mánudagur, júní 13, 2005

Spéhræðsla....

Já, þið sem þekkið mig vitið að það er ekki vandamál sem ég þjáist af.... ég kann varla að stafa það. En ég verð að viðurkenna að ég er allt í einu orðin frekar spéhrædd gagnvart blogginu mínu.

Fyrir nokkrum dögum barst mér komment frá konu út í bæ, þar sem henni hafði verð bennt á eitthvða sem ég sagði hér.... og eftir að ég frétti að þetta væri til tals út í bæ, meðal kvenna sem ég virði og lít upp til ákvað ég að rítskoða sjálfa mig og eyða færslunni. Núna er ég svo meðvitðu um að einhver sem ég veit ekki hver er, er að lesa þetta bull sem engin á að sjá, hvað þá taka mark á.

Ég hef sem sagt þróað með mér einhverja spérhæðslu sem ég kann ekkert við. Þess vegna bið ég ykkur nú um að gefa ykkur fram og við getum rætt hugatka notun einhverstaðar yfir góðum kaffi bolla. En aðalega svo ég geti haldið áfram að láta dæluna ganga hér á netinu, fyrir framan allan heiminn án þess að nokkur viti.

1 ummæli:

Fríða Rós sagði...

Ég hef sjálf fundið fyrir blogg spéhræðslu. Ég væri sjálf löngu hætt að blogga ef ég væri í kringum fólk sem les ruglið í mér, það væri nóg að vera á Íslandi.
Í staðinn er ég næstum ekki í kringum neinn sem les íslensku svo ég er eiginlega í blogg helli hérna.
Vona að þú hafir nú ekki verið særð elsku Hugrún mín.