mánudagur, júní 27, 2005

Ofnæmi.....

Já, eins og sumir vita þá fæ ég útbort þegar ég kem nálægt vatni en ég var hjá ofnæmislækni um daginn og hann tilkynnti mér að þetta væri ekki bara eitthvað klikk í húðinni á mér heldur væir þetta þekkt vandamál sem heytir aquagenic urticaria.... og svo var ég að gera það sem allir gera þegar það er eitthvað að þeim... ég gúglaði það.... tók langan tíma að stafa það er rétt en að lokum hafðist það.
og vitiði hvað.... samferða þessu furðulega vatnsofnæmi þá fylgir þessu oft ofnæmi fyrir kulda!!!! ég er ekki að djóka!!!! Alvöru ofnæmi fyrir kulda, með útbrotum og óþæindum sem hverfa við neyslu antíhisamína, eins og önnur ofnæmi! Vá, hvað hvað ég vona að ég þróa þetta ekki með mér! Gæti orðið innipúki dauðans... með læknisvottorð upp á að ég meigi ekki fara út.... eða svo bara búa við miðbaug.... hummm.... góð afsökun fyrir að verða að fara þangað.... En ég óheppin að vera íslendingur.


Vá, hvað Lotta litla er ekki að gefast upp... hún er búin að sitja fyrir utan gluggan og horfa á mig og taka svona frekju vælu köst í hálftíma. Nú er hún farin að klóra í úti dyrnar! Stelpan fær humar og ferskan fisk heima á hverjum degi og ég hef aldrei gefið henni neitt eða veitt henni nokkra athyggli.... hvað er eiginlega að þessum ketti. Örugglega haldin kvalarlosta....

Get ekki hlustað á þetta væl lengur... er farin til þóru.... yfir og út.....

Engin ummæli: