miðvikudagur, mars 29, 2006

Myndablogg

Myndina sendi ég

þriðjudagur, mars 28, 2006

Snjór snjór og meiri snjór....

Það er svo mikill snjór hér að ég hélt ég mundi ekki komast í vinnuna, vegna þess að ég findi ekki bílinn... en svo var hann þarna... undri öllu... Ég byrjaði að hamast að skafa af bílnum en það fór ekki betur en svo að skafan brotnaði undan snjóþungnaum... og ég náði mér því í venjulegan heimilis kúst.... sem var miklu betra... en hér snjóar og snjóar.... og ég þarf líklegast að fara moka bílinn aftur upp til að komast heim á eftir...

sunnudagur, mars 19, 2006

Myndablogg

Myndina sendi ég

laugardagur, mars 18, 2006

Myndablogg

Myndina sendi ég

fimmtudagur, mars 16, 2006

Til hamingju með að herinn sé farinn....

og ekki orð meir um það....

Ingunn & Friðrik + 1 fá líka hamingju óskir með nýju íbúðina sína.... hlakka til að sjá þetta hjá ykkur... plísss... ekki saga gat á loftið í elhúsinu þegar þið frelsið hvíta víkinginn.

Haldiði að ég sé svo ekki farin að bráðna.... búin að mínka ummál mitt í þessum heimi um 36,5 cm... sem er soltið mikið... en gera 6,5 kg. Ég er furðulostinn á þessum fréttum!

Sjáumst vonandi um helgina.... ef ég verð ekki roðin að polli..

þriðjudagur, mars 14, 2006

Verkefni nemenda minna....

Ég er að leggja loka hönd á að fara yfir fyrstu verkefni mín sem háskólakennari.... og ég bara get ekki staðið á mér að deyla hér með ykkur tveim setningum úr ónefnu verkefni.... (ekki segja neinum)...

"... Hún er sjálfsörugg og veit hvað hún vill. Telst ógn við öll íhaldsöm gildi og karlaveldi. Það mætti eiginlega segja að hún væri karlmaður með stinn brjóst og leggöng."

"Líf þeirra er langt frá raunveruleikanum en samt ekki nógu langt til að geta kallast "sci-fi" þættir (miðað við mittismál þeirra allra, sem verður að teljast í hæsta máta óeðlilega mjótt, þá ættu þættu þeir flokkast þar)."

Gull molar... :)

sunnudagur, mars 12, 2006

Klessubílar!!!

Kessubílar er sígildir... ummm... af hverju var ég ekki löngu búin að verða mér út um svona leik? Æ, en svo fór sólin að skína og ekkert sást á skjáinn þannig að ég er farin út í göngu túr með þvottinn minn og vona ég hitti góðhjartað fólk sem vill leyfa mér að þvo...


Settu nafnið þitt í kommentakerfið og

Því ég hef ekkert betra að gera... stel ég góðum hugmyndum....

1. Ég segi þér eitthvað handahófskennt um þig.
2. Ég segi þér hvaða lag/mynd minnir mig á þig.
3. Ég segi þér hvaða bragð minnir mig á þig.
4. Ég segi þér fyrstu ljósu minninguna mín af þér.
5. Ég segi þér hvaða dýr þú minnir mig á.
6. Ég spyr þig að einhverju sem ég hef velt lengi fyrir mér um þig.
7. Ef þú lest þetta verðuru að setja þetta á bloggið þitt.

þriðjudagur, mars 07, 2006

Yesss.....

Spíttmæðgurnar mæta aftur í kvöld.... víí.... veit ekki afhverju ég saknaði þeirra en þær eru hjartanlega velkomnar aftur... Hvað skyldir gerast ná mamman og hann með húfuna saman, hvað verður um Dean, eru amman og afinn í alvöru skilin? Vá hvað ég man ekkert hvað var að gerast í síðustu seríu....

föstudagur, mars 03, 2006

Myndablogg

Myndina sendi ég

fimmtudagur, mars 02, 2006

Myndablogg

Myndina sendi ég

mánudagur, febrúar 20, 2006

Já, ég þarf víst að útskíra...

Snjó myndin hefði getað verið tekin á friðsælum og notalegum vetrardegi... því rokið sést ekkert á þessari mynd... ég gat varla staðið og var alveg hvít allan hringin þegar strætó kom... klofaði svo snjó upp í klof á einum stað en annars náði hann bara upp að hjám... hummm hefði kannski átt að taka mynd þá... svona til að Emilía fái smá smakk af heimahögunum....

Myndin sem er tekin í höfða,,, er af henni Gerhardsdóttir og fleiri að framkvæma darag... og guðminngóður hvað ég hló... einn af bröndurunum var svona.... Einn karakterinn þarna vann í apóteki en það fór voðalega fyrir brjóstið á honum að afgreiða konur um kvennlegar vörur. Það var þarna ákveðin kona sem kom mánaðarlega í apótekið til að kaupa sínar og faldi hann sig alltaf þegar hún kom. Einn daginn var hann einn þegar hún kom og neiddist karlinn til þess að afgreiða hana um sínar kvennlegu vörur. Manar hann sig upp í að gera þetta almennilega og gegnur að búðarborðinu og segir hátt og skýrt: Má bjóða þér túrtappa? Konan svara neitandi en segist ætla að fá bómull. Karl þessi var fjótur og hugsa og svarar um hæl: Nú, bara farin að rúlla sjálf?
Mælí líka með þessum brandara... þó hann sé annars eðlis....

http://www.kvikmynd.is/myndband.asp?id=1986

laugardagur, febrúar 18, 2006

Myndablogg

Myndina sendi ég

föstudagur, febrúar 17, 2006

Myndablogg

Myndina sendi ég

fimmtudagur, febrúar 16, 2006

Beðið eftir strætó....

Á leiðina í vinnuna í morgun þurfti ég að vaða snjó upp yfir hné á tvem stöðum.... snjórinn smaug sér inn undir fötin með norðanáttinni... en ég var samt í pollabuxum og 66°N jakka... og það sást hvergi í bert hold... Þessi mynd gefur óveðrinu ekki góð skil en er í áttina... Svaka ævintíri... frítt í strætó og allt.... hér er víst frítt í strætó í óveðri...
Myndina sendi ég

miðvikudagur, febrúar 15, 2006

Húsið mitt....

Já, svona lítur það út götumegin... voða virðuleg villa.... ég er með gluggana 3 uppi og gegn inn um hurðina þarna til hægri.... Þetta er voðalega flott hús... að utan....

Í gær voru lögð á mig álög....

Í gær þá var ég hérna ein eftir í vinnuni og klukkan að vera 16:30 þegar síminn hringdi... ég svara svaka sæt, Jafnréttisstofa, Hugrún.... hinumeginn heyrast miklir skruðningar sem eru eins og úr hrillingsmynd. Ég segji... halló? og þá kemur rödd hinumgegin sem segir... Takk... og svo er lagt á. Rosalega leið mér furðulega.... ein um hábjartan dag á mjög vel upplýstum vinnustað... ég hefði alveg eins getað verið lokuð inni í draugahúsi ein um há nótt, þegar tunglið veður í skýjum, mér leið svo illa... Alla leiðina heim var ég að reyna að gleyma þessu en allt kom fyrir ekkert... alltaf þessi hrollur... veit samt ekki alveg hvernig þessi álög sem röddin lagði á mig eiga eftir að byrtast... kannski er það eitthvað gott... því takk er gott orð, kannski var það sagt í kaldhæðni... uuuuu... ég fæ bara hroll við að hugsa um þessa rödd...

Annars er ég búin að finna P&P... mamma er sökudólgurinn.... þessum mömmum er sko ekki treystandi.... hélt ég væri búin að spurja hana og tví spurja og þrí spurja eins og alla aðra í kringum mig...

miðvikudagur, febrúar 08, 2006

Fyrir ollu

Heimilið mitt....

Vegna fjölda fyrisspurna byrti ég hér með mynd af heimili mínu fyrir norðan... En eins og þið sjáið bý ég í draugahúsi... og drauga konan er að lesa ástarsögu sem hún fann á haugunum...
Verst hvað þetta sést illa... og hvað þetta gefur ranga mynd af heimili mínu... en ég lofa að taka betri myndir og setja hér inn... annars er himininn blár og sólin skín... ég vildi það væri ekki allt hvít og -10 gráður.... annars væri ég sko farin í sólbað... tralllala...

Myndablogg

Úps... verð að muna að snúa myndunum áður en ég sendi þær...
en þetta er það sem ég hef verið að dunda við í leiðinum mínum hér á hjara veraldar... þökk sé kassanum af ástarsögum sem við þóra hirtum í nytjagáminum hjá endurvinslunni....