miðvikudagur, apríl 18, 2007

Net laus í heilan dag...



já... var net laus í vinnunni í allan dag... sem var ömurlegt... ekkert hægt að vinna, enginn tölvupóstur, enginn blogg, mbl, eða neitt annað sem er nauðsýnlegt til þess að vinna vinnuna sína... eða hluta af henni... og svo auðvitað hangsið... þetta var hrikalegur dagur, endalaust langur... þegar var út séð að ekkert net yrði komið á fyrir lok vinnudagsins fórum við flest bara heim. Það var reyndar ágætt, var ekki sein í flugið suður, aldrei eins og vant, og við Hjálmar náðum meira að segja að fara og fá okkur ís í sólinni.


Hér er svo mynd fyrir ykkur til að dást að.... ný málaða eldhúsinnréttingin mín...




Takið sérstaklega eftir flottu gömlu höldunum á skúffunum:


Þetta er barasta nokkuð flogg innrétting núna... mundiði eftir þessum ræpugrængula?


Núna er ég hinsvegar búin að fá útrás fyrir netleysið og gera flest sem ég ætlaði að gera í dag...

1 ummæli:

kókó sagði...

er þessi innrétting sunnan heiða? Ógó flott