föstudagur, september 29, 2006

Allir krakkar vaðandi í klámi...

Grípandi titill á grein í DV, í dag...
Greinin er nú samt betri en titillinn og gaman að DV taki upp svona umræðu. Er samt ekki viss um að myndin af mér þarna undir titlinum verði mér til framdráttar... Ég fór svo hrikalega hjá mér þegar ég sá þetta að ég varð öll rauð í sjoppunni... og er enn rauð held ég. Greinin fjallar um niðurstöðu rannsóknar á ungu fólki og klámi sem má sjá hér...

Annars er Gutti með mestu tannpínu í heimi og er orðin eins og ofvaxinn hamstur í framan... komin á 3 verkjalyf og tvö fúkkalyf... vildi að ég gæti myndabloggað svo þið gætuð hleygið / grátið með mér... Ég er því hjúkrunarkona það sem eftir er dagsins...

Engin ummæli: