitt er í pappakössum og er hálf óaðgengilegt í geymslunni hjá mömmu og pabbba.... og búð að vera þar í meia en ár... ætli ég áliti þetta allt ekki vera bara rusl, sem var bara ruggl að geyma þegar ég loks fæ að taka það upp!
ooo mig hlakkar svo til, mig hlakkar svo til.... að flytja... en fyrst koma jólin, svo olla, svo áramót, svo janúar.... og svo febrúar!!!!! Tíminn líður svo hratt þessa daganna (ef næturvaktirnar eru ekki taladar með) eftir að ég byrjaði að vinna að feb verður barasta kominn eftir örskot....
Annars var ég að horfa á the grudge í gæri... í X-boxinu hans nýja kærastans hennar mjallar, hún var þokkalega ógeðsleg og ég gat bara ekki sofnað út af henni.... held það hafi aðalega verið atriðið þar sem ógeðs barnið er allt í einu komin upp í rúm og byrtist undir sænginni...(ekki undir rúmi eða við fótagafl heldur undir sænginni!!!!) verð bara að segja að mér finnst að hrillings myndir eigi ekki að láta hluti gerast á svona heilögum stöðum... eða kannski.... það sem gerir þessa mynd svona góða.... það verður allt ógeðslegra ef það er á svona heilögum stöðum... urr... get ekki hugsað um þetta, er ein heima...
mánudagur, nóvember 29, 2004
föstudagur, nóvember 26, 2004
Enalausar nætur....
Já og ég er mætt á eina næturvakt en...
Það er svo skrítið að tíminn virðist barasta standa í stað... tímaskinið segir manni að það sé allavena liðnar svona tíu mín en svo kíkir mar á klukkuna og þá eru bara liðnar tvær... með þessu móti reyknars mér að nóttin verði fáranlega lengi að líða... ef x er það sama og 10 og 2 þá hættir tíminn að líða.... bla...
Annars er ég búin að reyna að stytta mér stundir með ýmsum hætti og í nótt er ég búin að lesa síðastu tvö árin af timaritinu Ordfront (sem má fá upplýsingar um á http://www.ordfront.se/) og ógeðslega er þetta gott blað!!! Mig langaði barasta að lesa allt sem kom þarna fram... og kaupa allar bækurnar sem verið er að gagnrýna, er samála allri samfélags gagnrýni sem fram kemur og já... mæli með þessu! Ég er barasta svo anskoti lengi að lesa sænskuna... og les hraðinn fer hrakandi eftir því sem að tíminn líður.... núna er klukkan 4:36 og sænsku heilastöðin er farin að sofa... þannig að ég ætla að geyma mér þau blöð sem eftir eru til betri tíma... ég vildi eiginlega óska að hér væri einhver andvaka eða allavena vildi vatns glas þannig að ég hefði eitthvað að gera!
óver and át...
Það er svo skrítið að tíminn virðist barasta standa í stað... tímaskinið segir manni að það sé allavena liðnar svona tíu mín en svo kíkir mar á klukkuna og þá eru bara liðnar tvær... með þessu móti reyknars mér að nóttin verði fáranlega lengi að líða... ef x er það sama og 10 og 2 þá hættir tíminn að líða.... bla...
Annars er ég búin að reyna að stytta mér stundir með ýmsum hætti og í nótt er ég búin að lesa síðastu tvö árin af timaritinu Ordfront (sem má fá upplýsingar um á http://www.ordfront.se/) og ógeðslega er þetta gott blað!!! Mig langaði barasta að lesa allt sem kom þarna fram... og kaupa allar bækurnar sem verið er að gagnrýna, er samála allri samfélags gagnrýni sem fram kemur og já... mæli með þessu! Ég er barasta svo anskoti lengi að lesa sænskuna... og les hraðinn fer hrakandi eftir því sem að tíminn líður.... núna er klukkan 4:36 og sænsku heilastöðin er farin að sofa... þannig að ég ætla að geyma mér þau blöð sem eftir eru til betri tíma... ég vildi eiginlega óska að hér væri einhver andvaka eða allavena vildi vatns glas þannig að ég hefði eitthvað að gera!
óver and át...
fimmtudagur, nóvember 25, 2004
Jaja... draumur minn og martröð rættust á sama tíma... síminn hringdi að lokum þarna fyrir 22 dögum og ég fékk vinnu á spítalanum og fyrr en varir mætt á næturvaktina kát og glöð yfir öllum peningunum sem ég mun eignast. Ég er líka búin að bæta í hin óendanlega brunn af "usless infó" sem ég ætla ekki að reyna að troða upp á ykkur hin. En oo hvað ég vona að ég fái fljótlega einhverja aðra vinnu... ég nenni ekki alltaf að vera hjálpleg og góð... sérstaklega ekki þegar fólk er að gubba... þá vil ég bara gubba líka... ojbara....
En það sem mestu skiptir er að aðal draumurinn rætist, bíð náðum að kaupa drauma íbúðina!!!! og ég er alveg tilbúin að fá borgað fyrir að hjálpleg og góð í smá tíma en í skiptum fyrir hana... en bara smá tíma... ég ætla að hætta strax og karlinn er búin að finna sér jobb ef ég verð ekki komin með eitthvað skárra þá....
æ, kúkur og piss...
góða nót.
En það sem mestu skiptir er að aðal draumurinn rætist, bíð náðum að kaupa drauma íbúðina!!!! og ég er alveg tilbúin að fá borgað fyrir að hjálpleg og góð í smá tíma en í skiptum fyrir hana... en bara smá tíma... ég ætla að hætta strax og karlinn er búin að finna sér jobb ef ég verð ekki komin með eitthvað skárra þá....
æ, kúkur og piss...
góða nót.
þriðjudagur, nóvember 02, 2004
í dag....
Já, í dag er margt sem á að gerast... aðalega sit ég hér og svitna, og bíð og vona... ég er nefnileg að bíða eftir því að einhver kella af lansanum hringi í mig og segji "já, heirðu þú mátt bara mæta hér í vinnu á mánudaginn og ég ætla að láta þig fá fullt af peningum og þú mátt bara koma núna og skrifa undir samninginn og fara með hann á launadeildina og fara í greiðslumat svo þú getir eignast dreuma íbúðina þína, og og svo máttu auðvitað hætta þegar þú villt, því ég veit að þetta er ömrleg vinna". og ég bíð og vona... svo hringir síminn og ég fæ takí kardíu (hættulega hraður hjartsláttur) en þá er það bara Mjöll... hæ hvað ertu að gera.... farðu í rassgat... Svo hringir síminn og ég ætla ekki að láta æsa mig upp út af engu held ró minni... en viti fólk... óþekt númer byrtist á skjánnum!!! og ég þvílikt glöð aftur komin með takkí kardíu og svitinn lekur af spenningi.... "hæ þetta er perla, bla bal bal...." og ég veit ekki hvernig ég eigi eftir að lifa þennan dag af... ég er búin að vera með hnút í maganum síðan á fimmtudag þegar tilboðið var samþiggt.... og ekki hringir síminn....
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)