þriðjudagur, janúar 29, 2008

Sú litla er fædd!

Hún kom þá loksins þann 28.janúar kl. 5:58. Var ekki meira né minna en 4125 gr. 16,5 merkur og 52 cm. Voða hárprúð bæði á höfði og já, allstaðar annarstaðar líka, sérstaklega á baki.



þriðjudagur, janúar 22, 2008

Já nei... ekkert að frétta.... enn....

Já, þá eru kominir 8 dagar síðan okkur var sagt að búast við dömunni í heiminn... og hún er ekki enn mætt. Frá því að sá 14. janúar kom og fór hefur ýmislegt gerst m.a. sett íslandsmet í barnsfæðingum... hefð alveg viljað vera með í því, þó það hafi verið þröngt á kvennasviði landsspítalans þann sólarrhinginn. Ég eginaðist svo litla frænku í morgunn og vil ég óska Huga og Hönnu til hamingju með litlu stelpuna sína sem mér hlakkar til að sjá myndir af, (þar sem hún er fædd í dk og soltið langt að fara til að skoða).... Ég er líka soltið fúl útí þau hjónaleysin því mín stelpa átti að koma á undan... jæja, það þýðiar ekkert að fara í fílu... Ég held bara áfram að nudda blettina og vona það besta... Annars kemur hún bara þegar hún er tilbúin... mér er ekki illt neinstaðar og ég er ekki að breytast í fílakonu af bjúg, sem er víst algengt þegar svona gerist svo ég er sátt... ég er nú kannski fílamaður samt, ef meðgangan dregst mikið legnur ætla ég að vera í sambandi við íslenska erfðagreiningu og láta athuga málið.

miðvikudagur, janúar 02, 2008

Gleðilegt ár...

nei... það er ekkert að frétta af mér.... læt ykkur vita.

föstudagur, nóvember 23, 2007

Nýtt áhugamál...

Já, nú er ekki hægt að skorast undan legnur, það er farið að styttast töluvert í að ég taki að mér nýtt hlutverk í lífinu og það þarf að undirbúa sig solti fyrir það. Ymsum spurningum þarf að svara og ein af þeim er:

Einnota eða fjölnota bleyjur?

Ég hef ekki getað notað hefðbundin dömubindi í um 10 ár þannig að ég á mjög bátt með að fara að nota bleyjur sem bera engann auka titil s.s. taubleyjur eða ekó-bleyjur. Ég er búin að vera skoða þetta soltið með eiginmanninum undanfarið og við erum bæði að verað áhugafólk um ólíkar tegundir af taugleyjum. Áhugi minn hefur kallað fram mis áhugaverð viðbrögð frá vinum, kunningjum og fjölskyldu en ég ætla samt að gera þetta að raunverulegu vali... vali sem ég stend frammi fyrir í hvert skipti sem ég skipti um bleyju, eða svona 60.000 sinnum.

Nokkrar áhugaverðar síður um málið.
Englabossar
Vinsælasta brotið á þessar gömlu...
Þetta er merkið sem mest er mælt með... og fæst í þumallínu en það er fínt að fá fræðslu um þetta allt þar.

P.s. olla, nennirðu að eyða kúkamyndinni úr huga mér svo ég get enn talið mér trú um að þetta sé nú ekki svo slæmt!

föstudagur, október 12, 2007

Að láta gott af sér leiða...

Stofnaðu þín eigin þróunaraðstoð!

Mér var bennt á þessa líka áhugavarðu heimasíðu...

Hér getur þú tekið þátt í að styrkja fólk sem er að sækjast eftir míkró-styrk til að koma á fót litlu fyrirtæki sér til framfærslu. Áhugaverð tilraun til að hjálpa fólki út úr fátækragildurm.

Skora á ykkur öll að skoða síðuna og sjá hvort 1.700 kr. sé ekki eitthvað sem þið viljið legga í verkefni... ég er ekki búin að ákveða hver verður fyrir valinu... enda af nógu að taka!

þriðjudagur, október 09, 2007

Hestaréttir með afa...

Já, þá er útlegðinni á Akureyri lokið. Mín er flutt aftur á steipuna. Ég á reyndar eftir að sakna ýmissa hluta úr sveitinni og vil því sína með þessari mynda hvað ég var orðin sveitó að lokum...

href="https://blogger.googleusercontent.com/img/b/R29vZ2xl/AVvXsEi09Cvyzij4_gEWA2ArFhl3Sxvz04tFvy_PdafMQxjes6k53QKaXG2lHFtGct9cNcAL6amB9MxG-ANd9_QDRdI1pG8rcDS8iSNlQTvJBAHosmeDJkviqAR7oZrU64EMnE4As4Ve/s1600-h/DSC00439.JPG">

Hér er búða að draga okkur afa Huga í dilka. Ég sé það núna að það var kannski heldur bjartsýnt af mér að halda að mér yrði ekki kallt í þessum jakka, bumban bara stendur út meira en ég áttaði mig á... Takk fyrir lánið á flísinni Garðar, án hennar hefði ég orðið úti!

þriðjudagur, september 25, 2007

Tvær konur með börnin sín...

Jæja gott fólk, ég ætla að skella hér inn teim góðum myndum af konum og börnunum þeirra... en ég var örugglega búin að segja ykkur öllum frá því hvað fiskabúrið hennar Gunnhildar er stórt... og svo fáiði að gæjast á nýja herra lítill... en manni finnst hann ekki svo lítill á þessari mynd...



mánudagur, ágúst 20, 2007

Ég er búin að stofna hljómsveit...

Hún hefur ekki hlotið nafn og meðlimirnir vita ekkert að þeir séu í þessari hljómsveit... en þetta er fyrsta koverið þeirra:

föstudagur, ágúst 17, 2007

Var að klára Harry Potter...

og er því orðin viðræðuhæf vaðandi stórbókmenntir aftur.

Púff...

miðvikudagur, ágúst 15, 2007

æ... ég hef vanrækt ykkur svo...

En ég geri fátt annað þessa daganna enn að prjóna og sova ælta ég ekki að fara að leggjast í miklar útlistingar á lífi mínu... ég deyli bara með ykkur nokkrum góðum myndum sem ég fann í símanum mínum í staðinn... sumar eru nýjar aðrar eru gamlar, en allaru þær góðar...


Járnsmiður á miðaldamarkaði á Gásum... voða krafta kona!


Set þessa fínu mynd af Gutta til að minnast bestu kjötsúpu sem ég hef fengið... eða með þeim betri allavegna... Varst að hópmyndin af okkur öllum, Þuru, Þórði og Dúa, Þóru og Sigurgeir er rosalega úr fóckus...


Þóra og geit... voða sæt...


Voða gaman á skíðum síðasta vetur.


Rissessu vegsumerki í höfuðborginni.


Ætli það sé svo ekki best að enda þetta á mynd af sönnum íslenskum karlmönnum!

föstudagur, ágúst 03, 2007

Það er bara allt að gerast...

Goldfinger og Strowberries "lokað" í sömu viku! Löggan er aldeilis farin að taka til! Vonandi verða þessi leyfi ekki veitt, og vonandi er nektardansstaðirnir ordnir að ljótum kafla í íslandssögunni sem er nú að líða undir lok... það má alltaf vona og vera bjatsýn... það hefur sýnt sig í þessari viku að ekki er ástæða til að örvænta fyrir femínista þessa daganna... það er líka komin þessi æðislegi femínisti í brúnna á Jafnréttisstofu, mér hlakkar til að vinna með henni! Vá, hvað það er gaman að vera femínisti í dag....

miðvikudagur, júlí 11, 2007

Nokkrar myndir frá Tyrklandi

ÉG ætla hér að byrja á mynd af ljótusut styttu sem ég hef nokkurntíman séð... ég skora á ykkur í keppni... hafiði séð þær verri?



Hinar verða bara að tala fyrir sig sjálfar...













miðvikudagur, júní 20, 2007

Í dag er ég stolt af mömmu minni...

svona meira enn aðra daga... lesið þetta!

þriðjudagur, júní 19, 2007

mánudagur, júní 11, 2007

Mæli með...

Pistli Svavars Hávarðarsonar sem er fyrir ofan sjónvarpsdagskránna í fréttablaðinu í dag... titillinn er ,,Grimmd kvenna eru engin takmörk sett"

Þetta er æðislegur pistill skrifaður af þessu fyrirmyndar karlmanni sem álítur kærustu sína vera inni á heimilinu til þess að þjóna hann... Því svo virðist sem hann fari aldrei út með ruslið, eldi mat, vaskar upp eða þvær þvott... nema þegar kærastan skipar honum fyrir og það gerist víst ekki nema á sumrin, þegar hún rankar við sér erftir davala vetrarinns... að hún skuli hafa dyrfst að kenna honum á þvottavélina!

Já, karlinn kvíðir sumrinu og lætur sér hlakka til vetrarins þegar allt fellur í dúnalogn aftur... Guð minn góður, að hann skuli þora að láta þetta út úr sér?! Finnst fólki þetta í alvöru í lagi í nútíma samfélagi... Ég vona að Svavar fái smá tiltal af sinni frú eftir þetta... svona þegar hann er búin að viðurkenna þátttökuleysi sitt í heimilisverkunum opinberlega.

Ég er alltaf svo hrikalega hissa þegar misréttinu er kastað svona framan í mig fyrirvaralsaut... ég bý í allt of vernduðum heimi jafnréttis, þar sem verkunum er álíka jafnt skift eftir þörfum og áhuga heimilsfólksins... og er hvorki stolt né þakklát, því mér finnst það sjálfsat!

fimmtudagur, júní 07, 2007

Hvað gerðir þú í vinnunni á mánudaginn?



Hér var ég... gettu hvar?

mánudagur, maí 14, 2007

Ég trúi þessu ekki...

ég gleymdi bílllyklinum heima... og það er ekki eitthvað ó átröppunum og hægt að snúa við... ég er búin að ferðast um 600 kílómetra! Djöblernessss.....

fimmtudagur, maí 10, 2007

já... nú er það skuggalegt

Já, er þú flettir mér upp í símaskránni þá lítur út eins og ég sé farin að stunda fjölverun (hvernig er þetta orðeiginlega í þessu samhengi?)... kona hjá símanum hringdi sérstaklega til að athuga hvort skráningin væri rétt...