fimmtudagur, desember 21, 2006

Jóla kveðja...

Þó svo að jólasnjórinn og skítakuldinn sé farinn héðan af norðurlandi... þá er ég enn í jólaskapi.
Jóla-aur og drulla, ásamt jóla-pollum og jóla-sandi hafa tekið við...

Óska ykkur jólaskaps með þessari mynd:

þriðjudagur, nóvember 21, 2006

Skítakuldi...

Já, eins og þið hafið kannski tekið eftir er skíta kuldi á þessu landi sem við flest búum á... hvað er eiginlega að okkur?

Var að koma aftur til Ak eftir viku fjarvist og hér er allt á kafi í snjó, Reykjavík var líka á kafi... en þar var þó aðeins hlýrra en er hér... púff... hef sjaldan upplifað annað eins. Hér er líka orðið niða myrkur núna... og klukkan rétt orðin 16:30... vá, hvað á eftir að verða svaka dimt þegar líða fer á des... en þá koma líka jóla ljósin sem er svo falleg... ooo, hvað ég fíla myrkur þá....

Ég var annars heillengi að koma bílnum mínum fagra úr skablinum á flugvellinum í morgunn. Sem betur fer var ég búin að sjá þetta fyrir og var vel klædd, með húfu og vetlinga... my new best friends. Býð ekki í það ef þetta er það sem koma skal.

Ætla að fara tía mig heim... og í ræktina til að koma smá hita í kroppinn og lopna fingurna sem mér finnst að séu að fara detta af sökum frosts...

þriðjudagur, nóvember 07, 2006

Bloggaraleti...

Já, það hefur gripið sig einhver gífurleg bloggaraleti hjá okkur öllum... Höfum við ekki legnur neitt til þess að pirrast / gleðjast yfir, monnta okkur af eða kúka á?

Ég ætla að taka hér á skarið og blogga í dag... í tilefni dagsins. Ég hélt að það ætti að vera svo erfitt fyrir konur að verða 30 ára... en ég verð nú bara að segja það að ef restin af árinu verður eins og dagurinn í dag (með þeim fyrirvara að það er ekki komið hádegi) þá er ég bara nokkuð sátt... Hef ekki vaknað svona fersk í langan tíma. Snúsaði bara 4 sinnum! Ég sem get snúsað í klukkutíma... Ég barasta svaf ógó vel, sem gerist ekki oft þegar Guttalingur er ekki nærri... vona samt að þetta þýði ekki að ég sé búin að venjast því að sofa annarstaðar, því ég kæri mig ekkert um svoleiðis vitleysu.

Æ, best að vinna eitthvað, fæ víst ekki borgað fyrir að vera glöð og úthvíld á afmælisdaginn...

miðvikudagur, október 11, 2006

Eitt orð...

Snjór.....

Já, það er farið að snjóa hér fyrir norðan... og slabb og svo klaki... ég er í svaka jólaskapi og get ekki hætt að hugsa um föndur og jólaskraut... Verð að leggja meira á mig til að koma þessu myndabloggi af stað aftur.

Eins gott ég á far í sólina og sumarið á mánudaginn... það er of langt í jólin til að láta sér hlakka til strax... kannski ég kaupi samt jólagjafirnar úti... eða allavena eina afmælisgjöf... and you know who you are!

föstudagur, október 06, 2006

Hjálp!

Það duttu allir út af msninu mínu!!! Það er eins og ég eigi enga vini... alveg glatað! Það er ekki einu sinni liðin vika síðan mér fannst listinn orðinn fullkominn... en þá bættist Valdi við og Þóra mín lét sjá sig í fyrsta skiptið í langan tíma! og já, þóra, hafa kveikt á msn... svo við getum séð að þú sért þarna... það er svo notó.

Ég vil því biðja alla mína vini og vandamenn að senda mér nýtt boð um að vera með... eða opna við mig samtal svo ég geti sett ykkur aftur á listann...

Hrikalega ljótt að eiga engia vini.... hjálp!

p.s. verð í bænum um helgina...

föstudagur, september 29, 2006

Allir krakkar vaðandi í klámi...

Grípandi titill á grein í DV, í dag...
Greinin er nú samt betri en titillinn og gaman að DV taki upp svona umræðu. Er samt ekki viss um að myndin af mér þarna undir titlinum verði mér til framdráttar... Ég fór svo hrikalega hjá mér þegar ég sá þetta að ég varð öll rauð í sjoppunni... og er enn rauð held ég. Greinin fjallar um niðurstöðu rannsóknar á ungu fólki og klámi sem má sjá hér...

Annars er Gutti með mestu tannpínu í heimi og er orðin eins og ofvaxinn hamstur í framan... komin á 3 verkjalyf og tvö fúkkalyf... vildi að ég gæti myndabloggað svo þið gætuð hleygið / grátið með mér... Ég er því hjúkrunarkona það sem eftir er dagsins...

þriðjudagur, september 12, 2006

Það er dottinn úr mér botninn... æ, drottinn...

Rosalega er ég ekki búin að vera dugleg... hef bara ekkert til þess að röfla um hérna eða gleðsjast yfir... nema það að ég mæli ekki með því að fólk sé veikt heima þann 11. september... allavegna ætla ég ekki að endurtaka það... 10 stöðvar og bara grátur og gnístan tanna... ojjbara....

Hef ekkert meyra til að blogga um í dag, enda féllust mér hendur í morgunn þegar ég uppgötvaði að mér ber víst skylda til að blogga á 3 bloggum þessa daganna... en það er ekkert verra... ég hef yfirleitt frá nógu bulli að segja... bla bla... love you... see you... lezzzzzzzzzz

föstudagur, ágúst 18, 2006

Hæ aftur...

Í tilefni þess að ég er búin í sumarfríi og farin að eyða meiri tíma hér fyrir framan tölvuna ætla ég að gleðja ykkur með teknimynd eftir Steinar Þorsteinsson aka bróðir Þóru. Hún er orðin nokkuð gömul þessi en er ekkert verri fyrir því. Myndirnar í þessari seríu fjalla allar um óheppnagaurinn... sem deyr næstum alltaf í lok hvers brandara...

Smellið hér til að sjá myndina!

Þessi er svo vel teiknuð að hún verður að vera með líka...

Þessi er líka góð.... og takið sérstaklega eftir sjánvarpsefninu.

sunnudagur, júlí 30, 2006

Atlavík í sumarskapi...

Eftir mikla fyrirhöfn fáiði þessa fallegu mynd... það klikkaði eitthvað í símanum mínum eða heilanum á mér... sem leiddi til þess að ég tíndi símanúmerinu til að mmsa hér á þessari síðu... sem betur fer tókst að laga það! En sökum batterísleysis verður bara þessi mynd byrt í bili...

Sumarfrís rúnturinn undir nafninu "Israel úr Evróvisjón 2007" hefur verið ótrúlega góður... ef frá er talin rigningin og útihátíðsgeðveikin nóttina eftir tónleikana. Sá rúmið mitt á Akueryir í fyrstaskiptið í hyllingum... ummm hvað það var gott að komast í þurr og hreyn föt.

Tónleikatnir vour æði! en nóg um það... ætla í sund, svo út að borða og í bíó með ferðafélögunum... og koma svo heim á morgunn.

p.s. það verður grillpartý í garðinum hjá mér um verslunarmannaheldinga... stund og dagur tilkynntur síðar...


miðvikudagur, júlí 19, 2006

Farín í sumarfrí eftir... 1klst og 24 mín.

Í tilefni af því að ég er að fara í sumarfrí ætla ég að byrta veðurspanna fyrir næstu daga...


ok... sést illa svo hér er slóðin....

Já, hún er kannski köld... en það er aldrei kallt í sundi!

Vá, hvað ég er heppin.... nema náttúrulega þessi verður spá sé jafn áræðanleg og mbl.is spáin sem er örugglega frá því í fyrra, því hún er alltaf vitlaus...

Annars fer ég heim til Reykjavíkur í kvöld og þið getið fundið mig í hengirúminu ef þið hafið einhvern áhuga á að tala við mig... Hvað segjiði annars, hvað á að gera um helgina?

sunnudagur, júlí 16, 2006

Myndablogg

Myndina sendi ég

fimmtudagur, júlí 13, 2006

Myndablogg

Myndina sendi ég

mánudagur, júlí 10, 2006

Opinberað leyniblogg....

Bríetur opna sig fyrir umheiminum....

Lesið allt um það hér....

Annars var útlandaferðin mín skemmtilegri en ég átti vona á, og mun sólríkari en veðurspáin... en ég er farin að taka álika mikið mark á þeirri spá og stjörnuspánni...

sunnudagur, júlí 09, 2006

Myndablogg

Myndina sendi ég

laugardagur, júlí 08, 2006

Myndablogg

Myndina sendi ég

Myndablogg

Myndina sendi ég

Myndablogg

Myndina sendi ég

Myndablogg

Myndina sendi ég

Myndablogg

Myndina sendi ég

þriðjudagur, júlí 04, 2006

Vei.... ég er að fara til útlanda...


En það verður greinilega ekki sérstaklega spennandi veður.... af hverju er ég svona óheppin? Vona að Davíð verður skemmtilegur og að ég fái ekki samviskubit yfir að eyða fullt af peningum í vitleysu.... annars verður þessi ferð ömó... og verður kölluð 5 dagar í blautu helvíti... Eini plúsinn er að ég fer örugglega ekkert út á miðvikudaginn, heldur rölti bara milli véla og flugvalla... svaka stuð.

fimmtudagur, júní 29, 2006

Myndablogg

Myndina sendi ég

miðvikudagur, júní 28, 2006

Myndablogg

Myndina sendi ég

þriðjudagur, júní 27, 2006

Æ, ég valdi rangt...

You Should Get a PhD in Science (like chemistry, math, or engineering)
You're both smart and innovative when it comes to ideas.
Maybe you'll find a cure for cancer - or develop the latest underground drug.

mánudagur, júní 26, 2006

Myndablogg

Myndina sendi ég

Lastu Blaðið á laugardaginn?

Sjáuðu mig á bls. 4

Ok, myndin er ekki góð á netinu en ég er nú frekar fúl að hann skuli ekki sagt að hann vildi mynd... þessi er svoooo gömul.... fólk gæti haldið að ég hafi ekkert breyst á öllum þessum tíma... (sem er kannski smá rétt)... en allavegna... já, innihaldið var ágætt, þó svo hann hafi ekki tekið tillit til allra athugasemdanna sem ég gerði við beinar tilvitnair í mig. Sérstaklega slæmt þarna í fyrstu tilvintun... æja, en þetta er búið og gert... og reyni bara að tekki tala um þetta með hlutastöfrin næst... því hér er það auljóslega sökudólgurinn... sem mér finnst vafasamt að gera hann að. Æ, svo ætla ég bara að vara montin af þessu... mar er alltaf eitthvað að kvarta og sér ekki hvað mar er líka dugleg...

Ef ég væri hvalur...

Grímsey

sunnudagur, júní 25, 2006

föstudagur, júní 23, 2006

Bílskúrinn hans afa

Já, það sést bara nokkuð vel hvað hann hefur að geyma... og hversu mikið hann er notaður!

fimmtudagur, júní 22, 2006

Verð bara að blogga fullt í dag...

Get ekki hugsað mér að stara upp í blóðugt klofið á valda í hvert skipti sem ég opna bloggið mitt...

Sumar fríið mitt verður eftirfarandi: Kem heim að kvöldi dags 19. júlý (sem er miðvikudagur) og fer aftur norður að modni dags 10. ágúst (sem er fimmtudagur)... kem svo aftur suður daginn eftir og verð yfir helgi... Vona að sem flestir verði í sumarfíi á sama tíma og ég lofa að breyta þessu ekki aftur... það er komið nóg!

Annars sá ég listflugvél í gær, fara hér einhver heljarstökk yfir bænum.... var næstum búin að gubba... Þetta fólk er klikkað....

Já, og svo eigum við ástkæri eginmaður minn fjagra ára hjónavígslu afmæli á morgunn... og við erum sko búin að finna fullkomna leið til að halda upp á það....
Við förum á þessum báti.... hingað! Nema náttúrulega þessi æðislega veðurspá gangi ekki eftir. (Sjáið laugardag og sunnudag)...

mánudagur, júní 19, 2006

Myndablogg

Myndina sendi ég

Myndablogg

Myndina sendi ég

Myndablogg

Myndina sendi ég

Myndablogg

Myndina sendi ég

Myndablogg

Myndina sendi ég

sunnudagur, júní 18, 2006

konan með ljáinn

Mannfræðingur að störfum... ekki trufla...

Rosalega var þetta gaman og skot gekk, er að hugsa um að henda bara rafmagns ofrinu sem gerði sko ekkert gagn hliðin á þessu trylli tæki. Ég hinsvegar hled að þetta sé algjör dauðagildra og tókst mér að skera eina kisu í loppuna... sem var frekar vandræðalegt því sami karlinn átti orfið og ljáinn... og kötinn... grei Lotta... En hún sést þarna í bakgrunn... áður en ég skar af henni fótinn.

laugardagur, júní 17, 2006

Myndablogg

Myndina sendi ég

föstudagur, júní 16, 2006

Myndablogg

Myndina sendi ég

fimmtudagur, júní 15, 2006

Sjáiði þetta....


Var að vafra og sá þetta.... gaman hvað ísland er lítið...

já og þessi er orðin gamall.... en samt alveg eins... eins og rifjast vel upp þegar mar horfir á eftirmiðdags-tv-ið... og rosalega fannst manni hann sætur þá... minna núna...

Jæja... best að blogga....

En Silja stal blogg hugmyndinni minni svo þið getið bara lesi um jafnréttið sem við sá á förnum vegi í dag á hennar bloggi...

Annars fór ég í sund með nýju sundgleraugun mín... svaka flott. Ég er alveg svaka gella með þessi gleraugu og er að fatta til hvers þau eru... held að ég hafi átt hin síðan í menntó, þannig að það var kannski ekkert skrítið að teyjan gaf sig og að þau geru ekkert gagn. Sé ógó vel í kafi og kafa og kafa... vei... Það var svo gaman að synda með þessi gleraugu að ég synti heilan kílómeter!!! Svaka sæt í sólinni með nýju gleraugun... en svo var gamnið búið. Ég fer uppúr og fer í sturtu... kíki í spegil og sé að þessi klst. hefur gert skrokknum gott... ég á kannski séns að vinna brúnkukeppni sumarsins! Vei... en svo kíki ég framan í mig og fæ eiginlega áfall. Ég lít út eins og ég hafi ekki sofið í viku! Svaka baugar... vonaði að þetta væri bara svona sogfar eftir gleraugun... en núna, soltið mikið seinna er ég nokkuð viss um að sólin hafi gert mér ljótan grikk. Verð sem sagt stíf máluð á morgunn...

Já og alveg rétt... fyrir ykkur sem eruð að ráfa og hafið ekkert að gera....

Má ég kynna ykkur fyrir Gulla... hann er flugfreya... og einn skemmtilegast bloggari sem ég hef kynnst lengi...

miðvikudagur, júní 14, 2006

sunnudagur, júní 11, 2006

Myndablogg

Myndina sendi ég

laugardagur, júní 10, 2006

Myndablogg

Myndina sendi ég

föstudagur, júní 09, 2006

Myndablogg

Myndina sendi ég

Æ fleiri unglingstúlkur láta minnka kynfæri sín... oj,bara, hvað er að fólki!

laugardagur, júní 03, 2006

Myndablogg

Myndina sendi ég

Myndablogg

Myndina sendi ég

föstudagur, júní 02, 2006

Myndablogg

Myndina sendi ég

Góð þakkar ræða

Af ruv.is:

Mannfræðingur fékk hvatningaverðlaun
Agnar Helgason mannfræðingur hlaut í vikunni hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs. Verðlaunin eru stærstu vísindaverðlaun hér á landi, tvær miljónir króna, og eru veitt ungu rannsóknarfólki fyrir framúrskarandi rannsóknir og framlag til vísinda og tækni hérlendis. Þeim er jafnframt ætlað að hvetja vísindamenn til frekari dáða.
Doktorsverkefni Agnars fjallaði um uppruna Íslendinga og ólíkan uppruna kvenna og karla í landnámshópnum. Hann starfar nú hjá Íslenskri erfðagreiningu þar sem hann stýrir rannsókn á erfðasögu Íslendinga. Agnar starfar einnig við mannfræðiskor Háskóla Íslands. Fimmtán einstaklingar voru tilnefndir til verðlaunanna, allt karlar. Agnar gagnrýndi þetta í þakkarræðu sinni.

Fíla svona fólk!!! Hann er maður dagsins hjá mér í dag... Var hann ekki að kenna líffræðilega mannfræði?

fimmtudagur, júní 01, 2006

Myndablogg

Myndina sendi ég

Þetta geri ég í vinnunni...

Þetta er Silja, hún er líka betur þekkt sem byltingarsinninn... En það hefur borið á því í vinahópnum að upp hafi komið skelfing og ótti vegna viðurvistar ókunns einstæklings...
Ég vil hér með bjóða Silju velkomna sem kommennter á bloggið mitt og vona að þið takið hana í sátt...
Annað mál er svo hin fallegi bæklingur sem hún heldur á... fyrst alvöru afurð mín í þessari vinnu! Ví ví... og mér finnst hann ógó flottur....
Innihaldið verður byrt á www.jafnretti.is fljótlega... en ég vona að þið séðu öll dugleg að kíka þar inn þar sem skiptir öllu að fá sem flestar heimsóknir...
P.s. Kem í bæinn á eftir kl. 7... partý??...

miðvikudagur, maí 31, 2006

Sjáiði þetta...

Þetta er Gutti að gera í vinnunni...

Klikkist...

þriðjudagur, maí 30, 2006

svona er amma sæt...

Við nutum sólarinnar hér fyrir norðan í dag... 17 gráður... ummm....
En svo var bara mystur yfir öllu... þannig að það var mest bara heitt...

miðvikudagur, maí 24, 2006

Myndablogg

Myndina sendi ég

Myndablogg

Myndina sendi ég

laugardagur, maí 20, 2006

Myvatnsævintýri

Flottur bíll... er að hugsa um að reyna að stela honum... bóndinn verður örugglega margar vikur að fatta það!

Annars er þessi ferð gífurlega vel hepnuð... því þó það sjáist ekki á þessari mynd erum við bæði sólbrend í framan eftir jarðböðin... nema þetta sé einhver ofnæmisviðbrögð eða tæring eftir efnin í vatninu...

Myndablogg

Myndina sendi ég

föstudagur, maí 19, 2006

Myndablogg

Myndina sendi ég

Besti brandari dagsins...

Ég er orðin ein mest skipulagða kona í heimi...

Mjög svo furðulegt allt saman... jú, jú... ég hef alveg verið dugleg að skipuleggja áður, en ég hef ekkert verið neitt sérstaklega dugleg að fylgja því eftir... skipulag hefur verið svona meiri viðmeiðun en regla, sem er ágætt... svona fexible sem er svo fínt í dag...

En núna er lífið allt öðruvísi... búin að vera hérna á Akuryeir með annan fótinn í hálft ár og útkoman er þessi geðveika skipulags frík, sem fer eftir skipulagin eins og það sé dauða synd að gera það ekki ... sem er alveg nýtt... ég veit hvar ég verð frá og með deginum í dag og þar til 25. ágúst! Þetta er eiginlega alveg hræðilegt... ekkert rosalega spontanius... glatað...

Enn að örðu hvað er eiginlega að Evrópu... er þetta lið húmorssnautt?

mánudagur, maí 15, 2006

Versta hugmynd í heimi...

Tekið af mbl.is:

Vél Iceland Express yfir Akureyri
Í dag kemur þriðja nýja vélin sem Iceland Express tekur í notkun á þessu ári. Þar með er lokið endurnýjun flugflotans og notar Iceland Express nú eingöngu MD–90 vélar frá svissneska flugfélaginu Hello. Í þessu fyrsta flugi mun vélin heilsa upp á Akureyringa og aðra Eyfirðinga í tilefni þess, að 30. maí verður fyrsta beina áætlunarflug Iceland Express frá Akureyri til Kaupmannahafnar.
Vélin mun koma yfir Eyjafjörð úr suðri og taka aðflug að Akureyrarflugvelli. Áætlað er að vélin verði yfir Akureyri kl. 14.32 í dag.

Djöfulsisns háfaði... ég hélt að það væir vél að hrapa eða einhver ansk... það var samt kannski gott að láta fólk vita af þessu, þannig að þetta yrði ekki eins og blindflugsprófið þar sem hálfur bærinn hélt að það væri eitthvað alvarlegt að flugvélinni sem gat ekki lent, þrátt fyrir ýtrekarðar tilraunir... á sólríkum sumardegi...

föstudagur, maí 12, 2006

Leyni gestur...Þessi kona er mér afar hugleikin í dag... og líka á morgun... Til hamingju með daginn og sústðu þessu á morgun! Góða skemmtun í partýinu og ég sendi þér 1000 kossa með bréfdúfum...

fimmtudagur, maí 11, 2006

Ferðir mínar raktar...Já, þegar þetta lítur svona út eru 14 lönd ekki mikið! Mér finnst nú samt svindl að N.Y. teljist sem öll USA... þegar mar sér þetta svona langar manni bara til að fara ferðast og bæta í sarpinn... eitt rautt svæði í öllum heimsálfum er eitthvað sem mar ætti að stefna að... hvað segjiði er einhver til í að koma til Víetnam, Pakístan, Braselíu, Madagastkar, Egiptalands, Delí, Kína eða Nýju Geníu í sumar. Já, eða kannski Rússlands... það er svo stórt. Þetta eru allavena nokkrir af þeim stöðum sem mig langar að fara á... þær byggjast ekki á neinum skynsamlegum rökum.

miðvikudagur, maí 10, 2006

Afmæli Markúsar....

Til hamingju með daginn litli bróðir...
Sikil ekki alveg hvað er að þessari mynd... hún barasta neytar að snúa rétt! En það er nú samt merkileg hvað þið eruð öll falleg á henni... einstaklega vel hepnuð mynd... mælist til þess að allir snúi tölvunum sínum bara á kvolf svo þið sjáið hvað þau eru sæt...
Myndina sendi ég

mánudagur, maí 08, 2006

Enn ein ástæaða fyrir því að ljósa rétt...


Að sumri skuli ekki vanda sig meira en aðrir...

föstudagur, maí 05, 2006

Gangurinn....

Jæja... uppbót fyrir séstvalla myndina... þó þessi sé ekkert skemmtileg...