föstudagur, janúar 07, 2005

sit hér með hita og hor...

Jæja... 2005 byrjar vel eða þannig....

Fyrst vil ég byrja á því að leiðrétta símanúmerið mitt... sem er 517 8696... en ekki hitt sem ég var búin að skrifa....

Ég er sem sagt veik og er búin að vera veik það sem er af þessu ári... fór í vinnuna í 2,5 klst í gær og fór heim skjálfandi og sveitt þegar hitinn helltis yfir mig... nú er ég komin á lyf sem heitir eitthvað sterkar... það hlýtur að drepa þennan anskota... ég nenni þessu ekki lengur. Fyrir utan það að eiga enga veikindardaga inn því ég var búin að nota þá.... þá er þetta fariði að verða soltið gamal djók. Hef reyndar Da Vinci lykilinn sem er að endast mér nokkuð vel en verður örugglega búinn eftir daginn... og líka 24 sjónvarpsþættina, 3 sería... en það er ekki mikið eftir af henni heldur...
Djakk Báver er nýja uppáhálsd "gera grín af karakter í sjónvarpi" hjá mér, tekur við af Grís Grissham í CSI sem hefur haldi sínum sessi aðeins of lengi. Djakk er svo kvalinn karlmaður af ranglæti heimisns, rétthugsandi og sjálfsfórnarfús og allt sem sannur karlmaður þarf að vera... hin sanna hetja!!!! Getur gert það sem þarf for the greater good!!!! þó það snúist um píntingar og morð, sem eru bara smá mál í hand augum... hvað getur mar gert annað en elskað þennan mann sem fórnar öllu fyrir okkur hin, án þess að við vitum af því.... ég bara spyr???

Ég var svo líka að fá prófskiretinið mitt frá sverige... en það var vitlaust... samtkvæmt því er ég komin með annað ba próf... sem mér er sama um... hvar er masterinn minn...
Við nánari athugun eru hinir fylgipappírarnir réttir... Anders sem gerði þetta hlýtur bara að hafa verið sofandi þegar hann gerði sjálft prófskirteinið... helv. að þurfa alltaf að fá eitthvað svona rugl...

Svo fékk ég gefins þvottavél.... vá gaman gaman... en nei.... hún var ónýt.... vei....

Já og svo er það netið sem virkar mjög svo takmarkað!!!! Eða varla í útlöndum! Hvað er gaman við að komast á íslenskar heimasíður.... og hvaða bull er það að auglýsa frítt dávnlód ef að mar kemst svo ekki einusinni inn á heimasíður í útlöndum... hvað er það.... ég bara spýr... mæli sem sagt ekki með Hive þessa daganna....

Jæja.... þetta er örugglega sænskasta bloggfærslan mín ever... því í dag er allt eitthvað svo jobigt... á alveg einstaklega sænskan máta... Þetta helv. væl er svo leiðinlegt að ég er að hugas um að hætta núna....


1 ummæli:

daggaponk sagði...

æ dúlla