laugardagur, mars 31, 2007

Framtakssemi.... alveg að drepa mig

Já, það er nú það... ykkur er farið að vera óhætt að mæta í heimsókn án þess að vera búin að tæma blöðruna áður en þið komið...


Ég ákvað svo að herma eftir Gunnillu og setja upp nýjar gardínur í sturtunni... svo nú á ég eiginlega alveg nýtt baðherbergi... na na na na na... já, og ef þið hafi ekki séð nýja vaskinn þá verðiði bara að koma í heimsókn.... nýtt bað fyrir undir 20.000 kr. er barasta nokkuð gott.


Að lokum vil ég deila með ykkur þessar fallegu mynd úr fjárhúsinu á Tegi. En ég er hrædd um að kyndurnar séu ómennskar... jafnvel ó jarðneskar... er hálf hrædd um hjónleysuna þarna fyrir norðan...

mánudagur, mars 26, 2007

Bloggleiði

Ég sem var glöð að hafa öðlast vald yfir eigin bloggi aftur... verst hvað ég er eitthvað blogg tóm og hef ekkert að segja... er á fullu að auglýsa bleika búmmíhanka og geri það hér með líka hér... ætla svo á þennan fyrirlestur í hádeginu...

Já og svo er ég að fara að flytja mitt annað heimili og ætla að gerast raðskona í sveit. Mig hlakkar voðalega til og vona að tilvonandi sambýlingar mínir finnist þetta spennandi líka... lofa samt að ráðskast bara með matseld... enda hef ég ekkert vita á neinu öður sem fram fer í sviet. Vona bara að vinnutilhögunar samningar verði ræddi fljótlega...

Já, og voruði búin að heyra um nýja starfsmanninn? Rosalega líst mér vel á þetta... gó Hjálmar!

Jæja... ætla að fá mér meira kaffi... þó svo að það sé voðalega vont hérna í Akademíunni.

fimmtudagur, mars 15, 2007

Afsakið hlé...

Já, ég er bara búin að vera hund lasin síðan ég fattaði hvernig ég átti að komast inn á bloggið mitt aftur... guð, hvað það var pirrandi...

Horið er farið að létta og ég er farin að heyra betur og finna likt, já og það mikilvægasta þá er bragðskinið farið að gera almennilega vart við sig aftur... ég get þá farið að færa mér í nyt allt þetta sem ég er búin að læra í veikinum mínum....

Já, læra... því skemmtilegasta stöðin á sjónvarpinu mínu er bbc food
Þarna hef ég hitt aftur gamla vini og eignast nýja... Michael Smith, Jamie Oliver og aðvitað Tína með enska útgáfu af MAT og segjir ekki Jatte gott... en jafn skemmtileg fyrir því...

föstudagur, mars 09, 2007

Ég komst inn á bloggið mitt!

Loksins... er búin að reyna og reyna...

Annars er bara í mér föstudagur... og athafna semin eftir því...

og takk fyrir í gær öll!