föstudagur, júní 02, 2006

Góð þakkar ræða

Af ruv.is:

Mannfræðingur fékk hvatningaverðlaun
Agnar Helgason mannfræðingur hlaut í vikunni hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs. Verðlaunin eru stærstu vísindaverðlaun hér á landi, tvær miljónir króna, og eru veitt ungu rannsóknarfólki fyrir framúrskarandi rannsóknir og framlag til vísinda og tækni hérlendis. Þeim er jafnframt ætlað að hvetja vísindamenn til frekari dáða.
Doktorsverkefni Agnars fjallaði um uppruna Íslendinga og ólíkan uppruna kvenna og karla í landnámshópnum. Hann starfar nú hjá Íslenskri erfðagreiningu þar sem hann stýrir rannsókn á erfðasögu Íslendinga. Agnar starfar einnig við mannfræðiskor Háskóla Íslands. Fimmtán einstaklingar voru tilnefndir til verðlaunanna, allt karlar. Agnar gagnrýndi þetta í þakkarræðu sinni.

Fíla svona fólk!!! Hann er maður dagsins hjá mér í dag... Var hann ekki að kenna líffræðilega mannfræði?

3 ummæli:

sigurgeir sagði...

Já hann Agnar var alltaf mjög hress, hann kenndi mér líffræðilega mannfræði II. Sá kúrs var í grundvallaratriðum doktorsritgerðin hans, mjög skemmtilegt.

Þórdís Gísladóttir sagði...

Það var auglýst eftir tilnefningum í fjölmiðlum og hver sem er gat tilnefnt vísindamann að vild ef viðkomandi gat rökstutt valið. Við konurnar erum líklega bara ekki nógu duglegar að tilnefna aðrar konur!

kókó sagði...

eða við sáum þetta ekki auglýst í blöðum eða annars staðar...