föstudagur, nóvember 26, 2004

Enalausar nætur....

Já og ég er mætt á eina næturvakt en...

Það er svo skrítið að tíminn virðist barasta standa í stað... tímaskinið segir manni að það sé allavena liðnar svona tíu mín en svo kíkir mar á klukkuna og þá eru bara liðnar tvær... með þessu móti reyknars mér að nóttin verði fáranlega lengi að líða... ef x er það sama og 10 og 2 þá hættir tíminn að líða.... bla...

Annars er ég búin að reyna að stytta mér stundir með ýmsum hætti og í nótt er ég búin að lesa síðastu tvö árin af timaritinu Ordfront (sem má fá upplýsingar um á http://www.ordfront.se/) og ógeðslega er þetta gott blað!!! Mig langaði barasta að lesa allt sem kom þarna fram... og kaupa allar bækurnar sem verið er að gagnrýna, er samála allri samfélags gagnrýni sem fram kemur og já... mæli með þessu! Ég er barasta svo anskoti lengi að lesa sænskuna... og les hraðinn fer hrakandi eftir því sem að tíminn líður.... núna er klukkan 4:36 og sænsku heilastöðin er farin að sofa... þannig að ég ætla að geyma mér þau blöð sem eftir eru til betri tíma... ég vildi eiginlega óska að hér væri einhver andvaka eða allavena vildi vatns glas þannig að ég hefði eitthvað að gera!

óver and át...

1 ummæli:

Haraldur sagði...

Noh, bara búin að segja þig úr samfélagi við manninn þinn. Næturvaktir eru verkfæri djöfulsins.

Kv,
Halli