sunnudagur, desember 26, 2004

Hæ... er ennþá net laus heima og hef slæman aðgang að netinu í vinnunni og er síminn er ekki ennþá kominn í lag... en verður 519 8696 þegar þar að kemur... en mér er sama þó enginn hringi nokkurn tíman í mig ef ég bara fæ netið... rosalega er leiðinlegt að ekki geta farið MSN og ekki kíkja á T-póstinn og ekki skoða blogg og ekki moggan og ekki fletta upp leikurum og bíómyndum og öllu hinu sem ég þarf að vita núna... ég er barasta að verða vitlaus af þessu tengingarleys og Gutti minn er að verað viðþolslaus af spila leysi... þannig að ég vona að við fáum netið fljótlega eftir áramótin... 2005 here I come....

þriðjudagur, desember 14, 2004

Hef bara engann tima til að vera að blogga eða netast yfirhöfuð en verð komin með netið heim eftir viku-tíu-daga eftir að ég fæ síma.... sem verður opnaður erftir viku-tíu-daga... þannig að ég verð ekki mikið hér á ferð fyrr en eftir 2 vikur upp til 2o daga...

fimmtudagur, desember 09, 2004

Ég bara varð

þetta er eitt af því finnnnnnndnasta sem ég hef séð og varð bara að deila þessu með ykkur hinum!!!

http://www.string-emil.de/


Það hefur komið upp mjög svo furðuleg ritstjórnarstefna hér á þessu bloggi mínu... það er ekki lengur ég sem ræð því hvort hér verði bloggað eða ekki.... einhverra hluta vegna vill blogger ekki hleypa mér inn hvenær sem er og ég verð því að láta mér linna að blogga og kommenta hjá öðrum þegar blogger henntar.... skil ekki alveg hvað er að gerast en þetta hefur kannski eitthvað með það að gera að ég hennti auglýsingunni sem var á blogginu mínu í ruslið! He he (íllur hlátr með bakföllum)....

Annars er ég að fara að flytja á morgun!!!! Öll aðstoð vel þegin... en ég held að ég máli fyrst og flyt svo en kannski nennum við ekki að mála og flitjum bara..... það kemur í ljós á morgun, fer eftir veggjunum þegar íbúðin er tóm.... það er aldrei að vita hvað var þarna bakvið sófa. Svo er ég líka búin að fá atvinnu viðtal í Kennó, vegna stöðu verkefnastjóra... ég mundi alveg fíla að vera vekefnastjóri.... og ég væri örugglega góður slíkur stjóri... en það kemur í ljós hvort ég eigi séns í þetta djobb.... ef svo verður þá verður 2005 frábært ár!!!!

Svo verð ég bara að koma því á framfæri að kærastinn hennar Mjallar er barasta að gera lífi mínu mjög svo gott og vil ég hér með óska henni til hamingju með góðan feng. Fyrir utan það að vera sætu og skemmtilegur þá á hann á x-box tölvu sem alltaf getur verið uppspretta spennandi sjónvarpsefni ef mar vill ekki taka einn hring á brautinni en aðal málið er nú samt spilið sem hann kynnti mér fyrir. Hver vill koma að spila Katan? Ég verð að fá þetta spil í jólagjöf, ef ekki frá einhverjum af ykkur lesendum þá bara frá mér til mín!!!! Gó Frikki, Gó Frikki!!!! ég þarf að semja til þín óð...

og Þóra... ekki vera sár, því Sigurgeir er líka sætur og skemmtilegur og hann vinnur Friðrik því hann vill spila við mig!!!! En ef út í svona kapp er farið þá vinnur karlinn minn náttúrulega allt svona... því hann er skemmtilegastur, sætastur, bestur í öllum spilum og íþróttum, góðastur og elskar mig mest af öllu í heiminum.... og það toppar enginn.

laugardagur, desember 04, 2004

Já... endalaus hamingja....

Já... tralla la la la.... ég er svo glöð...

Stelpan sem ætlar að selja okkur íbúðina sína ætlar að afhenda hana fyrir jól!!!!!!!!!!!!!
Dagsetning er ekki alveg á hreynu enn þá en verður vonandi milli 15 og 20.... la la la.... tralla la....
oooo hvað verður gaman þá... nema það að ég hef engann tíma til að vera flytja því ég er alltaf að vinna!!!! Helvítis vinna... ekki einu sinni jólafrí!!!! En fæ 99% álag á helgidögum sem þýðir fullt af peningum til þess að eyða í fallegur íbúðina mína!!!! la la la... tralla la...

ooo, já jólaskapið og gleðin ríkir hér hjá mér eins og er....

En best að fara að klæða sig í föt því ég er að fara í spennó matarboð til Þuru og Þórðar... og hitti þar Eldar og Evu... og fáum mat sem þórður eldar... sá matur er alltaf spennandi og góður, þó það sé ekki frumlegri grunnur en pizza.... hann er barasta snilli í eldúsinu, drengurinn sá!!!!

la la la