Í gær þá var ég hérna ein eftir í vinnuni og klukkan að vera 16:30 þegar síminn hringdi... ég svara svaka sæt, Jafnréttisstofa, Hugrún.... hinumeginn heyrast miklir skruðningar sem eru eins og úr hrillingsmynd. Ég segji... halló? og þá kemur rödd hinumgegin sem segir... Takk... og svo er lagt á. Rosalega leið mér furðulega.... ein um hábjartan dag á mjög vel upplýstum vinnustað... ég hefði alveg eins getað verið lokuð inni í draugahúsi ein um há nótt, þegar tunglið veður í skýjum, mér leið svo illa... Alla leiðina heim var ég að reyna að gleyma þessu en allt kom fyrir ekkert... alltaf þessi hrollur... veit samt ekki alveg hvernig þessi álög sem röddin lagði á mig eiga eftir að byrtast... kannski er það eitthvað gott... því takk er gott orð, kannski var það sagt í kaldhæðni... uuuuu... ég fæ bara hroll við að hugsa um þessa rödd...
Annars er ég búin að finna P&P... mamma er sökudólgurinn.... þessum mömmum er sko ekki treystandi.... hélt ég væri búin að spurja hana og tví spurja og þrí spurja eins og alla aðra í kringum mig...
miðvikudagur, febrúar 15, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli