fimmtudagur, júní 02, 2005

Díp þrót bara kominn út úr skápnum....

þá er loxins hægt að spyrja hann afhverju hann valdi sér þetta nafn.... fannst útskýringin sem kom fram í Dick nokkuð góð og er frekar vonsvikin að sannleikurinn er kominn í ljós og hann var ekki tvær gagó stelpur með hass kökur.

Annars er ég byrjuð á fræðslu átaki þar sem ég er farin að velja mér að horfa meira á heimildarmyndir. Það versta við þetta er að mar fær meira og meira íllt í magann því meira sem mar kynnist ljótleika heimsins.... Sænska myndin Terrorister - en film om dom dömda mæli ég endalaust með.... viðtöl við krakkana sem voru handtekinn af víkingasveitinni í Svíþjóð eftir mótmælin í Gautaborg, 2001. En lögregla og dómskerfi landsins fór með þau eins og terrorista, sem er bara bull!

En það eru líka glætur inn á milli... mæli þessvegna í dag með myndinni The yes men
En djöfull eru þeir fyndnir.... Þeir byrjuðu á því að búa til plat heimasíður á netinu sem litu út alveg eins og aðrar heimasíður t.d. G.W. Buch og GAT. En breyta textanum og skilaboðunum en þannig koma þeir skilaboðum sínum á framfæri. Þetta hefur svo snúið upp á sig þegar þeir fá mail um að koma á ráðstefnur og tala fyrir hönd World Trade Organisation. Þeir ákvaða bara að mæta á staðinn með fyrirlestur þar sem þeir íkja og taka "to the extream" hluti sem gætu gerst eða gætu verið skoðannir starfsfólks samtakanna, þar sem þeir gera markmið samtakana ljósari og reyna að storka fólki þannig..... elska þegar þeir tilkynna niðurlegningu WTO og segja að ný stofnun sem byggir á mannréttindasáttmála sameinuðuþjóðanna.... ooo vildi að það væri satt.

Já, ætla að skilja eitthvað eftir handa ykkur.... svo þið sjáið hana....

Engin ummæli: