miðvikudagur, nóvember 30, 2005

Fegður Akureyrar

Já, ég bara verð að segja að bærinn er vel skreyttur... aðeins og vel, ég held að Akureyringar séu komnir í jóla andann... og ef það bætist mikið við á morgunn verð ég ekki hissa. Fólk er ekki bara með eina stjörnu, eða aðtventukrans eða seríu... það er eitthvað í öllum gluggum, svölum og handriðum, runnum og já þökum. Bærinn stendur sig líka vel en hér er allt upp ljómað. Það mætti halda að rafmagnið hér væri ódýara en í Reykjvík... en svo er víst ekki.

Ég er með 3 litla engla dreyfða um íbúiðna, þetta er meira gesta þraut en skraut... því þeir eru ekki áberandi. Ég er svo með eina litla seríu í einum glugga.... ég held ég verði kannski sektuð fyrir jólafílu eða svo fer ég í jólaköttinn eða eitthvað álíka slæmt... ætla þessvegna að bæta úr málunum eftir vinnu í dag og kaupa mér eitthvað fallegt fyrir morgun daginn.

miðvikudagur, nóvember 23, 2005

Strætó

Ég held að strætókefrið hérna hati mig.... ég er búin að reyna að taka strætóinn sem stoppar fyrir utan heima hjá mér og fer beint í vinnuna, í tvo daga... en það eina sem ég hef haft upp úr því er að eignast vin... já, strætóbílstjórinn á leið 2 (en ég ætti að vera í leið 4) hefur tekið að sér að koma mér í vinnuna þó svo að það sé ekki í hans verkahring.... stoppar sérstaklega fyrir mig... á morgun á hann eftir að heilsa mér með nafni... Guðminngóður hvað strætókerfið hér er flókið... en samt eru bara 4 leiðir!!!!

Annars bara ógó þreitt og ein hér..... og kann ekki á kaffivélina, þvílíkt piss... ojbara, ég held ég hafi aldrei gert jafn vont kaffi... æ, best að byrja vinna....

þriðjudagur, nóvember 22, 2005

Töll

Já, ég hef sajaldan verið kölluð partý tröll en það var niðurstaðan í tröllaprófinu sem ég tók.... alltaf gaman að láta koma sér á óvart.... en hvaða tröll ert þú?

mánudagur, nóvember 21, 2005

Voða þreitt

Mæli ekki með því að fólk taki 3 flugvélar sama dag... púff hvað ég var ógó ljót í morgun... öll bólgin af þreytu og með bauga niður fyrir brjóst. Líkaminn er allur eitthvað skrítinn.... En að vera alltaf að fara á loft og lenda hlýtur að hafa mjög merjandi áhrif á inneflin, held ég sé með innvoltis marbletti eða eitthvað þannig? hum....

Annars var Vilníus ætði nema fatatískan og ég keypti því nánast ekkert (lesist sem: ekki jafn mikið og ég hefði annars gert.... en keypti samt úlpu, gallabuxur, trefil, 3 boli... og túristadót)... kannski eins gott því kona á ekki pening...

Fólkið sem ég er að vinna með frá og með núna, er frábært og ég hef fullt að gera og ætti ekki að vera að pikka fyrir ykkur....

föstudagur, nóvember 04, 2005

Misskilningur er alltaf, eða oftast, skemmtilegur....

Var að hlusta á fréttir rétt í þessu... og misskildi þar all ægirlega.... fréttin var um ípod dótið og ég hlustaði áhugasöm... en einhvernvegin hélt ég að fréttakonan væri í viðtali en ekki að taka viðtalið og varð alveg rugluð hvað einlega þetta væri hrlðilega leiðinlegur viðmælandi og snéri út úr öllu með spurningum... og vorkenni fréttakarlinum fyrir að hafa lennt á svona furðulegum viðmælanda... svo úps... fattaði ég hvað var að gerast... vildi að það væri einhver hér til að hljæja með mér... mér er farið að leiðast að vera ein heima alla daga..... eða alla virka daga.... eins gott ég er að fara vinna.... og vona að ég vinn svo mikið að ég far bara heim til að sofa...því þar verð ég ein... ein ein ein.... þið verðið öll að koma í hemsókn annarrs drep ég ykkur... og það versta við það held ég að sé að það gæti orðir satt.... og ég verð fundin vanhæf til fangelsisvistar vegna geðveiki.

Best að hætta áður en karlarnir í hvítu slppunum koma....