þriðjudagur, nóvember 07, 2006

Bloggaraleti...

Já, það hefur gripið sig einhver gífurleg bloggaraleti hjá okkur öllum... Höfum við ekki legnur neitt til þess að pirrast / gleðjast yfir, monnta okkur af eða kúka á?

Ég ætla að taka hér á skarið og blogga í dag... í tilefni dagsins. Ég hélt að það ætti að vera svo erfitt fyrir konur að verða 30 ára... en ég verð nú bara að segja það að ef restin af árinu verður eins og dagurinn í dag (með þeim fyrirvara að það er ekki komið hádegi) þá er ég bara nokkuð sátt... Hef ekki vaknað svona fersk í langan tíma. Snúsaði bara 4 sinnum! Ég sem get snúsað í klukkutíma... Ég barasta svaf ógó vel, sem gerist ekki oft þegar Guttalingur er ekki nærri... vona samt að þetta þýði ekki að ég sé búin að venjast því að sofa annarstaðar, því ég kæri mig ekkert um svoleiðis vitleysu.

Æ, best að vinna eitthvað, fæ víst ekki borgað fyrir að vera glöð og úthvíld á afmælisdaginn...

3 ummæli:

sigurgeir sagði...

gleðilegt þrítugsafmæli

Silja Bára sagði...

fer fertugsaldurinn enn jafn vel með þig?

Nafnlaus sagði...

Hei, hún nær ekki fertugsaldri fyrr en 31. sko! Aldamótin voru 2001...