Já, í dag er margt sem á að gerast... aðalega sit ég hér og svitna, og bíð og vona... ég er nefnileg að bíða eftir því að einhver kella af lansanum hringi í mig og segji "já, heirðu þú mátt bara mæta hér í vinnu á mánudaginn og ég ætla að láta þig fá fullt af peningum og þú mátt bara koma núna og skrifa undir samninginn og fara með hann á launadeildina og fara í greiðslumat svo þú getir eignast dreuma íbúðina þína, og og svo máttu auðvitað hætta þegar þú villt, því ég veit að þetta er ömrleg vinna". og ég bíð og vona... svo hringir síminn og ég fæ takí kardíu (hættulega hraður hjartsláttur) en þá er það bara Mjöll... hæ hvað ertu að gera.... farðu í rassgat... Svo hringir síminn og ég ætla ekki að láta æsa mig upp út af engu held ró minni... en viti fólk... óþekt númer byrtist á skjánnum!!! og ég þvílikt glöð aftur komin með takkí kardíu og svitinn lekur af spenningi.... "hæ þetta er perla, bla bal bal...." og ég veit ekki hvernig ég eigi eftir að lifa þennan dag af... ég er búin að vera með hnút í maganum síðan á fimmtudag þegar tilboðið var samþiggt.... og ekki hringir síminn....
þriðjudagur, nóvember 02, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli