Já, eins og þið hafið kannski tekið eftir er skíta kuldi á þessu landi sem við flest búum á... hvað er eiginlega að okkur?
Var að koma aftur til Ak eftir viku fjarvist og hér er allt á kafi í snjó, Reykjavík var líka á kafi... en þar var þó aðeins hlýrra en er hér... púff... hef sjaldan upplifað annað eins. Hér er líka orðið niða myrkur núna... og klukkan rétt orðin 16:30... vá, hvað á eftir að verða svaka dimt þegar líða fer á des... en þá koma líka jóla ljósin sem er svo falleg... ooo, hvað ég fíla myrkur þá....
Ég var annars heillengi að koma bílnum mínum fagra úr skablinum á flugvellinum í morgunn. Sem betur fer var ég búin að sjá þetta fyrir og var vel klædd, með húfu og vetlinga... my new best friends. Býð ekki í það ef þetta er það sem koma skal.
Ætla að fara tía mig heim... og í ræktina til að koma smá hita í kroppinn og lopna fingurna sem mér finnst að séu að fara detta af sökum frosts...
þriðjudagur, nóvember 21, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
úff, ég er fegin að vera ekki í sköflunum þarna, það er alveg nóg hér. Sem minnir mig á að ég þarf að biðja þig að sækja nagladekkin mín og annað hvort koma með þau suður þegar þú keyrir næst eða setja á bíl... svo sá ég að þú ert að fundarstýrast á laugardaginn, kemurðu þá ekki í róttækar drykkfelldar á föstudaginn???? heyri í þér:)
Skrifa ummæli