þriðjudagur, mars 29, 2005

Góðan daginn...

í dag er ég í fílu...

Ég er orðin veik rétt einu sinni... kenni náttúrulega pestarbælinu sem ég vinn á um enda er þetta hálsbólga í nefinu... eitthvað sem ég upplifði ekki áður en ég byrjaði að vinna þarna... Sem betur fer er ég búin að segja upp og verð hætt þarna eftir mánuð! Vei!!!! Þá verð ég líka að vinna á þeim tímum sem mig hentar og á þeim stað sem mig hentar.... svo lengi sem ég kemst í netið... og ég er með þráðlaust þannig að ég get kannski setið í sólinni úti í garði (ef sólin skín í hann, er ekki svo viss um það) eða á kaffibarndum og sopið kaffi... að bara frami í eldhúsi, eða inni í stofu eða bara hér... jafn vel með Hannesi Hólmsteini og Halldóri (sem skrifaði hina bókina um Halldór Laxness) í kjallarnaum í þjóðó og get vellt því fyrir mér hvað mundi gerast ef þessi yfirborðslega kurteisi og gagnkvæm viðurkenning fyrir tilvist hins, ásatm hinu félagslegu taumhaldi mundi kverfa... hver mundi ráðast á hinn fyrst?

Önnur ástæða fyrir fílu minni er sú að ég hef ekki getað sett nein komment á nein blogg í marga daga... eða bara í dag og í gær... ætlaði t.d. að segja Gleðiðlega páska Fríða og Aranar... njótiði vorsins í Englandi, farið í konhnís í sólinni fyrir mig! En nei... internetið vill ekki leiga mér það!

Held að ég sé að fara að detta í óráð.... er með hita... er að hita kaffi, það er farið að bulla eins og ég, eins og ég.....

miðvikudagur, mars 23, 2005

ooo... ég er svo södd ég held ég sé að deyja.... venjulega er þessi tilfinning eitthvað sem hellist yfir mann eftir kvöld mat og finst mér frekar furðulegt að annan daginn i röð upplifi ég þessa góð/vondu tilfinningu og klukkið ekki orðið 2...

Í gær var það baunabuff með hnetusmjörs/döðlu sósu í mötuneyti starfsfólks HÍ. Í dag var það svo Vegamót með Þórði og Þuru, í matinn var satay kjúlla sallat... þetta hefði nú verið góður hádegismatur ef ég hefði farið á fætur um 8 jafnvel 9 en þegar mar drullast ekki fram úr fyrr en um 11:30 og borðar svo þessi líka bísn í morgunmat þá er mar bara með magapínu það sem eftir lifir dags.... ooo hvað ég á eftir að varða rosalega svöng á eftir...

Annars er ég mjög svo hamingjusöm í dag, fékk kaffi í rúmið, fékk að snúsa eins og ég vildi, út að borða í morgun mat, sólin er að gæast fram og lóan er komin! Vorboðin ljúfi!!! Núna getur það ekki klikkað, vorið er komið!

æ, best að fara að vinna....

þriðjudagur, mars 01, 2005

Það er eitt við svona blogg....

það er nefnilega þannig að mar nennir ekki að blogga þegar fullt skemmtilegt er að gerast og svo þegar mar hefur ekkert að gera hefur mar ekkert að blogga um því þetta skemmtilega er barasta old news.... þannig að bloggið verður bara borrrrring.... en ég ætla að bæta það upp með myndum.

klikkist

Vonandi hafiði gaman af....

Njótið dagsins... og sérstaklega sólarinnar, ég ætla sjálf að fara í jóga núna og reyna að leyða hjá mér þennan bölvaða kulda!