þriðjudagur, mars 07, 2006

Yesss.....

Spíttmæðgurnar mæta aftur í kvöld.... víí.... veit ekki afhverju ég saknaði þeirra en þær eru hjartanlega velkomnar aftur... Hvað skyldir gerast ná mamman og hann með húfuna saman, hvað verður um Dean, eru amman og afinn í alvöru skilin? Vá hvað ég man ekkert hvað var að gerast í síðustu seríu....

5 ummæli:

kaninka sagði...

oh jesús hvað er það með þessa þætti. ég hata þá en samt...
ég hata lórilei meira en flensuna. Amman er best, en samt eitthvað svo glatað.

Nafnlaus sagði...

ég veit hreinlega ekki akkuru ég horfi á þetta heldur mér finnst þetta samband milli pjúkilei og dóttir hennar svo ógeðslega úrkynjað að mig sundlar í hvert sinn sem ég glápi á þetta....amman er skemmtileg og svo held ég að þessir þættir hafi náð mér útaf sætum strákum..I am just that shallow..nei bíddu og þarna taugaveikluðu vinkonu hennar...ha ha ekki svo shallow eftir allt pjúff
mjöll

Olla Swanz sagði...

sætum strákum..... mikið djöfull finnst mér hann Dean-strákur ósjarmerandi og óboðhæfur henni Rory, sem ég held aftur á móti stundum að sé ástæðan fyrir því að ég horfi á þennan hroðbjóð - ég myndi ekki henda henni úr rúminu mínu. En annars er ég sammála ingunni um að þetta mæðgna-samband sé á mörkum almenns siðferðis

Hugrún sagði...

Skil ekki alveg hvað var að gerast í þessum þætti... held ég hafi ekki séð lokinn á síðustu séríu... skil heldur ekki alveg af hverju ég sakknaði þeirra... hum... á samt örugglega eftir að fylgjast mjög vel með.

Nafnlaus sagði...

þetta er ágjætur þáttur, ég hataði hann í byrjun en núna finnst mér hann skemtilegur. Hann er nú ekki skrítnari en Skrubs eða Malcom in the middle... ef þig skiljið hvað ég meina...