mánudagur, febrúar 20, 2006

Já, ég þarf víst að útskíra...

Snjó myndin hefði getað verið tekin á friðsælum og notalegum vetrardegi... því rokið sést ekkert á þessari mynd... ég gat varla staðið og var alveg hvít allan hringin þegar strætó kom... klofaði svo snjó upp í klof á einum stað en annars náði hann bara upp að hjám... hummm hefði kannski átt að taka mynd þá... svona til að Emilía fái smá smakk af heimahögunum....

Myndin sem er tekin í höfða,,, er af henni Gerhardsdóttir og fleiri að framkvæma darag... og guðminngóður hvað ég hló... einn af bröndurunum var svona.... Einn karakterinn þarna vann í apóteki en það fór voðalega fyrir brjóstið á honum að afgreiða konur um kvennlegar vörur. Það var þarna ákveðin kona sem kom mánaðarlega í apótekið til að kaupa sínar og faldi hann sig alltaf þegar hún kom. Einn daginn var hann einn þegar hún kom og neiddist karlinn til þess að afgreiða hana um sínar kvennlegu vörur. Manar hann sig upp í að gera þetta almennilega og gegnur að búðarborðinu og segir hátt og skýrt: Má bjóða þér túrtappa? Konan svara neitandi en segist ætla að fá bómull. Karl þessi var fjótur og hugsa og svarar um hæl: Nú, bara farin að rúlla sjálf?
Mælí líka með þessum brandara... þó hann sé annars eðlis....

http://www.kvikmynd.is/myndband.asp?id=1986

2 ummæli:

kaninka sagði...

hvenær kemur þú í bæinn næst?

Hugrún sagði...

um helgina... vonandi fimmtudaginn...