sunnudagur, janúar 22, 2006

Ég sakna.....

Pride and Prejudice þáttanna minna frá BBC.... sú sem er með þá í láni er vinsamlegast beðin um að gefa sig fram... ég ætla að nota þá sem kennslu efni og þarf endilega að fara horfa á þá aftur og aftur... já, sá einn á BBC prime um daginn og var mjög svekt þegar ég uppgötvaði að þetta var ekki maraþon, bara einn þáttur.... þvílíkt guðlsat!

Sú hin sama er vinsamlegast beðin um að gefa sig fram hér og ég kem og hirði þá næst þegar ég á leið hjá....

Er annars að fara með þóru og fleirum á nýju myndina í kvöld... veit ekki alveg hvaða væntingar ég á að gera til hennar... það togast í mér löngun til að hata hana... það er bara til einn Mr. Darcy... og hann er ekki í myndinn... þannig að hún er dauðadæmd frá upphafi... best að hætta að bulla og fara klæða sig...

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

http://ondemant.dk/is/

kíktu á þetta!
Þetta á víst að vera íslenska!

Þóra

Hugrún sagði...

Þýðandi hlýtur að hafa verið fullur... en þetta er örugglega besta setningin:

Vi þróa, hönnuður og ávextir og grænmeti sig allur, alltaf síðan the kennsla og til slutproduktet.

Þetta þýðri bara ekki neitt...

kaninka sagði...

Hvað er þetta eiginlega, slik ekki hvernig þeim dettur þetta í hug, ég mundi aldrei treysta mér til að gera heimsíðu á sænsku samt yrði það örugglega skárra en þetta.

kaninka sagði...

já svo er maður bara farinn að undirbúa ferðina norður, keyptum vax á skíðin okkar í dag og svo hlóð ég niður hljóðbók til að hlusta á í bílnum á leiðinni, deception point eftir Dan Brown, olla sagði að hún væri góð.

Hugrún sagði...

Get ég svo hlaðið henni í tölvuna mína? eða símann minn? Þarf ég eitthvað forrit?

Hlakka til að fá ykkur hérna norður... en ég verð að hirggja þig með því að segja að héðan frá séð (skrifstofu glugginn minn) er ekki mikill snjór í fjallinu... en það er aldrei að vita... gæti farið að snjóa þar aftur.

hummm... P&P þjófurinn er ekkert að gefa sig fram....

Olla Swanz sagði...

wasn´t me!!!

Hugrún sagði...

Já... góð hugmynd... allir sem EKKI eru með þættina mína, láta mig vita...