mánudagur, ágúst 20, 2007

Ég er búin að stofna hljómsveit...

Hún hefur ekki hlotið nafn og meðlimirnir vita ekkert að þeir séu í þessari hljómsveit... en þetta er fyrsta koverið þeirra:

föstudagur, ágúst 17, 2007

Var að klára Harry Potter...

og er því orðin viðræðuhæf vaðandi stórbókmenntir aftur.

Púff...

miðvikudagur, ágúst 15, 2007

æ... ég hef vanrækt ykkur svo...

En ég geri fátt annað þessa daganna enn að prjóna og sova ælta ég ekki að fara að leggjast í miklar útlistingar á lífi mínu... ég deyli bara með ykkur nokkrum góðum myndum sem ég fann í símanum mínum í staðinn... sumar eru nýjar aðrar eru gamlar, en allaru þær góðar...


Járnsmiður á miðaldamarkaði á Gásum... voða krafta kona!


Set þessa fínu mynd af Gutta til að minnast bestu kjötsúpu sem ég hef fengið... eða með þeim betri allavegna... Varst að hópmyndin af okkur öllum, Þuru, Þórði og Dúa, Þóru og Sigurgeir er rosalega úr fóckus...


Þóra og geit... voða sæt...


Voða gaman á skíðum síðasta vetur.


Rissessu vegsumerki í höfuðborginni.


Ætli það sé svo ekki best að enda þetta á mynd af sönnum íslenskum karlmönnum!

föstudagur, ágúst 03, 2007

Það er bara allt að gerast...

Goldfinger og Strowberries "lokað" í sömu viku! Löggan er aldeilis farin að taka til! Vonandi verða þessi leyfi ekki veitt, og vonandi er nektardansstaðirnir ordnir að ljótum kafla í íslandssögunni sem er nú að líða undir lok... það má alltaf vona og vera bjatsýn... það hefur sýnt sig í þessari viku að ekki er ástæða til að örvænta fyrir femínista þessa daganna... það er líka komin þessi æðislegi femínisti í brúnna á Jafnréttisstofu, mér hlakkar til að vinna með henni! Vá, hvað það er gaman að vera femínisti í dag....