miðvikudagur, júní 20, 2007

Í dag er ég stolt af mömmu minni...

svona meira enn aðra daga... lesið þetta!

þriðjudagur, júní 19, 2007

mánudagur, júní 11, 2007

Mæli með...

Pistli Svavars Hávarðarsonar sem er fyrir ofan sjónvarpsdagskránna í fréttablaðinu í dag... titillinn er ,,Grimmd kvenna eru engin takmörk sett"

Þetta er æðislegur pistill skrifaður af þessu fyrirmyndar karlmanni sem álítur kærustu sína vera inni á heimilinu til þess að þjóna hann... Því svo virðist sem hann fari aldrei út með ruslið, eldi mat, vaskar upp eða þvær þvott... nema þegar kærastan skipar honum fyrir og það gerist víst ekki nema á sumrin, þegar hún rankar við sér erftir davala vetrarinns... að hún skuli hafa dyrfst að kenna honum á þvottavélina!

Já, karlinn kvíðir sumrinu og lætur sér hlakka til vetrarins þegar allt fellur í dúnalogn aftur... Guð minn góður, að hann skuli þora að láta þetta út úr sér?! Finnst fólki þetta í alvöru í lagi í nútíma samfélagi... Ég vona að Svavar fái smá tiltal af sinni frú eftir þetta... svona þegar hann er búin að viðurkenna þátttökuleysi sitt í heimilisverkunum opinberlega.

Ég er alltaf svo hrikalega hissa þegar misréttinu er kastað svona framan í mig fyrirvaralsaut... ég bý í allt of vernduðum heimi jafnréttis, þar sem verkunum er álíka jafnt skift eftir þörfum og áhuga heimilsfólksins... og er hvorki stolt né þakklát, því mér finnst það sjálfsat!

fimmtudagur, júní 07, 2007

Hvað gerðir þú í vinnunni á mánudaginn?Hér var ég... gettu hvar?