miðvikudagur, janúar 12, 2005

Gleðilegt skammdegi....

Já, og þá eru jólin fokin út í veður og vind og ekkert eftir nema snjórinn... Finnst frekar leliðó hvað fólk er fljótt að setja jólin ofan í kassa.... ég er reyndar búin af því en ég ætla ekki að taka niður jólaseríurnar fyrr en febrúar því ég þoli ekki þetta endalausa myrkur... hvers vegna að velja það ef mar getur valið allskonar litðu ljós í myrkrinu!!!!

Annars er eitt sem mér finnst alltaf jafn skemmtilegt en það er að sjá jólatrén fjúka um bæinn eins rótarlausa runnar í eyðimörk... fíla mig eins og kúreka í eyðimörk, en ekki íspinna að ganga í snjó.... en það er kannski bara óráð vegna kulda....

laugardagur, janúar 08, 2005

Hellllóóó´

Já, ídag liggur betru á mér en í gær.... ennþá með hita en minna hor, lyfin eru farin að kikka inn.
Da Vinci lykillinn er allur og ég veit leindarmálið, ma ha ha... Fannst þetta fín bók, sumt hefði mátt gera betur eins og til dæmis þýðinguna og svo var eitt plott atriði sem fór svo í taugarnar á mér þar sem hlegðun karaktersins var engan vegin í samræmi við það sem væri skynsamlegt að gera í þessari aðstæðu... sem kastaði rírð á annars mjög svo skemtilegt plott... og áhugavert plott séð með feminískum augum. Samkvæmt karli föður mínum, kyrkjusagnfræðingnum þá er ekkert í þessari bók sem ekki stenst fyrri hugmyndir og sagnfræðilega þekkingu á gyðjutrú og kaþólsku kyrkjunni og já... Þó að oft sé farið frekar frjálslega. Þessi hugmynd með the holy grale er semsagt þekkt meðal guðfræðinga... og fær höfundirinn plús fyrir velunnið verk á þeim vettvangi....

Allavegna Djakk karlinn á samt hug minn allan. Við eigum 7 klst. eftir af 24 og ég get ekki beðið eftir því að komast að því hvað gerist, deyr Michell, ná þeir að stoppa vírusinn í tæka tíð, mun ástin blómstra á ný... say no more.. ætla ekki að sekemma fyrir ykkur hinum sem eigið aldrei eftir að sjá þetta að frá töldum Þuru og Þórði. (eru þið byrjuð?) Karlmennsku hetjan Djakk verður alltaf kvaldari og kvaldari með hverri mínótunni sem líður ooooo hvað ég finn til með honum, ég veit samt að hann verður að gera það sem hann gerði!!! Finn svo til með honum.... og mar sér sársaukan skína úr augunum... ó my god... kannski er þetta samt bara þýnka Kifers að koma fram, hver veit...

Annars er ég búin að fara í sturtu sem er alltaf bata merki! Þetta hlýtur að vera að fara koma... en annars er mér sama... ég er þá allavegna með netið og get setið hér og pikkað i allan dag...

föstudagur, janúar 07, 2005

sit hér með hita og hor...

Jæja... 2005 byrjar vel eða þannig....

Fyrst vil ég byrja á því að leiðrétta símanúmerið mitt... sem er 517 8696... en ekki hitt sem ég var búin að skrifa....

Ég er sem sagt veik og er búin að vera veik það sem er af þessu ári... fór í vinnuna í 2,5 klst í gær og fór heim skjálfandi og sveitt þegar hitinn helltis yfir mig... nú er ég komin á lyf sem heitir eitthvað sterkar... það hlýtur að drepa þennan anskota... ég nenni þessu ekki lengur. Fyrir utan það að eiga enga veikindardaga inn því ég var búin að nota þá.... þá er þetta fariði að verða soltið gamal djók. Hef reyndar Da Vinci lykilinn sem er að endast mér nokkuð vel en verður örugglega búinn eftir daginn... og líka 24 sjónvarpsþættina, 3 sería... en það er ekki mikið eftir af henni heldur...
Djakk Báver er nýja uppáhálsd "gera grín af karakter í sjónvarpi" hjá mér, tekur við af Grís Grissham í CSI sem hefur haldi sínum sessi aðeins of lengi. Djakk er svo kvalinn karlmaður af ranglæti heimisns, rétthugsandi og sjálfsfórnarfús og allt sem sannur karlmaður þarf að vera... hin sanna hetja!!!! Getur gert það sem þarf for the greater good!!!! þó það snúist um píntingar og morð, sem eru bara smá mál í hand augum... hvað getur mar gert annað en elskað þennan mann sem fórnar öllu fyrir okkur hin, án þess að við vitum af því.... ég bara spyr???

Ég var svo líka að fá prófskiretinið mitt frá sverige... en það var vitlaust... samtkvæmt því er ég komin með annað ba próf... sem mér er sama um... hvar er masterinn minn...
Við nánari athugun eru hinir fylgipappírarnir réttir... Anders sem gerði þetta hlýtur bara að hafa verið sofandi þegar hann gerði sjálft prófskirteinið... helv. að þurfa alltaf að fá eitthvað svona rugl...

Svo fékk ég gefins þvottavél.... vá gaman gaman... en nei.... hún var ónýt.... vei....

Já og svo er það netið sem virkar mjög svo takmarkað!!!! Eða varla í útlöndum! Hvað er gaman við að komast á íslenskar heimasíður.... og hvaða bull er það að auglýsa frítt dávnlód ef að mar kemst svo ekki einusinni inn á heimasíður í útlöndum... hvað er það.... ég bara spýr... mæli sem sagt ekki með Hive þessa daganna....

Jæja.... þetta er örugglega sænskasta bloggfærslan mín ever... því í dag er allt eitthvað svo jobigt... á alveg einstaklega sænskan máta... Þetta helv. væl er svo leiðinlegt að ég er að hugas um að hætta núna....