miðvikudagur, nóvember 30, 2005

Fegður Akureyrar

Já, ég bara verð að segja að bærinn er vel skreyttur... aðeins og vel, ég held að Akureyringar séu komnir í jóla andann... og ef það bætist mikið við á morgunn verð ég ekki hissa. Fólk er ekki bara með eina stjörnu, eða aðtventukrans eða seríu... það er eitthvað í öllum gluggum, svölum og handriðum, runnum og já þökum. Bærinn stendur sig líka vel en hér er allt upp ljómað. Það mætti halda að rafmagnið hér væri ódýara en í Reykjvík... en svo er víst ekki.

Ég er með 3 litla engla dreyfða um íbúiðna, þetta er meira gesta þraut en skraut... því þeir eru ekki áberandi. Ég er svo með eina litla seríu í einum glugga.... ég held ég verði kannski sektuð fyrir jólafílu eða svo fer ég í jólaköttinn eða eitthvað álíka slæmt... ætla þessvegna að bæta úr málunum eftir vinnu í dag og kaupa mér eitthvað fallegt fyrir morgun daginn.

Engin ummæli: