miðvikudagur, október 11, 2006

Eitt orð...

Snjór.....

Já, það er farið að snjóa hér fyrir norðan... og slabb og svo klaki... ég er í svaka jólaskapi og get ekki hætt að hugsa um föndur og jólaskraut... Verð að leggja meira á mig til að koma þessu myndabloggi af stað aftur.

Eins gott ég á far í sólina og sumarið á mánudaginn... það er of langt í jólin til að láta sér hlakka til strax... kannski ég kaupi samt jólagjafirnar úti... eða allavena eina afmælisgjöf... and you know who you are!

föstudagur, október 06, 2006

Hjálp!

Það duttu allir út af msninu mínu!!! Það er eins og ég eigi enga vini... alveg glatað! Það er ekki einu sinni liðin vika síðan mér fannst listinn orðinn fullkominn... en þá bættist Valdi við og Þóra mín lét sjá sig í fyrsta skiptið í langan tíma! og já, þóra, hafa kveikt á msn... svo við getum séð að þú sért þarna... það er svo notó.

Ég vil því biðja alla mína vini og vandamenn að senda mér nýtt boð um að vera með... eða opna við mig samtal svo ég geti sett ykkur aftur á listann...

Hrikalega ljótt að eiga engia vini.... hjálp!

p.s. verð í bænum um helgina...