En Silja stal blogg hugmyndinni minni svo þið getið bara lesi um jafnréttið sem við sá á förnum vegi í dag á hennar bloggi...
Annars fór ég í sund með nýju sundgleraugun mín... svaka flott. Ég er alveg svaka gella með þessi gleraugu og er að fatta til hvers þau eru... held að ég hafi átt hin síðan í menntó, þannig að það var kannski ekkert skrítið að teyjan gaf sig og að þau geru ekkert gagn. Sé ógó vel í kafi og kafa og kafa... vei... Það var svo gaman að synda með þessi gleraugu að ég synti heilan kílómeter!!! Svaka sæt í sólinni með nýju gleraugun... en svo var gamnið búið. Ég fer uppúr og fer í sturtu... kíki í spegil og sé að þessi klst. hefur gert skrokknum gott... ég á kannski séns að vinna brúnkukeppni sumarsins! Vei... en svo kíki ég framan í mig og fæ eiginlega áfall. Ég lít út eins og ég hafi ekki sofið í viku! Svaka baugar... vonaði að þetta væri bara svona sogfar eftir gleraugun... en núna, soltið mikið seinna er ég nokkuð viss um að sólin hafi gert mér ljótan grikk. Verð sem sagt stíf máluð á morgunn...
Já og alveg rétt... fyrir ykkur sem eruð að ráfa og hafið ekkert að gera....
Má ég kynna ykkur fyrir Gulla... hann er flugfreya... og einn skemmtilegast bloggari sem ég hef kynnst lengi...
fimmtudagur, júní 15, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Ég á svo erfitt með að taka skjalli...
Hæ... en það er samt svo gott að fá skjall...
Skrifa ummæli