í dag er ég í fílu...
Ég er orðin veik rétt einu sinni... kenni náttúrulega pestarbælinu sem ég vinn á um enda er þetta hálsbólga í nefinu... eitthvað sem ég upplifði ekki áður en ég byrjaði að vinna þarna... Sem betur fer er ég búin að segja upp og verð hætt þarna eftir mánuð! Vei!!!! Þá verð ég líka að vinna á þeim tímum sem mig hentar og á þeim stað sem mig hentar.... svo lengi sem ég kemst í netið... og ég er með þráðlaust þannig að ég get kannski setið í sólinni úti í garði (ef sólin skín í hann, er ekki svo viss um það) eða á kaffibarndum og sopið kaffi... að bara frami í eldhúsi, eða inni í stofu eða bara hér... jafn vel með Hannesi Hólmsteini og Halldóri (sem skrifaði hina bókina um Halldór Laxness) í kjallarnaum í þjóðó og get vellt því fyrir mér hvað mundi gerast ef þessi yfirborðslega kurteisi og gagnkvæm viðurkenning fyrir tilvist hins, ásatm hinu félagslegu taumhaldi mundi kverfa... hver mundi ráðast á hinn fyrst?
Önnur ástæða fyrir fílu minni er sú að ég hef ekki getað sett nein komment á nein blogg í marga daga... eða bara í dag og í gær... ætlaði t.d. að segja Gleðiðlega páska Fríða og Aranar... njótiði vorsins í Englandi, farið í konhnís í sólinni fyrir mig! En nei... internetið vill ekki leiga mér það!
Held að ég sé að fara að detta í óráð.... er með hita... er að hita kaffi, það er farið að bulla eins og ég, eins og ég.....
þriðjudagur, mars 29, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Takk takk og sömuleiðis gleðilega páska. Ég hef ekki enn farið fyrir þig í kollhnís en það mun gerast.
Vona að þér batni sem fyrst og að þú losnir úr þessu fuglaflensu-hýbýli sem spítalar eru og verðir aftur hraust Hugga tugga tá.
Ást og endalaust söknuður frá Brighton.
Skrifa ummæli