Já og svo er að koma sér að verki... vaknaði fyrir allar aldir í morgun (lesist: fór á fætur kl 9:30 sem er kraftaverk á degi sem krefst ekki nærveru minnar einhverstaðar fyrir hádgi). Er síðan búin að vera gera nákvæmlega ekkert! Setti reyndar í vel og fór í bakaríið... en er ekki búin að taka úr vélinni né éta bakarísmatinn. Bara búin að hella upp á kaffi og drekka það, kíkja á tövlupóstinn, lesa blaðið og klæða mig. Vá, hvað ég get verið lengi að drullast af stað spái því að ég byrji ekki á neinu sem skiptir máli fyrr en kl 12 fyrst ég er byrjuð að blogg.
Annars gerði ég heiðarlega tilraun til að stela tösku í gær en það gekk ekkert hjá mér, eigandinn var samt næstum búin að falla fyrir þessu þar sem hún var konim hálfa leið heim þegar hún fattaði að hún væri með vitlaust tösku. Taskan hennar var samt ekkert betri en mín og ég var svo bara glöð að fá mína aftur.
Annars er ég búin að finna fullkomna afsökun fyrir að vinna ekki í dag, var að vinna um helgina og ég á því inni helgarfrí (sko ég er búin að læra eitthvað af henni Ingunni) og svo var Dagný að hringja og vill endilega koma í kaff. Elska að egia vinkonu sem nennir á færtur fyrir hádegi þó hún eigi frí.
miðvikudagur, apríl 13, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Takk fyrir bloggið - mér líður mun betur.
Skrifa ummæli