mánudagur, febrúar 20, 2006

Já, ég þarf víst að útskíra...

Snjó myndin hefði getað verið tekin á friðsælum og notalegum vetrardegi... því rokið sést ekkert á þessari mynd... ég gat varla staðið og var alveg hvít allan hringin þegar strætó kom... klofaði svo snjó upp í klof á einum stað en annars náði hann bara upp að hjám... hummm hefði kannski átt að taka mynd þá... svona til að Emilía fái smá smakk af heimahögunum....

Myndin sem er tekin í höfða,,, er af henni Gerhardsdóttir og fleiri að framkvæma darag... og guðminngóður hvað ég hló... einn af bröndurunum var svona.... Einn karakterinn þarna vann í apóteki en það fór voðalega fyrir brjóstið á honum að afgreiða konur um kvennlegar vörur. Það var þarna ákveðin kona sem kom mánaðarlega í apótekið til að kaupa sínar og faldi hann sig alltaf þegar hún kom. Einn daginn var hann einn þegar hún kom og neiddist karlinn til þess að afgreiða hana um sínar kvennlegu vörur. Manar hann sig upp í að gera þetta almennilega og gegnur að búðarborðinu og segir hátt og skýrt: Má bjóða þér túrtappa? Konan svara neitandi en segist ætla að fá bómull. Karl þessi var fjótur og hugsa og svarar um hæl: Nú, bara farin að rúlla sjálf?
Mælí líka með þessum brandara... þó hann sé annars eðlis....

http://www.kvikmynd.is/myndband.asp?id=1986

laugardagur, febrúar 18, 2006

Myndablogg

Myndina sendi ég

föstudagur, febrúar 17, 2006

Myndablogg

Myndina sendi ég

fimmtudagur, febrúar 16, 2006

Beðið eftir strætó....

Á leiðina í vinnuna í morgun þurfti ég að vaða snjó upp yfir hné á tvem stöðum.... snjórinn smaug sér inn undir fötin með norðanáttinni... en ég var samt í pollabuxum og 66°N jakka... og það sást hvergi í bert hold... Þessi mynd gefur óveðrinu ekki góð skil en er í áttina... Svaka ævintíri... frítt í strætó og allt.... hér er víst frítt í strætó í óveðri...
Myndina sendi ég

miðvikudagur, febrúar 15, 2006

Húsið mitt....

Já, svona lítur það út götumegin... voða virðuleg villa.... ég er með gluggana 3 uppi og gegn inn um hurðina þarna til hægri.... Þetta er voðalega flott hús... að utan....

Í gær voru lögð á mig álög....

Í gær þá var ég hérna ein eftir í vinnuni og klukkan að vera 16:30 þegar síminn hringdi... ég svara svaka sæt, Jafnréttisstofa, Hugrún.... hinumeginn heyrast miklir skruðningar sem eru eins og úr hrillingsmynd. Ég segji... halló? og þá kemur rödd hinumgegin sem segir... Takk... og svo er lagt á. Rosalega leið mér furðulega.... ein um hábjartan dag á mjög vel upplýstum vinnustað... ég hefði alveg eins getað verið lokuð inni í draugahúsi ein um há nótt, þegar tunglið veður í skýjum, mér leið svo illa... Alla leiðina heim var ég að reyna að gleyma þessu en allt kom fyrir ekkert... alltaf þessi hrollur... veit samt ekki alveg hvernig þessi álög sem röddin lagði á mig eiga eftir að byrtast... kannski er það eitthvað gott... því takk er gott orð, kannski var það sagt í kaldhæðni... uuuuu... ég fæ bara hroll við að hugsa um þessa rödd...

Annars er ég búin að finna P&P... mamma er sökudólgurinn.... þessum mömmum er sko ekki treystandi.... hélt ég væri búin að spurja hana og tví spurja og þrí spurja eins og alla aðra í kringum mig...

miðvikudagur, febrúar 08, 2006

Fyrir ollu

Heimilið mitt....

Vegna fjölda fyrisspurna byrti ég hér með mynd af heimili mínu fyrir norðan... En eins og þið sjáið bý ég í draugahúsi... og drauga konan er að lesa ástarsögu sem hún fann á haugunum...
Verst hvað þetta sést illa... og hvað þetta gefur ranga mynd af heimili mínu... en ég lofa að taka betri myndir og setja hér inn... annars er himininn blár og sólin skín... ég vildi það væri ekki allt hvít og -10 gráður.... annars væri ég sko farin í sólbað... tralllala...

Myndablogg

Úps... verð að muna að snúa myndunum áður en ég sendi þær...
en þetta er það sem ég hef verið að dunda við í leiðinum mínum hér á hjara veraldar... þökk sé kassanum af ástarsögum sem við þóra hirtum í nytjagáminum hjá endurvinslunni....

föstudagur, febrúar 03, 2006

Afsakið.... sorrýýý.... elska þig enn...


Ég veit ekki hvað ég get sagt til þess að bæta þér þessi hræðilegu mistök upp.... það hefur engin fylgt mér jafn lengi í gegnum lífið... þú ert sá eini sem alltaf hefur verið á top5 og verður plastaður á listann... aðrir hafa komið og farið en ekki þú.... eins og Ethan Hawke, Christian Slater og John Travolta... æ, ég bara man ekki eftir fleirum sem hafa mist það...

fimmtudagur, febrúar 02, 2006

Olla nældi í mig...

Hér kemur það...

4 sjónvarpsþættir sem ég elska að glápa á:

Buffy... kemur annað til greina en að setja hana í fyrsta sæti.
Spaced... er ekki til einhver listi sem ég get skráð mig á svo að fleiri verði gerðir, Shaun of the Dead var samt alveg í stíl við þættina þannig að ég vona meira svoleiðs verði til...
Spítt-mæðgunarnar... áttaði mig allt í einu á því að ég saknaði þeirra...
Bones... nýja uppáhaldið mitt...
æ... verð að hafa Pride and Prejudice með... annað væri svindl (p.s. ertu með þættina mína?)

4 kvikmyndir sem ég get horft á aftur & aftur:
Allar Reese Witherspoon, Kirsten Dunst, Renée Zellweger og Cate Blanchett myndir
ásamt öllum Colin Firth, Alan Rickman, Orlando Bloom og Keanu Reeves myndir
Bíddu er ég að gera eitthvað vitlaust....


4 heimasíður sem ég dinglast inn á daglega:

www.jafnretti.is - upphafssíðan mín... og vinnan mín... er alveg að fara opna nýja þannig ekki skoða þessa hún er ömó... læt ykkur vita þegar nýa er til... lofa....
www.tv.com - upplýsingar um andlit sem þú þekkir en kemur ekki fyrir þig eru fáanlega hér...
www.flugfelag.is - ok ekki daglega... en oft...
ég get svo ekki gert upp á milli vina minna en ég heimsæki nokkrar bloggsíður reglulega...

4 uppáhalds máltíðir:
mogunmatur
hádegismatur
kaffi
kvöldmatur.... eða hvað er verið að spurna um?


4 geisladiskar sem ég get hlustað á aftur & aftur:

Ákveðinn Whitney Huston diskur sem ég man ekki hvað heitir.
Benni hem hem... Benni hem hem... mér finnst þú æði...
Primal Screm - Skimadelica - ég á eitthvað furðulegt ástarsamband við þennan disk, sem ég kæri mig ekki um að skilgreinar.
Fyrsti Hjálmar diskurinn fær svo að fljót hér með þó svo að ég viti að ég ætti að segja Massiv Attac... en sá hefur góð áhrif á ást mína á eiginmanni mínum, þar sem þessi diskur (sem ég man ekki hvað heitir) var nýr þegar við byrjuðum saman... Trykkí líka en er ekki jafn oft í spilaran...

Annars er ég búin að hluta á ólöglega lagið með Silvi Nótt aftur og aftur og aftur... ef það væri á disk mundi hann aldrei vera tekinn úr geislaspilaranum.... gó Silvía!

4 sem ég "næli" í:
Þóra (ekki veitir af það næla í hana sem oftast), Þórður, Sigurgeir og Egill... veit samt ekki hvort einhver af þessu lesi ennþá blogg... en það kemur í ljós....

miðvikudagur, febrúar 01, 2006