Afhverju rignir svona mikið? Ég sem þarf að láta Friðrik gera við þakið mitt, því það lekur.... vei!!! En bara við ákveðin veðurfræðileg skilyrði sem eru mjög sjaldgæf... en það er víst ekki hægt að senda fólk upp á þak í rígningu, þá dettur það víst niður, bárujárn er hált. Vil ekki drepa kærastann hennar Ingunnar, það gæti verið soltið slæmt og soltið leiðinlegt. Hann er svo góður strákur, mundi ekki hika annars....
En það rignir og rignir og er búið að rigna nánast allan ágúst... púff... mér finnst ég barasta blaut inn að beini.
þriðjudagur, ágúst 23, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli