miðvikudagur, mars 29, 2006

Myndablogg

Myndina sendi ég

þriðjudagur, mars 28, 2006

Snjór snjór og meiri snjór....

Það er svo mikill snjór hér að ég hélt ég mundi ekki komast í vinnuna, vegna þess að ég findi ekki bílinn... en svo var hann þarna... undri öllu... Ég byrjaði að hamast að skafa af bílnum en það fór ekki betur en svo að skafan brotnaði undan snjóþungnaum... og ég náði mér því í venjulegan heimilis kúst.... sem var miklu betra... en hér snjóar og snjóar.... og ég þarf líklegast að fara moka bílinn aftur upp til að komast heim á eftir...

sunnudagur, mars 19, 2006

Myndablogg

Myndina sendi ég

laugardagur, mars 18, 2006

Myndablogg

Myndina sendi ég

fimmtudagur, mars 16, 2006

Til hamingju með að herinn sé farinn....

og ekki orð meir um það....

Ingunn & Friðrik + 1 fá líka hamingju óskir með nýju íbúðina sína.... hlakka til að sjá þetta hjá ykkur... plísss... ekki saga gat á loftið í elhúsinu þegar þið frelsið hvíta víkinginn.

Haldiði að ég sé svo ekki farin að bráðna.... búin að mínka ummál mitt í þessum heimi um 36,5 cm... sem er soltið mikið... en gera 6,5 kg. Ég er furðulostinn á þessum fréttum!

Sjáumst vonandi um helgina.... ef ég verð ekki roðin að polli..

þriðjudagur, mars 14, 2006

Verkefni nemenda minna....

Ég er að leggja loka hönd á að fara yfir fyrstu verkefni mín sem háskólakennari.... og ég bara get ekki staðið á mér að deyla hér með ykkur tveim setningum úr ónefnu verkefni.... (ekki segja neinum)...

"... Hún er sjálfsörugg og veit hvað hún vill. Telst ógn við öll íhaldsöm gildi og karlaveldi. Það mætti eiginlega segja að hún væri karlmaður með stinn brjóst og leggöng."

"Líf þeirra er langt frá raunveruleikanum en samt ekki nógu langt til að geta kallast "sci-fi" þættir (miðað við mittismál þeirra allra, sem verður að teljast í hæsta máta óeðlilega mjótt, þá ættu þættu þeir flokkast þar)."

Gull molar... :)

sunnudagur, mars 12, 2006

Klessubílar!!!

Kessubílar er sígildir... ummm... af hverju var ég ekki löngu búin að verða mér út um svona leik? Æ, en svo fór sólin að skína og ekkert sást á skjáinn þannig að ég er farin út í göngu túr með þvottinn minn og vona ég hitti góðhjartað fólk sem vill leyfa mér að þvo...


Settu nafnið þitt í kommentakerfið og

Því ég hef ekkert betra að gera... stel ég góðum hugmyndum....

1. Ég segi þér eitthvað handahófskennt um þig.
2. Ég segi þér hvaða lag/mynd minnir mig á þig.
3. Ég segi þér hvaða bragð minnir mig á þig.
4. Ég segi þér fyrstu ljósu minninguna mín af þér.
5. Ég segi þér hvaða dýr þú minnir mig á.
6. Ég spyr þig að einhverju sem ég hef velt lengi fyrir mér um þig.
7. Ef þú lest þetta verðuru að setja þetta á bloggið þitt.

þriðjudagur, mars 07, 2006

Yesss.....

Spíttmæðgurnar mæta aftur í kvöld.... víí.... veit ekki afhverju ég saknaði þeirra en þær eru hjartanlega velkomnar aftur... Hvað skyldir gerast ná mamman og hann með húfuna saman, hvað verður um Dean, eru amman og afinn í alvöru skilin? Vá hvað ég man ekkert hvað var að gerast í síðustu seríu....

föstudagur, mars 03, 2006

Myndablogg

Myndina sendi ég

fimmtudagur, mars 02, 2006

Myndablogg

Myndina sendi ég