fimmtudagur, október 28, 2004

Góðan daginn

Það er ekkert gaman að blogga þegar mar hefur ekkert að blogga um... ég er alltaf að gera fullt af engu og það er alveg rosalega gaman nema þegar komið er að því að sejga frá því... það er nefnilega ekkert hægt að segja frá engu...

Ég dag er ég til dæmis búin að lesa einn kafla í Veröld Soffíu... með morgun kaffinu sem eiginmaðurinn fræði mér í bólið. Ummm... það er svo notó.... svo drullaði ég mér á fætur seint og síðar meir... borðaði disk af K-kornflexinu fyrir mergrunarsjúklinga og hékk á netinu í atvinnuleit sem skilaði engum árangri. Svo las ég fréttablaðið... og ég vil hér mæla með Bakþönkum Jóns Gnarr... og já, Jón, ég fyrirgef þér... og hlakka til að kynnast nýjum og betri manni.

Æ... þetta er kannski skemmtilegra en að vera með niðurgang á indalndi... en ekki sérstaklega viðburðar ríkt....

fimmtudagur, október 14, 2004

Þetta er ekki svo létt!

Já, nú er litla lúðan að reyna að koma sér upp sínu eigin bloggi en það er ekkert svo létt...