Hann karl föður minn er enn að reyna að ala mig upp og þrátt fyrir að vera að nálagst þrítugt tek ég þetta vel til mín. Í dag var hann að kenna mér nýtt orð; dagmálsglenna, sem er mjög svo skemmtilega lýsandi orð fyrir það þegar sólin skín að morgni þegar þú ert að fara í vinnuna en er farin bakvið skí þegar þú ert búin í vinnunni. Ég svaka glöð að vera búin að læra nýtt orð en er ósammála því að það sé leiðinlegasta veðrið. Ég skrifa því um hæl:
Svona að lokum þá veit ég eitt sem er verra en morgunglenna.... og það er sól og hlýtt... svo lengi sem norður íshafs vindurinn kemur ekki nálægt manni. Sem er nákæmlega veðrið úti í dag.
Svör karls föður míns var á þessa leið:
Þetta heitir dagmálaglenna krakki, ég er að reyna að kenna þér íslenskt mál.
Já, ég held ég eigi aldrei eftir að gleyma þessu nýja orði mínu, og mér verður örugglega hugsað til þess hvað pabbi getur verið skrítinn karl þegar ég verð vittni að dagmálsglennu í framtíðinni. Já, svona er hann skemmtilegur og fynndin...
fimmtudagur, maí 19, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
dagmálaglenna, humm. Spurðu hann hvað hann kallar rafmagnslausann dag í 45 stiga hita. (engar viftur)....
Ég efast um að það sé til gamalt íslenskt orð yfir það... það er að segja sem ekki eru blótsyrði.
Skrifa ummæli