var að koma heim eftir að hafa brunnið til kaldra kola fyrir vestan hjá henni Frú Ollu. Um hvað þetta var notalegt frí.... þó ég hafi kannski ekki unnið fyrir því... og er ekki að fara að vinna fyrir því... því ég sótti um atvinnuleysisbætur í gær... og planð er að láta gutta vinna fyrir mér núna...
Annars var ég að hóta gömlu konunni í næsta húsi að ég mundi höggva tréð hennar ef hún fari ekkert að gera neitt í þessu... það tekur nú alla sól frá mér... eftir kl. 14... og ég ætla sko ekki að sætta mig við það í miðri hita bylgju! Gaf henni viku... er það ekki nóg? Er búin að kaupa mér litla sög og ætla taka eina grein í einu.... nei, djók... ætla sko að fá mann með vélsög og 1,2 og 3... tré farið... um... Ég er búin að reyna gefa því íllt auga og fara með böl bænir en það virðist ekki hafa nein áhrif þannig að ég er farin út í þetta formlega.... vonandi hefur það eitthvað að segja!
Hér eru allir sólbrendir og sælir... nema þeir sem eru aðeins meira rauðir en hinir... en voða verður landinn fallegur þegar sólin skín og skín og enginn vill notar sólarvörn því hún er fyrir aumingja...
þriðjudagur, júlí 26, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
já! þegar sólin er góð. Sakna þess.
Skrifa ummæli