þriðjudagur, október 09, 2007

Hestaréttir með afa...

Já, þá er útlegðinni á Akureyri lokið. Mín er flutt aftur á steipuna. Ég á reyndar eftir að sakna ýmissa hluta úr sveitinni og vil því sína með þessari mynda hvað ég var orðin sveitó að lokum...

href="https://blogger.googleusercontent.com/img/b/R29vZ2xl/AVvXsEi09Cvyzij4_gEWA2ArFhl3Sxvz04tFvy_PdafMQxjes6k53QKaXG2lHFtGct9cNcAL6amB9MxG-ANd9_QDRdI1pG8rcDS8iSNlQTvJBAHosmeDJkviqAR7oZrU64EMnE4As4Ve/s1600-h/DSC00439.JPG">

Hér er búða að draga okkur afa Huga í dilka. Ég sé það núna að það var kannski heldur bjartsýnt af mér að halda að mér yrði ekki kallt í þessum jakka, bumban bara stendur út meira en ég áttaði mig á... Takk fyrir lánið á flísinni Garðar, án hennar hefði ég orðið úti!

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæhæ
þín er einnig sárt saknað hér, Garðar reynir að ræða við mig um veðrið og Tommi liggur fyrir framan herbergið þitt gamla.
Annars er allt gott að frétta hér, búin að smakka á kjötinu okkar og höfum aldrei smakkað jafn gott kjöt.
knús til ykkar allra, fæddra og ófæddra

kveðja úr sveitinni

Hugrún sagði...

æ, ég sakana ykkar líka! Guð, hvað mig langar að smakka kjötið ykkar! Vildi ég gæti bara skroppið í mat.

Knús