fimmtudagur, apríl 26, 2007

Sauðburður er hafinn!!



Mér fannst svona rétt að koma þessu að... þó svo ég taki ekki við ráðskonu hlutverkinu fyrr en á sunnduaginn... en karlinn minn ætlar að vera matvinnungur við undirbúning sumarkomu í hænsna húsinu...

Vá, hvað sveiti er lokkandi... sérstaklega veðurspá eins og hún er fyrir okkur hérna á norðurlandi um helgina... 16° vei... sól... vei! Brúnkukeppnin er hér með ræst af stað...

miðvikudagur, apríl 18, 2007

gaman...

Net laus í heilan dag...



já... var net laus í vinnunni í allan dag... sem var ömurlegt... ekkert hægt að vinna, enginn tölvupóstur, enginn blogg, mbl, eða neitt annað sem er nauðsýnlegt til þess að vinna vinnuna sína... eða hluta af henni... og svo auðvitað hangsið... þetta var hrikalegur dagur, endalaust langur... þegar var út séð að ekkert net yrði komið á fyrir lok vinnudagsins fórum við flest bara heim. Það var reyndar ágætt, var ekki sein í flugið suður, aldrei eins og vant, og við Hjálmar náðum meira að segja að fara og fá okkur ís í sólinni.


Hér er svo mynd fyrir ykkur til að dást að.... ný málaða eldhúsinnréttingin mín...




Takið sérstaklega eftir flottu gömlu höldunum á skúffunum:


Þetta er barasta nokkuð flogg innrétting núna... mundiði eftir þessum ræpugrængula?


Núna er ég hinsvegar búin að fá útrás fyrir netleysið og gera flest sem ég ætlaði að gera í dag...

sunnudagur, apríl 08, 2007

Föstudagurinn... hin langi...

Já, hvað er þetta?

Föstudagurinn lagni byrjaði mjög illa en við vöknuðum upp við þann veruleika að ekki var til neitt kaffi... en þar sem við erum frekar gamaldags datt okkur ekki í huga að hægt væri að kaupa kaffi í nágrenninunu þennig að við lögðumst í mikið kaffi frákvarf og fílu... þar til litli gesinn tísti og komið var boð í morgun kaffi hjá hjónaleysunum önnu og frey... við skokkum þangað glöð í bragði með pönnukökupönnu og mætu þóur og sigurgreiri á töppunum... Svo eyttu við góðum tima í gott spjall með gott meðlæti og svíi mundi kalla þetta gott Fíka... Svo var skundað heim á leið, ein umferð máluð á eldhúsinnréttinguna og svo tísti litli gesinn aftur og okkur boðið í spilakvöld í laugarnesi... eftir matinn röltum við svo þangað og lærðum þetta líka skemmtilega spil og fengum afganga úr barnaafmæli. Þau kunna sko að baka... Svo þessi föstudagur sem átti að vera lagnur og leiðinlegur varð langur, í þeirri merkingu að ég náið að afskasta miklu... sem er alltaf gott... rosalega var hann góður, þessi dagur...

En nú er ég búin að fá nýja tölvu í vinnunni og finna snúruna sem tengir síman við tölvuna... svo ég get farið að mynda blogga aftur... vei!!! Myndir eru alltaf skemmtilegar...

fimmtudagur, apríl 05, 2007

Júróvisjón frambjóðendur í röðum....

Frambjóðenur í Júróvisjón kosningunum eru nú hver á fætur öðrum að birta lista sína. Sænsku frambjóðendurnir eru nú komnir fram á sjónarsviðið... og er þeim spáð góð fyrlgi.

Ég er annars mun óákveðnari gagnvart þessum kosningum heldur en þessum þarna hinum sem eru sama dag...