miðvikudagur, maí 04, 2005

Já já... alltaf jafn gaman....

Panntaði mér sófaáklæði í IKEA og þar var mér lofað að sófinn yrði til þegar áklæðið kæmi... en áklæðið kom í gær en sófinn veður ekki til fyrr en eftir 4-6 vikur!!!! Vei, nú á ég ógó flott áklæði á flottan og þægilegan sófa en skrímslíð sem hálsbrýtur gesti mína er ennþá í stofunni.... djöfull ætla ég að saga hann niður þegar ég hendi honum... í litla litla bita.... mahhh (evel hlátur)....

Annars er ég ennþá að ganga af göflunum... núna er ég búin að rífa klósetthurðina af hörunum og farin að mála hana.... og svo ætla ég að afsýra tvær hurðir og svo verð ég líka að numa að vinna.... er alveg ömurlegur vinnari.... nenni ekki að vinna.... en þegar mar vinnur heima er engin að fylgjast með.... en það kemur að skiladögum og þá er fúlt að vera búin að fá borgað fyrir fullt af vinnu sem mar hefur ekki unnið.... ok. ætla að vinna 2 tíma í dag, ef ég vinn 2 tíma á dag verð ég búin eftir 6 mánuði, ok. í dag ætla ég að vinna í 3 tíma... þá verður þetta fyrr búið.

Annars gekk viðtalið vel......

2 ummæli:

Fríða Rós sagði...

Tell me hvaða vinna er þetta sem þú varst í viðtali út af??? Ég er að forvitnast yfir mig.

Gangi þér vel með heimilisvinnuna (sem sagt bæði afsýringu og launavinnuna). Og já að vinna heima að sjálfsblekkingin hin mikla. Þetta er allt annað en að vinna fyrir skólann (sem sagt læra), þá komst ég allavega á leiðarenda með verkefnin mín.

Hugrún sagði...

Vinnan er Jafnréttisfulltrúi HÍ... og við Þórður erum bæði að sækja um. AFHVERJU ER ÞETTA LIÐ EKKI BÚIÐ AÐ HRINGJA I MIG AFTUR.

Hummm...

Annars er ég búin að ákveða að borga karli úti í bæ fyrir að afsýra fyrir mig hurðirnar þannig að ég missi ekki vitið... ég er nefnilega ennþá með höfðuverk eftir ligtinni af lakkinu sem ég málaði þvottahúsið með í gær.
Ég er ekki búin að vinna neitt í neinu í dag....