þriðjudagur, júní 28, 2005

Vinna, vinna, vinna

Ég er að hugsa um að sækja um þessa vinnu. Ég sé mig alveg fyrir mér.... vá, hvað það væri gaman.

mánudagur, júní 27, 2005

Ofnæmi.....

Já, eins og sumir vita þá fæ ég útbort þegar ég kem nálægt vatni en ég var hjá ofnæmislækni um daginn og hann tilkynnti mér að þetta væri ekki bara eitthvað klikk í húðinni á mér heldur væir þetta þekkt vandamál sem heytir aquagenic urticaria.... og svo var ég að gera það sem allir gera þegar það er eitthvað að þeim... ég gúglaði það.... tók langan tíma að stafa það er rétt en að lokum hafðist það.
og vitiði hvað.... samferða þessu furðulega vatnsofnæmi þá fylgir þessu oft ofnæmi fyrir kulda!!!! ég er ekki að djóka!!!! Alvöru ofnæmi fyrir kulda, með útbrotum og óþæindum sem hverfa við neyslu antíhisamína, eins og önnur ofnæmi! Vá, hvað hvað ég vona að ég þróa þetta ekki með mér! Gæti orðið innipúki dauðans... með læknisvottorð upp á að ég meigi ekki fara út.... eða svo bara búa við miðbaug.... hummm.... góð afsökun fyrir að verða að fara þangað.... En ég óheppin að vera íslendingur.


Vá, hvað Lotta litla er ekki að gefast upp... hún er búin að sitja fyrir utan gluggan og horfa á mig og taka svona frekju vælu köst í hálftíma. Nú er hún farin að klóra í úti dyrnar! Stelpan fær humar og ferskan fisk heima á hverjum degi og ég hef aldrei gefið henni neitt eða veitt henni nokkra athyggli.... hvað er eiginlega að þessum ketti. Örugglega haldin kvalarlosta....

Get ekki hlustað á þetta væl lengur... er farin til þóru.... yfir og út.....

fimmtudagur, júní 23, 2005

Uppáhaldið í dag....

já, svona er besta klausa dagsins í dag:

Sá eða sú, maður eða mey, karl eða kona, sem fengið hefur lánað hjá mér skáldsögurnar ,,Pilt og stúlku" og ,,Mann og konu", geri svo vel að skila þeim til mín hið allra fyrsta. Því nú byrjar lestruinn, en bækurnar vantar í skápinn. Virðingarfylst, Símon Jónsson, Selfossi.

Já, svona gat mar gert í nóv. 1919 þegar vinir manns voru fífl og mar var gleyminn sins og gullfiskur.... vildi að þetta væri ennþá víðtekin venja.... þá mundi ég finna mannfræði skólabækurnar mínar og slatta af vídeóspólum (en þær skipta kannski engu ég á ekkert vídeótæki)... æ, best að vinna meira... og kannski finna felyri fleyg orð... eins og auglýsinguna um að kaffið væri búið í Reykjvaík sem ég sá í gær. Ekki til ein einasta baun, verst fyrir kaffikellingarnar og ekki orð meir.

Já... og sumir eru ekki að gefa sig fram.... vildi að sumir myndu gefa sig fram....

bæ bæ....

miðvikudagur, júní 22, 2005

Stundum er gaman ....

að pokrast í gömlum textum.... en þetta rakst ég á áðan. Hér er gripið niður í fundargerð þingmálsfunda herferð í Skagafirði, sem haldinn var 1910. 5. liður hjómar svona, orðrétt:

5. Kvennréttindin.
Tillaga: Fundruinn mælir eindregið með því, að alþingi veiti konum fult jafnrétti við karlmenn. samþ. á öllum fundunum, stundum í einu hlj.

Þess bera að geta að á þessum fundum hafa bara kosningarbærir karlmenn atkvæðarétt.

Íslendkir karlar eru gæða skinn.

Takk fyrir....

mánudagur, júní 13, 2005

Spéhræðsla....

Já, þið sem þekkið mig vitið að það er ekki vandamál sem ég þjáist af.... ég kann varla að stafa það. En ég verð að viðurkenna að ég er allt í einu orðin frekar spéhrædd gagnvart blogginu mínu.

Fyrir nokkrum dögum barst mér komment frá konu út í bæ, þar sem henni hafði verð bennt á eitthvða sem ég sagði hér.... og eftir að ég frétti að þetta væri til tals út í bæ, meðal kvenna sem ég virði og lít upp til ákvað ég að rítskoða sjálfa mig og eyða færslunni. Núna er ég svo meðvitðu um að einhver sem ég veit ekki hver er, er að lesa þetta bull sem engin á að sjá, hvað þá taka mark á.

Ég hef sem sagt þróað með mér einhverja spérhæðslu sem ég kann ekkert við. Þess vegna bið ég ykkur nú um að gefa ykkur fram og við getum rætt hugatka notun einhverstaðar yfir góðum kaffi bolla. En aðalega svo ég geti haldið áfram að láta dæluna ganga hér á netinu, fyrir framan allan heiminn án þess að nokkur viti.

þriðjudagur, júní 07, 2005

Mákona mín kallaði mig kunntu....

og sagði mér svo að lesa þetta.

Sem ég byrjaði á en hef svo ekki lokið við... því þó þetta sé áhugavert þá er þetta heldur langt... þannig að ef þig vanntar eitthvað til að gera.... hér er það!!!!

fimmtudagur, júní 02, 2005

Díp þrót bara kominn út úr skápnum....

þá er loxins hægt að spyrja hann afhverju hann valdi sér þetta nafn.... fannst útskýringin sem kom fram í Dick nokkuð góð og er frekar vonsvikin að sannleikurinn er kominn í ljós og hann var ekki tvær gagó stelpur með hass kökur.

Annars er ég byrjuð á fræðslu átaki þar sem ég er farin að velja mér að horfa meira á heimildarmyndir. Það versta við þetta er að mar fær meira og meira íllt í magann því meira sem mar kynnist ljótleika heimsins.... Sænska myndin Terrorister - en film om dom dömda mæli ég endalaust með.... viðtöl við krakkana sem voru handtekinn af víkingasveitinni í Svíþjóð eftir mótmælin í Gautaborg, 2001. En lögregla og dómskerfi landsins fór með þau eins og terrorista, sem er bara bull!

En það eru líka glætur inn á milli... mæli þessvegna í dag með myndinni The yes men
En djöfull eru þeir fyndnir.... Þeir byrjuðu á því að búa til plat heimasíður á netinu sem litu út alveg eins og aðrar heimasíður t.d. G.W. Buch og GAT. En breyta textanum og skilaboðunum en þannig koma þeir skilaboðum sínum á framfæri. Þetta hefur svo snúið upp á sig þegar þeir fá mail um að koma á ráðstefnur og tala fyrir hönd World Trade Organisation. Þeir ákvaða bara að mæta á staðinn með fyrirlestur þar sem þeir íkja og taka "to the extream" hluti sem gætu gerst eða gætu verið skoðannir starfsfólks samtakanna, þar sem þeir gera markmið samtakana ljósari og reyna að storka fólki þannig..... elska þegar þeir tilkynna niðurlegningu WTO og segja að ný stofnun sem byggir á mannréttindasáttmála sameinuðuþjóðanna.... ooo vildi að það væri satt.

Já, ætla að skilja eitthvað eftir handa ykkur.... svo þið sjáið hana....