föstudagur, janúar 19, 2007

Ein utan við sig...

Ég er að hugsa um að blogga aðeins meira í dag... Það er búið að vera svo mikið að gera í vinnunni undanfarið að ég hef ekkert haft tíma til að hagna á netinu, skoða blogg og bull... svo allt í einu datt þetta aðeins niður (plííís sími, ekki hringja).

Þessi mikla vinna hefur haft mjög furðuleg áhrif á einbeintingu mína, nema kannski ef það er þetta hætt að reykja dæmi sem heldur fyrir mér vöku á næturnar, eða leið mín til að koma í veg fyrir það með því að fara í ræktina á hverjum degi.

Ég er allavegna eitthvað mjög útan við mig þessa daganna, fór í 10 11 til að kaupa mjólk á leið til Gunnhildar og Garðars um daginn, labbaði inn í búiðina, náði í mjólkina og gekk út... án þess að borga. Fattaði ekki fyrr en ég var sest í bílinn að ég ætti eftir að borga. Grey strákurinn í búðinn sagði, þegar ég kom inn aftur til að borga, að ég hafði verið svo eðlileg við þennan þjófnað að hann fattaði ekki einusinni að ég væri að gera eitthvað rangt, þó ég væri eini viðskiptavinurinn í búiðinn.

Í gær fór ég svo í ræktina, var heil-lengi að pakka í töskurna, hreyna brók, sokka, krem og þið vitið... svo mætti ég á staðinn með eingar buxur... sem betur fer hitt í konu sem ég kannast við sem var með tvær, svo ég þurfit ekki að fara aftur heim, ó hreyfð.

Svo í morgunn, fór ég á fætur og í vinnuna eins og alla aðra daga... nema það að þegar í vinnuna er komið fatta ég að ég er ekki með neitt með mér. Nema bíllykil... ekkert veski, enga aðra lykla... ekkert. Ég er hinsvegar með íþróttatöskuna frá því í gær... með öllu, nema buxum og handklæði.

Ég held ég varði að fara taka eitthvað inn við þessu.

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Oft er ,,utan við sig syndromið" fyrsta merki um þungun eða alzheimer. Hvort er það hjá þér?

Þura

Nafnlaus sagði...

Já Þura er Úrú að gefa okkur hint um eitthvað?

Fríða

kaninka sagði...

Að vera utanviðsig hefur enga þýðingu aðra en að maður er utan við sig!

...brók, þú sagðir brók, ég þekki þig ekki lengur, Þú ert ekki Hugga, einhver glataður norðlendingur hefur stolist inná bloggið hennar Hugrúnar vinkonu minnar og skrifað í nafni hennar!

kókó sagði...

Ef þú finnur töflur við þessu eða annað til inntöku MUNDU þá að láta mig vita......

Hugrún sagði...

Ég er líka farin að segja kók í bauk, bekkjaría og krínnnglan með hörðu g viðbættum þessum mörgu nnn um...

Já, ég þekki ekki mun á hægri og vinstri heldur sit alltaf sunnan megin í bilnum... ha ha...

P.s. þetta með töflurnar væri ágætt.

Fríða Rós sagði...

Er tad ekki lika merki um olettu eda alzheimer ad haetta ad reykja? Mer dettur allavega ekki neitt annad i hug. Nema kannski ad vera med barn a brjosti og tad held eg ad se ekki malid i tessu tilfelli.