miðvikudagur, mars 23, 2005

ooo... ég er svo södd ég held ég sé að deyja.... venjulega er þessi tilfinning eitthvað sem hellist yfir mann eftir kvöld mat og finst mér frekar furðulegt að annan daginn i röð upplifi ég þessa góð/vondu tilfinningu og klukkið ekki orðið 2...

Í gær var það baunabuff með hnetusmjörs/döðlu sósu í mötuneyti starfsfólks HÍ. Í dag var það svo Vegamót með Þórði og Þuru, í matinn var satay kjúlla sallat... þetta hefði nú verið góður hádegismatur ef ég hefði farið á fætur um 8 jafnvel 9 en þegar mar drullast ekki fram úr fyrr en um 11:30 og borðar svo þessi líka bísn í morgunmat þá er mar bara með magapínu það sem eftir lifir dags.... ooo hvað ég á eftir að varða rosalega svöng á eftir...

Annars er ég mjög svo hamingjusöm í dag, fékk kaffi í rúmið, fékk að snúsa eins og ég vildi, út að borða í morgun mat, sólin er að gæast fram og lóan er komin! Vorboðin ljúfi!!! Núna getur það ekki klikkað, vorið er komið!

æ, best að fara að vinna....

Engin ummæli: