mánudagur, maí 14, 2007

Ég trúi þessu ekki...

ég gleymdi bílllyklinum heima... og það er ekki eitthvað ó átröppunum og hægt að snúa við... ég er búin að ferðast um 600 kílómetra! Djöblernessss.....

fimmtudagur, maí 10, 2007

já... nú er það skuggalegt

Já, er þú flettir mér upp í símaskránni þá lítur út eins og ég sé farin að stunda fjölverun (hvernig er þetta orðeiginlega í þessu samhengi?)... kona hjá símanum hringdi sérstaklega til að athuga hvort skráningin væri rétt...

fimmtudagur, apríl 26, 2007

Sauðburður er hafinn!!



Mér fannst svona rétt að koma þessu að... þó svo ég taki ekki við ráðskonu hlutverkinu fyrr en á sunnduaginn... en karlinn minn ætlar að vera matvinnungur við undirbúning sumarkomu í hænsna húsinu...

Vá, hvað sveiti er lokkandi... sérstaklega veðurspá eins og hún er fyrir okkur hérna á norðurlandi um helgina... 16° vei... sól... vei! Brúnkukeppnin er hér með ræst af stað...

miðvikudagur, apríl 18, 2007

gaman...

Net laus í heilan dag...



já... var net laus í vinnunni í allan dag... sem var ömurlegt... ekkert hægt að vinna, enginn tölvupóstur, enginn blogg, mbl, eða neitt annað sem er nauðsýnlegt til þess að vinna vinnuna sína... eða hluta af henni... og svo auðvitað hangsið... þetta var hrikalegur dagur, endalaust langur... þegar var út séð að ekkert net yrði komið á fyrir lok vinnudagsins fórum við flest bara heim. Það var reyndar ágætt, var ekki sein í flugið suður, aldrei eins og vant, og við Hjálmar náðum meira að segja að fara og fá okkur ís í sólinni.


Hér er svo mynd fyrir ykkur til að dást að.... ný málaða eldhúsinnréttingin mín...




Takið sérstaklega eftir flottu gömlu höldunum á skúffunum:


Þetta er barasta nokkuð flogg innrétting núna... mundiði eftir þessum ræpugrængula?


Núna er ég hinsvegar búin að fá útrás fyrir netleysið og gera flest sem ég ætlaði að gera í dag...

sunnudagur, apríl 08, 2007

Föstudagurinn... hin langi...

Já, hvað er þetta?

Föstudagurinn lagni byrjaði mjög illa en við vöknuðum upp við þann veruleika að ekki var til neitt kaffi... en þar sem við erum frekar gamaldags datt okkur ekki í huga að hægt væri að kaupa kaffi í nágrenninunu þennig að við lögðumst í mikið kaffi frákvarf og fílu... þar til litli gesinn tísti og komið var boð í morgun kaffi hjá hjónaleysunum önnu og frey... við skokkum þangað glöð í bragði með pönnukökupönnu og mætu þóur og sigurgreiri á töppunum... Svo eyttu við góðum tima í gott spjall með gott meðlæti og svíi mundi kalla þetta gott Fíka... Svo var skundað heim á leið, ein umferð máluð á eldhúsinnréttinguna og svo tísti litli gesinn aftur og okkur boðið í spilakvöld í laugarnesi... eftir matinn röltum við svo þangað og lærðum þetta líka skemmtilega spil og fengum afganga úr barnaafmæli. Þau kunna sko að baka... Svo þessi föstudagur sem átti að vera lagnur og leiðinlegur varð langur, í þeirri merkingu að ég náið að afskasta miklu... sem er alltaf gott... rosalega var hann góður, þessi dagur...

En nú er ég búin að fá nýja tölvu í vinnunni og finna snúruna sem tengir síman við tölvuna... svo ég get farið að mynda blogga aftur... vei!!! Myndir eru alltaf skemmtilegar...

fimmtudagur, apríl 05, 2007

Júróvisjón frambjóðendur í röðum....

Frambjóðenur í Júróvisjón kosningunum eru nú hver á fætur öðrum að birta lista sína. Sænsku frambjóðendurnir eru nú komnir fram á sjónarsviðið... og er þeim spáð góð fyrlgi.

Ég er annars mun óákveðnari gagnvart þessum kosningum heldur en þessum þarna hinum sem eru sama dag...

laugardagur, mars 31, 2007

Framtakssemi.... alveg að drepa mig

Já, það er nú það... ykkur er farið að vera óhætt að mæta í heimsókn án þess að vera búin að tæma blöðruna áður en þið komið...


Ég ákvað svo að herma eftir Gunnillu og setja upp nýjar gardínur í sturtunni... svo nú á ég eiginlega alveg nýtt baðherbergi... na na na na na... já, og ef þið hafi ekki séð nýja vaskinn þá verðiði bara að koma í heimsókn.... nýtt bað fyrir undir 20.000 kr. er barasta nokkuð gott.


















Að lokum vil ég deila með ykkur þessar fallegu mynd úr fjárhúsinu á Tegi. En ég er hrædd um að kyndurnar séu ómennskar... jafnvel ó jarðneskar... er hálf hrædd um hjónleysuna þarna fyrir norðan...

mánudagur, mars 26, 2007

Bloggleiði

Ég sem var glöð að hafa öðlast vald yfir eigin bloggi aftur... verst hvað ég er eitthvað blogg tóm og hef ekkert að segja... er á fullu að auglýsa bleika búmmíhanka og geri það hér með líka hér... ætla svo á þennan fyrirlestur í hádeginu...

Já og svo er ég að fara að flytja mitt annað heimili og ætla að gerast raðskona í sveit. Mig hlakkar voðalega til og vona að tilvonandi sambýlingar mínir finnist þetta spennandi líka... lofa samt að ráðskast bara með matseld... enda hef ég ekkert vita á neinu öður sem fram fer í sviet. Vona bara að vinnutilhögunar samningar verði ræddi fljótlega...

Já, og voruði búin að heyra um nýja starfsmanninn? Rosalega líst mér vel á þetta... gó Hjálmar!

Jæja... ætla að fá mér meira kaffi... þó svo að það sé voðalega vont hérna í Akademíunni.

fimmtudagur, mars 15, 2007

Afsakið hlé...

Já, ég er bara búin að vera hund lasin síðan ég fattaði hvernig ég átti að komast inn á bloggið mitt aftur... guð, hvað það var pirrandi...

Horið er farið að létta og ég er farin að heyra betur og finna likt, já og það mikilvægasta þá er bragðskinið farið að gera almennilega vart við sig aftur... ég get þá farið að færa mér í nyt allt þetta sem ég er búin að læra í veikinum mínum....

Já, læra... því skemmtilegasta stöðin á sjónvarpinu mínu er bbc food
Þarna hef ég hitt aftur gamla vini og eignast nýja... Michael Smith, Jamie Oliver og aðvitað Tína með enska útgáfu af MAT og segjir ekki Jatte gott... en jafn skemmtileg fyrir því...

föstudagur, mars 09, 2007

Ég komst inn á bloggið mitt!

Loksins... er búin að reyna og reyna...

Annars er bara í mér föstudagur... og athafna semin eftir því...

og takk fyrir í gær öll!

föstudagur, janúar 19, 2007

Ein utan við sig...

Ég er að hugsa um að blogga aðeins meira í dag... Það er búið að vera svo mikið að gera í vinnunni undanfarið að ég hef ekkert haft tíma til að hagna á netinu, skoða blogg og bull... svo allt í einu datt þetta aðeins niður (plííís sími, ekki hringja).

Þessi mikla vinna hefur haft mjög furðuleg áhrif á einbeintingu mína, nema kannski ef það er þetta hætt að reykja dæmi sem heldur fyrir mér vöku á næturnar, eða leið mín til að koma í veg fyrir það með því að fara í ræktina á hverjum degi.

Ég er allavegna eitthvað mjög útan við mig þessa daganna, fór í 10 11 til að kaupa mjólk á leið til Gunnhildar og Garðars um daginn, labbaði inn í búiðina, náði í mjólkina og gekk út... án þess að borga. Fattaði ekki fyrr en ég var sest í bílinn að ég ætti eftir að borga. Grey strákurinn í búðinn sagði, þegar ég kom inn aftur til að borga, að ég hafði verið svo eðlileg við þennan þjófnað að hann fattaði ekki einusinni að ég væri að gera eitthvað rangt, þó ég væri eini viðskiptavinurinn í búiðinn.

Í gær fór ég svo í ræktina, var heil-lengi að pakka í töskurna, hreyna brók, sokka, krem og þið vitið... svo mætti ég á staðinn með eingar buxur... sem betur fer hitt í konu sem ég kannast við sem var með tvær, svo ég þurfit ekki að fara aftur heim, ó hreyfð.

Svo í morgunn, fór ég á fætur og í vinnuna eins og alla aðra daga... nema það að þegar í vinnuna er komið fatta ég að ég er ekki með neitt með mér. Nema bíllykil... ekkert veski, enga aðra lykla... ekkert. Ég er hinsvegar með íþróttatöskuna frá því í gær... með öllu, nema buxum og handklæði.

Ég held ég varði að fara taka eitthvað inn við þessu.

Ha ha...

Verð að setja eitthvað í stað þessarar gömlu jóla kveðju...

Ten Top Trivia Tips about Hugrún!

  1. Hugrún can taste with her feet!
  2. An average beaver can cut down Hugrún every year!
  3. During the reign of Peter the Great, any Russian nobleman who chose to wear Hugrún had to pay a special Hugrún tax.
  4. Fish travel in schools, but whales travel in Hugrún!
  5. Without Hugrún, we would have to pollinate apple trees by hand.
  6. All shrimp are born as Hugrún, but gradually mature into females.
  7. Wearing headphones for an hour will increase the amount of Hugrún in your ear 700 times.
  8. Hugrún will often rub up against people to lay her scent and mark her territory.
  9. You would have to dig through four thousand kilometres of Hugrún to reach the earth's core!
  10. The colour of Hugrún is no indication of her spiciness, but size usually is!
I am interested in - do tell me about

Liður 4 ha ha... 8 er líka góður... og 10...
Ha ha...

fimmtudagur, desember 21, 2006

Jóla kveðja...

Þó svo að jólasnjórinn og skítakuldinn sé farinn héðan af norðurlandi... þá er ég enn í jólaskapi.
Jóla-aur og drulla, ásamt jóla-pollum og jóla-sandi hafa tekið við...

Óska ykkur jólaskaps með þessari mynd:

þriðjudagur, nóvember 21, 2006

Skítakuldi...

Já, eins og þið hafið kannski tekið eftir er skíta kuldi á þessu landi sem við flest búum á... hvað er eiginlega að okkur?

Var að koma aftur til Ak eftir viku fjarvist og hér er allt á kafi í snjó, Reykjavík var líka á kafi... en þar var þó aðeins hlýrra en er hér... púff... hef sjaldan upplifað annað eins. Hér er líka orðið niða myrkur núna... og klukkan rétt orðin 16:30... vá, hvað á eftir að verða svaka dimt þegar líða fer á des... en þá koma líka jóla ljósin sem er svo falleg... ooo, hvað ég fíla myrkur þá....

Ég var annars heillengi að koma bílnum mínum fagra úr skablinum á flugvellinum í morgunn. Sem betur fer var ég búin að sjá þetta fyrir og var vel klædd, með húfu og vetlinga... my new best friends. Býð ekki í það ef þetta er það sem koma skal.

Ætla að fara tía mig heim... og í ræktina til að koma smá hita í kroppinn og lopna fingurna sem mér finnst að séu að fara detta af sökum frosts...

þriðjudagur, nóvember 07, 2006

Bloggaraleti...

Já, það hefur gripið sig einhver gífurleg bloggaraleti hjá okkur öllum... Höfum við ekki legnur neitt til þess að pirrast / gleðjast yfir, monnta okkur af eða kúka á?

Ég ætla að taka hér á skarið og blogga í dag... í tilefni dagsins. Ég hélt að það ætti að vera svo erfitt fyrir konur að verða 30 ára... en ég verð nú bara að segja það að ef restin af árinu verður eins og dagurinn í dag (með þeim fyrirvara að það er ekki komið hádegi) þá er ég bara nokkuð sátt... Hef ekki vaknað svona fersk í langan tíma. Snúsaði bara 4 sinnum! Ég sem get snúsað í klukkutíma... Ég barasta svaf ógó vel, sem gerist ekki oft þegar Guttalingur er ekki nærri... vona samt að þetta þýði ekki að ég sé búin að venjast því að sofa annarstaðar, því ég kæri mig ekkert um svoleiðis vitleysu.

Æ, best að vinna eitthvað, fæ víst ekki borgað fyrir að vera glöð og úthvíld á afmælisdaginn...

miðvikudagur, október 11, 2006

Eitt orð...

Snjór.....

Já, það er farið að snjóa hér fyrir norðan... og slabb og svo klaki... ég er í svaka jólaskapi og get ekki hætt að hugsa um föndur og jólaskraut... Verð að leggja meira á mig til að koma þessu myndabloggi af stað aftur.

Eins gott ég á far í sólina og sumarið á mánudaginn... það er of langt í jólin til að láta sér hlakka til strax... kannski ég kaupi samt jólagjafirnar úti... eða allavena eina afmælisgjöf... and you know who you are!

föstudagur, október 06, 2006

Hjálp!

Það duttu allir út af msninu mínu!!! Það er eins og ég eigi enga vini... alveg glatað! Það er ekki einu sinni liðin vika síðan mér fannst listinn orðinn fullkominn... en þá bættist Valdi við og Þóra mín lét sjá sig í fyrsta skiptið í langan tíma! og já, þóra, hafa kveikt á msn... svo við getum séð að þú sért þarna... það er svo notó.

Ég vil því biðja alla mína vini og vandamenn að senda mér nýtt boð um að vera með... eða opna við mig samtal svo ég geti sett ykkur aftur á listann...

Hrikalega ljótt að eiga engia vini.... hjálp!

p.s. verð í bænum um helgina...

föstudagur, september 29, 2006

Allir krakkar vaðandi í klámi...

Grípandi titill á grein í DV, í dag...
Greinin er nú samt betri en titillinn og gaman að DV taki upp svona umræðu. Er samt ekki viss um að myndin af mér þarna undir titlinum verði mér til framdráttar... Ég fór svo hrikalega hjá mér þegar ég sá þetta að ég varð öll rauð í sjoppunni... og er enn rauð held ég. Greinin fjallar um niðurstöðu rannsóknar á ungu fólki og klámi sem má sjá hér...

Annars er Gutti með mestu tannpínu í heimi og er orðin eins og ofvaxinn hamstur í framan... komin á 3 verkjalyf og tvö fúkkalyf... vildi að ég gæti myndabloggað svo þið gætuð hleygið / grátið með mér... Ég er því hjúkrunarkona það sem eftir er dagsins...

þriðjudagur, september 12, 2006

Það er dottinn úr mér botninn... æ, drottinn...

Rosalega er ég ekki búin að vera dugleg... hef bara ekkert til þess að röfla um hérna eða gleðsjast yfir... nema það að ég mæli ekki með því að fólk sé veikt heima þann 11. september... allavegna ætla ég ekki að endurtaka það... 10 stöðvar og bara grátur og gnístan tanna... ojjbara....

Hef ekkert meyra til að blogga um í dag, enda féllust mér hendur í morgunn þegar ég uppgötvaði að mér ber víst skylda til að blogga á 3 bloggum þessa daganna... en það er ekkert verra... ég hef yfirleitt frá nógu bulli að segja... bla bla... love you... see you... lezzzzzzzzzz