sunnudagur, desember 26, 2004

Hæ... er ennþá net laus heima og hef slæman aðgang að netinu í vinnunni og er síminn er ekki ennþá kominn í lag... en verður 519 8696 þegar þar að kemur... en mér er sama þó enginn hringi nokkurn tíman í mig ef ég bara fæ netið... rosalega er leiðinlegt að ekki geta farið MSN og ekki kíkja á T-póstinn og ekki skoða blogg og ekki moggan og ekki fletta upp leikurum og bíómyndum og öllu hinu sem ég þarf að vita núna... ég er barasta að verða vitlaus af þessu tengingarleys og Gutti minn er að verað viðþolslaus af spila leysi... þannig að ég vona að við fáum netið fljótlega eftir áramótin... 2005 here I come....

þriðjudagur, desember 14, 2004

Hef bara engann tima til að vera að blogga eða netast yfirhöfuð en verð komin með netið heim eftir viku-tíu-daga eftir að ég fæ síma.... sem verður opnaður erftir viku-tíu-daga... þannig að ég verð ekki mikið hér á ferð fyrr en eftir 2 vikur upp til 2o daga...

fimmtudagur, desember 09, 2004

Ég bara varð

þetta er eitt af því finnnnnnndnasta sem ég hef séð og varð bara að deila þessu með ykkur hinum!!!

http://www.string-emil.de/


Það hefur komið upp mjög svo furðuleg ritstjórnarstefna hér á þessu bloggi mínu... það er ekki lengur ég sem ræð því hvort hér verði bloggað eða ekki.... einhverra hluta vegna vill blogger ekki hleypa mér inn hvenær sem er og ég verð því að láta mér linna að blogga og kommenta hjá öðrum þegar blogger henntar.... skil ekki alveg hvað er að gerast en þetta hefur kannski eitthvað með það að gera að ég hennti auglýsingunni sem var á blogginu mínu í ruslið! He he (íllur hlátr með bakföllum)....

Annars er ég að fara að flytja á morgun!!!! Öll aðstoð vel þegin... en ég held að ég máli fyrst og flyt svo en kannski nennum við ekki að mála og flitjum bara..... það kemur í ljós á morgun, fer eftir veggjunum þegar íbúðin er tóm.... það er aldrei að vita hvað var þarna bakvið sófa. Svo er ég líka búin að fá atvinnu viðtal í Kennó, vegna stöðu verkefnastjóra... ég mundi alveg fíla að vera vekefnastjóri.... og ég væri örugglega góður slíkur stjóri... en það kemur í ljós hvort ég eigi séns í þetta djobb.... ef svo verður þá verður 2005 frábært ár!!!!

Svo verð ég bara að koma því á framfæri að kærastinn hennar Mjallar er barasta að gera lífi mínu mjög svo gott og vil ég hér með óska henni til hamingju með góðan feng. Fyrir utan það að vera sætu og skemmtilegur þá á hann á x-box tölvu sem alltaf getur verið uppspretta spennandi sjónvarpsefni ef mar vill ekki taka einn hring á brautinni en aðal málið er nú samt spilið sem hann kynnti mér fyrir. Hver vill koma að spila Katan? Ég verð að fá þetta spil í jólagjöf, ef ekki frá einhverjum af ykkur lesendum þá bara frá mér til mín!!!! Gó Frikki, Gó Frikki!!!! ég þarf að semja til þín óð...

og Þóra... ekki vera sár, því Sigurgeir er líka sætur og skemmtilegur og hann vinnur Friðrik því hann vill spila við mig!!!! En ef út í svona kapp er farið þá vinnur karlinn minn náttúrulega allt svona... því hann er skemmtilegastur, sætastur, bestur í öllum spilum og íþróttum, góðastur og elskar mig mest af öllu í heiminum.... og það toppar enginn.

laugardagur, desember 04, 2004

Já... endalaus hamingja....

Já... tralla la la la.... ég er svo glöð...

Stelpan sem ætlar að selja okkur íbúðina sína ætlar að afhenda hana fyrir jól!!!!!!!!!!!!!
Dagsetning er ekki alveg á hreynu enn þá en verður vonandi milli 15 og 20.... la la la.... tralla la....
oooo hvað verður gaman þá... nema það að ég hef engann tíma til að vera flytja því ég er alltaf að vinna!!!! Helvítis vinna... ekki einu sinni jólafrí!!!! En fæ 99% álag á helgidögum sem þýðir fullt af peningum til þess að eyða í fallegur íbúðina mína!!!! la la la... tralla la...

ooo, já jólaskapið og gleðin ríkir hér hjá mér eins og er....

En best að fara að klæða sig í föt því ég er að fara í spennó matarboð til Þuru og Þórðar... og hitti þar Eldar og Evu... og fáum mat sem þórður eldar... sá matur er alltaf spennandi og góður, þó það sé ekki frumlegri grunnur en pizza.... hann er barasta snilli í eldúsinu, drengurinn sá!!!!

la la la

mánudagur, nóvember 29, 2004

Jóla, jóla, jól....

Já, þá eru þau barasta að koma,
Fyrsti í aðventu í gær og jólaljósinn öll að tínast á sinn stað, verst að snjórinn er farinn...
Mig langaði svo að gera jóla legt hjá mér en finn ekkert af jóladótinu mínu, því allt sem ég á er ennþá í pappakössum og í þeim fynnst aldrei neitt! ooo hvað ég er búin að fá leið á því að búa í pappakössum! Allt dótið mitt er í pappakössum og er hálf óaðgengilegt í geymslunni hjá mömmu og pabbba.... og búð að vera þar í meia en ár... ætli ég áliti þetta allt ekki vera bara rusl, sem var bara ruggl að geyma þegar ég loks fæ að taka það upp!
ooo mig hlakkar svo til, mig hlakkar svo til.... að flytja... en fyrst koma jólin, svo olla, svo áramót, svo janúar.... og svo febrúar!!!!! Tíminn líður svo hratt þessa daganna (ef næturvaktirnar eru ekki taladar með) eftir að ég byrjaði að vinna að feb verður barasta kominn eftir örskot....

Annars var ég að horfa á the grudge í gæri... í X-boxinu hans nýja kærastans hennar mjallar, hún var þokkalega ógeðsleg og ég gat bara ekki sofnað út af henni.... held það hafi aðalega verið atriðið þar sem ógeðs barnið er allt í einu komin upp í rúm og byrtist undir sænginni...(ekki undir rúmi eða við fótagafl heldur undir sænginni!!!!) verð bara að segja að mér finnst að hrillings myndir eigi ekki að láta hluti gerast á svona heilögum stöðum... eða kannski.... það sem gerir þessa mynd svona góða.... það verður allt ógeðslegra ef það er á svona heilögum stöðum... urr... get ekki hugsað um þetta, er ein heima...

föstudagur, nóvember 26, 2004

Enalausar nætur....

Já og ég er mætt á eina næturvakt en...

Það er svo skrítið að tíminn virðist barasta standa í stað... tímaskinið segir manni að það sé allavena liðnar svona tíu mín en svo kíkir mar á klukkuna og þá eru bara liðnar tvær... með þessu móti reyknars mér að nóttin verði fáranlega lengi að líða... ef x er það sama og 10 og 2 þá hættir tíminn að líða.... bla...

Annars er ég búin að reyna að stytta mér stundir með ýmsum hætti og í nótt er ég búin að lesa síðastu tvö árin af timaritinu Ordfront (sem má fá upplýsingar um á http://www.ordfront.se/) og ógeðslega er þetta gott blað!!! Mig langaði barasta að lesa allt sem kom þarna fram... og kaupa allar bækurnar sem verið er að gagnrýna, er samála allri samfélags gagnrýni sem fram kemur og já... mæli með þessu! Ég er barasta svo anskoti lengi að lesa sænskuna... og les hraðinn fer hrakandi eftir því sem að tíminn líður.... núna er klukkan 4:36 og sænsku heilastöðin er farin að sofa... þannig að ég ætla að geyma mér þau blöð sem eftir eru til betri tíma... ég vildi eiginlega óska að hér væri einhver andvaka eða allavena vildi vatns glas þannig að ég hefði eitthvað að gera!

óver and át...

fimmtudagur, nóvember 25, 2004

Jaja... draumur minn og martröð rættust á sama tíma... síminn hringdi að lokum þarna fyrir 22 dögum og ég fékk vinnu á spítalanum og fyrr en varir mætt á næturvaktina kát og glöð yfir öllum peningunum sem ég mun eignast. Ég er líka búin að bæta í hin óendanlega brunn af "usless infó" sem ég ætla ekki að reyna að troða upp á ykkur hin. En oo hvað ég vona að ég fái fljótlega einhverja aðra vinnu... ég nenni ekki alltaf að vera hjálpleg og góð... sérstaklega ekki þegar fólk er að gubba... þá vil ég bara gubba líka... ojbara....

En það sem mestu skiptir er að aðal draumurinn rætist, bíð náðum að kaupa drauma íbúðina!!!! og ég er alveg tilbúin að fá borgað fyrir að hjálpleg og góð í smá tíma en í skiptum fyrir hana... en bara smá tíma... ég ætla að hætta strax og karlinn er búin að finna sér jobb ef ég verð ekki komin með eitthvað skárra þá....

æ, kúkur og piss...

góða nót.

þriðjudagur, nóvember 02, 2004

í dag....

Já, í dag er margt sem á að gerast... aðalega sit ég hér og svitna, og bíð og vona... ég er nefnileg að bíða eftir því að einhver kella af lansanum hringi í mig og segji "já, heirðu þú mátt bara mæta hér í vinnu á mánudaginn og ég ætla að láta þig fá fullt af peningum og þú mátt bara koma núna og skrifa undir samninginn og fara með hann á launadeildina og fara í greiðslumat svo þú getir eignast dreuma íbúðina þína, og og svo máttu auðvitað hætta þegar þú villt, því ég veit að þetta er ömrleg vinna". og ég bíð og vona... svo hringir síminn og ég fæ takí kardíu (hættulega hraður hjartsláttur) en þá er það bara Mjöll... hæ hvað ertu að gera.... farðu í rassgat... Svo hringir síminn og ég ætla ekki að láta æsa mig upp út af engu held ró minni... en viti fólk... óþekt númer byrtist á skjánnum!!! og ég þvílikt glöð aftur komin með takkí kardíu og svitinn lekur af spenningi.... "hæ þetta er perla, bla bal bal...." og ég veit ekki hvernig ég eigi eftir að lifa þennan dag af... ég er búin að vera með hnút í maganum síðan á fimmtudag þegar tilboðið var samþiggt.... og ekki hringir síminn....

fimmtudagur, október 28, 2004

Góðan daginn

Það er ekkert gaman að blogga þegar mar hefur ekkert að blogga um... ég er alltaf að gera fullt af engu og það er alveg rosalega gaman nema þegar komið er að því að sejga frá því... það er nefnilega ekkert hægt að segja frá engu...

Ég dag er ég til dæmis búin að lesa einn kafla í Veröld Soffíu... með morgun kaffinu sem eiginmaðurinn fræði mér í bólið. Ummm... það er svo notó.... svo drullaði ég mér á fætur seint og síðar meir... borðaði disk af K-kornflexinu fyrir mergrunarsjúklinga og hékk á netinu í atvinnuleit sem skilaði engum árangri. Svo las ég fréttablaðið... og ég vil hér mæla með Bakþönkum Jóns Gnarr... og já, Jón, ég fyrirgef þér... og hlakka til að kynnast nýjum og betri manni.

Æ... þetta er kannski skemmtilegra en að vera með niðurgang á indalndi... en ekki sérstaklega viðburðar ríkt....

fimmtudagur, október 14, 2004

Þetta er ekki svo létt!

Já, nú er litla lúðan að reyna að koma sér upp sínu eigin bloggi en það er ekkert svo létt...