þriðjudagur, maí 30, 2006

svona er amma sæt...

Við nutum sólarinnar hér fyrir norðan í dag... 17 gráður... ummm....
En svo var bara mystur yfir öllu... þannig að það var mest bara heitt...

miðvikudagur, maí 24, 2006

Myndablogg

Myndina sendi ég

Myndablogg

Myndina sendi ég

laugardagur, maí 20, 2006

Myvatnsævintýri

Flottur bíll... er að hugsa um að reyna að stela honum... bóndinn verður örugglega margar vikur að fatta það!

Annars er þessi ferð gífurlega vel hepnuð... því þó það sjáist ekki á þessari mynd erum við bæði sólbrend í framan eftir jarðböðin... nema þetta sé einhver ofnæmisviðbrögð eða tæring eftir efnin í vatninu...

Myndablogg

Myndina sendi ég

föstudagur, maí 19, 2006

Myndablogg

Myndina sendi ég

Besti brandari dagsins...

Ég er orðin ein mest skipulagða kona í heimi...

Mjög svo furðulegt allt saman... jú, jú... ég hef alveg verið dugleg að skipuleggja áður, en ég hef ekkert verið neitt sérstaklega dugleg að fylgja því eftir... skipulag hefur verið svona meiri viðmeiðun en regla, sem er ágætt... svona fexible sem er svo fínt í dag...

En núna er lífið allt öðruvísi... búin að vera hérna á Akuryeir með annan fótinn í hálft ár og útkoman er þessi geðveika skipulags frík, sem fer eftir skipulagin eins og það sé dauða synd að gera það ekki ... sem er alveg nýtt... ég veit hvar ég verð frá og með deginum í dag og þar til 25. ágúst! Þetta er eiginlega alveg hræðilegt... ekkert rosalega spontanius... glatað...

Enn að örðu hvað er eiginlega að Evrópu... er þetta lið húmorssnautt?

mánudagur, maí 15, 2006

Versta hugmynd í heimi...

Tekið af mbl.is:

Vél Iceland Express yfir Akureyri
Í dag kemur þriðja nýja vélin sem Iceland Express tekur í notkun á þessu ári. Þar með er lokið endurnýjun flugflotans og notar Iceland Express nú eingöngu MD–90 vélar frá svissneska flugfélaginu Hello. Í þessu fyrsta flugi mun vélin heilsa upp á Akureyringa og aðra Eyfirðinga í tilefni þess, að 30. maí verður fyrsta beina áætlunarflug Iceland Express frá Akureyri til Kaupmannahafnar.
Vélin mun koma yfir Eyjafjörð úr suðri og taka aðflug að Akureyrarflugvelli. Áætlað er að vélin verði yfir Akureyri kl. 14.32 í dag.

Djöfulsisns háfaði... ég hélt að það væir vél að hrapa eða einhver ansk... það var samt kannski gott að láta fólk vita af þessu, þannig að þetta yrði ekki eins og blindflugsprófið þar sem hálfur bærinn hélt að það væri eitthvað alvarlegt að flugvélinni sem gat ekki lent, þrátt fyrir ýtrekarðar tilraunir... á sólríkum sumardegi...

föstudagur, maí 12, 2006

Leyni gestur...



Þessi kona er mér afar hugleikin í dag... og líka á morgun... Til hamingju með daginn og sústðu þessu á morgun! Góða skemmtun í partýinu og ég sendi þér 1000 kossa með bréfdúfum...

fimmtudagur, maí 11, 2006

Ferðir mínar raktar...



Já, þegar þetta lítur svona út eru 14 lönd ekki mikið! Mér finnst nú samt svindl að N.Y. teljist sem öll USA... þegar mar sér þetta svona langar manni bara til að fara ferðast og bæta í sarpinn... eitt rautt svæði í öllum heimsálfum er eitthvað sem mar ætti að stefna að... hvað segjiði er einhver til í að koma til Víetnam, Pakístan, Braselíu, Madagastkar, Egiptalands, Delí, Kína eða Nýju Geníu í sumar. Já, eða kannski Rússlands... það er svo stórt. Þetta eru allavena nokkrir af þeim stöðum sem mig langar að fara á... þær byggjast ekki á neinum skynsamlegum rökum.

miðvikudagur, maí 10, 2006

Afmæli Markúsar....

Til hamingju með daginn litli bróðir...
Sikil ekki alveg hvað er að þessari mynd... hún barasta neytar að snúa rétt! En það er nú samt merkileg hvað þið eruð öll falleg á henni... einstaklega vel hepnuð mynd... mælist til þess að allir snúi tölvunum sínum bara á kvolf svo þið sjáið hvað þau eru sæt...
Myndina sendi ég

mánudagur, maí 08, 2006

Enn ein ástæaða fyrir því að ljósa rétt...


Að sumri skuli ekki vanda sig meira en aðrir...

föstudagur, maí 05, 2006

Gangurinn....

Jæja... uppbót fyrir séstvalla myndina... þó þessi sé ekkert skemmtileg...

fimmtudagur, maí 04, 2006

Herbergið....

Humm... þessi mynd var nú fallegri í símanum... en hvað um það...
Hér eyði ég mestum mínum tíma... þ.e.a.s. þegar ég er ekki í vinnunni....

Eldhús... eldhús seigð þú mér...

Já, lítið og sætt... hvað þarf mar meira?

föstudagur, apríl 28, 2006

Myndablogg

Myndina sendi ég

Ég er að fara flitja...

la la la... komin með þessa fínu einstaklings holu í miðju Akureyri... tralla la... rosalega verður fínt að vera ekki í þessu ógeðslega húsi lengur... get þá kannski farið að heyra eigin hugsanir í stað malsins í kellunni á hæðinni fyrir neðan... ef farin að halda að hún tali við sjálfa sig mjög mikið... því ég held að hún væri farin á hausinn ef þetta væri símamal...

Hrafgilsstræti er hér á þessu korti... gettu hvar!

mánudagur, apríl 24, 2006

Myndablogg

Myndina sendi ég

miðvikudagur, apríl 19, 2006

Myndablogg

Myndina sendi ég

Myndablogg

Myndina sendi ég

miðvikudagur, apríl 12, 2006

Myndablogg

Myndina sendi ég

laugardagur, apríl 08, 2006

Myndablogg

Myndina sendi ég

miðvikudagur, apríl 05, 2006

Tvær merkar manneskur...

Jæja... hvaða fólk er þetta? Sá / Sú sem getur svarað rétt fær heiðurinn af því að hafa fattað það... og getur verið stolt(ur) af... Hvað segiði?

miðvikudagur, mars 29, 2006

Myndablogg

Myndina sendi ég

þriðjudagur, mars 28, 2006

Snjór snjór og meiri snjór....

Það er svo mikill snjór hér að ég hélt ég mundi ekki komast í vinnuna, vegna þess að ég findi ekki bílinn... en svo var hann þarna... undri öllu... Ég byrjaði að hamast að skafa af bílnum en það fór ekki betur en svo að skafan brotnaði undan snjóþungnaum... og ég náði mér því í venjulegan heimilis kúst.... sem var miklu betra... en hér snjóar og snjóar.... og ég þarf líklegast að fara moka bílinn aftur upp til að komast heim á eftir...

sunnudagur, mars 19, 2006

Myndablogg

Myndina sendi ég

laugardagur, mars 18, 2006

Myndablogg

Myndina sendi ég

fimmtudagur, mars 16, 2006

Til hamingju með að herinn sé farinn....

og ekki orð meir um það....

Ingunn & Friðrik + 1 fá líka hamingju óskir með nýju íbúðina sína.... hlakka til að sjá þetta hjá ykkur... plísss... ekki saga gat á loftið í elhúsinu þegar þið frelsið hvíta víkinginn.

Haldiði að ég sé svo ekki farin að bráðna.... búin að mínka ummál mitt í þessum heimi um 36,5 cm... sem er soltið mikið... en gera 6,5 kg. Ég er furðulostinn á þessum fréttum!

Sjáumst vonandi um helgina.... ef ég verð ekki roðin að polli..

þriðjudagur, mars 14, 2006

Verkefni nemenda minna....

Ég er að leggja loka hönd á að fara yfir fyrstu verkefni mín sem háskólakennari.... og ég bara get ekki staðið á mér að deyla hér með ykkur tveim setningum úr ónefnu verkefni.... (ekki segja neinum)...

"... Hún er sjálfsörugg og veit hvað hún vill. Telst ógn við öll íhaldsöm gildi og karlaveldi. Það mætti eiginlega segja að hún væri karlmaður með stinn brjóst og leggöng."

"Líf þeirra er langt frá raunveruleikanum en samt ekki nógu langt til að geta kallast "sci-fi" þættir (miðað við mittismál þeirra allra, sem verður að teljast í hæsta máta óeðlilega mjótt, þá ættu þættu þeir flokkast þar)."

Gull molar... :)

sunnudagur, mars 12, 2006

Klessubílar!!!

Kessubílar er sígildir... ummm... af hverju var ég ekki löngu búin að verða mér út um svona leik? Æ, en svo fór sólin að skína og ekkert sást á skjáinn þannig að ég er farin út í göngu túr með þvottinn minn og vona ég hitti góðhjartað fólk sem vill leyfa mér að þvo...


Settu nafnið þitt í kommentakerfið og

Því ég hef ekkert betra að gera... stel ég góðum hugmyndum....

1. Ég segi þér eitthvað handahófskennt um þig.
2. Ég segi þér hvaða lag/mynd minnir mig á þig.
3. Ég segi þér hvaða bragð minnir mig á þig.
4. Ég segi þér fyrstu ljósu minninguna mín af þér.
5. Ég segi þér hvaða dýr þú minnir mig á.
6. Ég spyr þig að einhverju sem ég hef velt lengi fyrir mér um þig.
7. Ef þú lest þetta verðuru að setja þetta á bloggið þitt.

þriðjudagur, mars 07, 2006

Yesss.....

Spíttmæðgurnar mæta aftur í kvöld.... víí.... veit ekki afhverju ég saknaði þeirra en þær eru hjartanlega velkomnar aftur... Hvað skyldir gerast ná mamman og hann með húfuna saman, hvað verður um Dean, eru amman og afinn í alvöru skilin? Vá hvað ég man ekkert hvað var að gerast í síðustu seríu....

föstudagur, mars 03, 2006

Myndablogg

Myndina sendi ég

fimmtudagur, mars 02, 2006

Myndablogg

Myndina sendi ég

mánudagur, febrúar 20, 2006

Já, ég þarf víst að útskíra...

Snjó myndin hefði getað verið tekin á friðsælum og notalegum vetrardegi... því rokið sést ekkert á þessari mynd... ég gat varla staðið og var alveg hvít allan hringin þegar strætó kom... klofaði svo snjó upp í klof á einum stað en annars náði hann bara upp að hjám... hummm hefði kannski átt að taka mynd þá... svona til að Emilía fái smá smakk af heimahögunum....

Myndin sem er tekin í höfða,,, er af henni Gerhardsdóttir og fleiri að framkvæma darag... og guðminngóður hvað ég hló... einn af bröndurunum var svona.... Einn karakterinn þarna vann í apóteki en það fór voðalega fyrir brjóstið á honum að afgreiða konur um kvennlegar vörur. Það var þarna ákveðin kona sem kom mánaðarlega í apótekið til að kaupa sínar og faldi hann sig alltaf þegar hún kom. Einn daginn var hann einn þegar hún kom og neiddist karlinn til þess að afgreiða hana um sínar kvennlegu vörur. Manar hann sig upp í að gera þetta almennilega og gegnur að búðarborðinu og segir hátt og skýrt: Má bjóða þér túrtappa? Konan svara neitandi en segist ætla að fá bómull. Karl þessi var fjótur og hugsa og svarar um hæl: Nú, bara farin að rúlla sjálf?
Mælí líka með þessum brandara... þó hann sé annars eðlis....

http://www.kvikmynd.is/myndband.asp?id=1986

laugardagur, febrúar 18, 2006

Myndablogg

Myndina sendi ég

föstudagur, febrúar 17, 2006

Myndablogg

Myndina sendi ég

fimmtudagur, febrúar 16, 2006

Beðið eftir strætó....

Á leiðina í vinnuna í morgun þurfti ég að vaða snjó upp yfir hné á tvem stöðum.... snjórinn smaug sér inn undir fötin með norðanáttinni... en ég var samt í pollabuxum og 66°N jakka... og það sást hvergi í bert hold... Þessi mynd gefur óveðrinu ekki góð skil en er í áttina... Svaka ævintíri... frítt í strætó og allt.... hér er víst frítt í strætó í óveðri...
Myndina sendi ég

miðvikudagur, febrúar 15, 2006

Húsið mitt....

Já, svona lítur það út götumegin... voða virðuleg villa.... ég er með gluggana 3 uppi og gegn inn um hurðina þarna til hægri.... Þetta er voðalega flott hús... að utan....

Í gær voru lögð á mig álög....

Í gær þá var ég hérna ein eftir í vinnuni og klukkan að vera 16:30 þegar síminn hringdi... ég svara svaka sæt, Jafnréttisstofa, Hugrún.... hinumeginn heyrast miklir skruðningar sem eru eins og úr hrillingsmynd. Ég segji... halló? og þá kemur rödd hinumgegin sem segir... Takk... og svo er lagt á. Rosalega leið mér furðulega.... ein um hábjartan dag á mjög vel upplýstum vinnustað... ég hefði alveg eins getað verið lokuð inni í draugahúsi ein um há nótt, þegar tunglið veður í skýjum, mér leið svo illa... Alla leiðina heim var ég að reyna að gleyma þessu en allt kom fyrir ekkert... alltaf þessi hrollur... veit samt ekki alveg hvernig þessi álög sem röddin lagði á mig eiga eftir að byrtast... kannski er það eitthvað gott... því takk er gott orð, kannski var það sagt í kaldhæðni... uuuuu... ég fæ bara hroll við að hugsa um þessa rödd...

Annars er ég búin að finna P&P... mamma er sökudólgurinn.... þessum mömmum er sko ekki treystandi.... hélt ég væri búin að spurja hana og tví spurja og þrí spurja eins og alla aðra í kringum mig...

miðvikudagur, febrúar 08, 2006

Fyrir ollu

Heimilið mitt....

Vegna fjölda fyrisspurna byrti ég hér með mynd af heimili mínu fyrir norðan... En eins og þið sjáið bý ég í draugahúsi... og drauga konan er að lesa ástarsögu sem hún fann á haugunum...
Verst hvað þetta sést illa... og hvað þetta gefur ranga mynd af heimili mínu... en ég lofa að taka betri myndir og setja hér inn... annars er himininn blár og sólin skín... ég vildi það væri ekki allt hvít og -10 gráður.... annars væri ég sko farin í sólbað... tralllala...

Myndablogg

Úps... verð að muna að snúa myndunum áður en ég sendi þær...
en þetta er það sem ég hef verið að dunda við í leiðinum mínum hér á hjara veraldar... þökk sé kassanum af ástarsögum sem við þóra hirtum í nytjagáminum hjá endurvinslunni....

föstudagur, febrúar 03, 2006

Afsakið.... sorrýýý.... elska þig enn...


Ég veit ekki hvað ég get sagt til þess að bæta þér þessi hræðilegu mistök upp.... það hefur engin fylgt mér jafn lengi í gegnum lífið... þú ert sá eini sem alltaf hefur verið á top5 og verður plastaður á listann... aðrir hafa komið og farið en ekki þú.... eins og Ethan Hawke, Christian Slater og John Travolta... æ, ég bara man ekki eftir fleirum sem hafa mist það...

fimmtudagur, febrúar 02, 2006

Olla nældi í mig...

Hér kemur það...

4 sjónvarpsþættir sem ég elska að glápa á:

Buffy... kemur annað til greina en að setja hana í fyrsta sæti.
Spaced... er ekki til einhver listi sem ég get skráð mig á svo að fleiri verði gerðir, Shaun of the Dead var samt alveg í stíl við þættina þannig að ég vona meira svoleiðs verði til...
Spítt-mæðgunarnar... áttaði mig allt í einu á því að ég saknaði þeirra...
Bones... nýja uppáhaldið mitt...
æ... verð að hafa Pride and Prejudice með... annað væri svindl (p.s. ertu með þættina mína?)

4 kvikmyndir sem ég get horft á aftur & aftur:
Allar Reese Witherspoon, Kirsten Dunst, Renée Zellweger og Cate Blanchett myndir
ásamt öllum Colin Firth, Alan Rickman, Orlando Bloom og Keanu Reeves myndir
Bíddu er ég að gera eitthvað vitlaust....


4 heimasíður sem ég dinglast inn á daglega:

www.jafnretti.is - upphafssíðan mín... og vinnan mín... er alveg að fara opna nýja þannig ekki skoða þessa hún er ömó... læt ykkur vita þegar nýa er til... lofa....
www.tv.com - upplýsingar um andlit sem þú þekkir en kemur ekki fyrir þig eru fáanlega hér...
www.flugfelag.is - ok ekki daglega... en oft...
ég get svo ekki gert upp á milli vina minna en ég heimsæki nokkrar bloggsíður reglulega...

4 uppáhalds máltíðir:
mogunmatur
hádegismatur
kaffi
kvöldmatur.... eða hvað er verið að spurna um?


4 geisladiskar sem ég get hlustað á aftur & aftur:

Ákveðinn Whitney Huston diskur sem ég man ekki hvað heitir.
Benni hem hem... Benni hem hem... mér finnst þú æði...
Primal Screm - Skimadelica - ég á eitthvað furðulegt ástarsamband við þennan disk, sem ég kæri mig ekki um að skilgreinar.
Fyrsti Hjálmar diskurinn fær svo að fljót hér með þó svo að ég viti að ég ætti að segja Massiv Attac... en sá hefur góð áhrif á ást mína á eiginmanni mínum, þar sem þessi diskur (sem ég man ekki hvað heitir) var nýr þegar við byrjuðum saman... Trykkí líka en er ekki jafn oft í spilaran...

Annars er ég búin að hluta á ólöglega lagið með Silvi Nótt aftur og aftur og aftur... ef það væri á disk mundi hann aldrei vera tekinn úr geislaspilaranum.... gó Silvía!

4 sem ég "næli" í:
Þóra (ekki veitir af það næla í hana sem oftast), Þórður, Sigurgeir og Egill... veit samt ekki hvort einhver af þessu lesi ennþá blogg... en það kemur í ljós....

miðvikudagur, febrúar 01, 2006

mánudagur, janúar 30, 2006

Nýja mottóði mitt í lífinu....

vegna þess að mar þar að hafa svoleiðs er það ekki?????



sunnudagur, janúar 22, 2006

Ég sakna.....

Pride and Prejudice þáttanna minna frá BBC.... sú sem er með þá í láni er vinsamlegast beðin um að gefa sig fram... ég ætla að nota þá sem kennslu efni og þarf endilega að fara horfa á þá aftur og aftur... já, sá einn á BBC prime um daginn og var mjög svekt þegar ég uppgötvaði að þetta var ekki maraþon, bara einn þáttur.... þvílíkt guðlsat!

Sú hin sama er vinsamlegast beðin um að gefa sig fram hér og ég kem og hirði þá næst þegar ég á leið hjá....

Er annars að fara með þóru og fleirum á nýju myndina í kvöld... veit ekki alveg hvaða væntingar ég á að gera til hennar... það togast í mér löngun til að hata hana... það er bara til einn Mr. Darcy... og hann er ekki í myndinn... þannig að hún er dauðadæmd frá upphafi... best að hætta að bulla og fara klæða sig...

þriðjudagur, janúar 17, 2006

Hæ... það er þrennt sem ég vil koma á framfæri....

  1. Ykkur er öllum böðið á ráðstefnu... Íþróttir, fjölmiðlar og staðalímyndir.... hún er á ensku en þar verður fjallað um niðurtöður rannsókna á byrtingarmyndum kynjanna í íþróttafréttum og leiðir til þess að gera þær betir... svaka áhugavert... nánar á www.jafnretti.is
  2. Hvenær kemur svona fréttt í heimspressuna um ísland.... svöl kona... elska svalar konur...
  3. Auður og Giða á stöð 2... stóðu sig eins og hetjur og bíddu hver er þessi gaur? Hnakki dauðans.... viðtaliði byrjar ekki fyrr en ca. 10-15 mín inn í þáttinn...

Já, og á lokum vonast ég til þess að sjá ykkur um helgina... verð heima frá miðvikudagskvöldi til mánudagsmorguns... minnir soltið á einhverja smásögu...

fimmtudagur, janúar 12, 2006

Póletík mín....

Mæli með þessu...

Ég komst að því að ég er í sama hópi fólk og Nelson Mandela, Dalai Lama og Gandhi... eða -7 og -7 á skalanum... sem gerir mig að Kommonískum anarkista eða left-libertarian... (hvernig er það aftur á íslensku... liberalism er frjálshyggja.... verð að fara rifja upp stjórnmálafræðina mína... Man eftir að hafa verið að lesa svona kort í stjórnmálafræðinni en þar var ekki þessi skemmtilegi valmöguleiki: Vertu líka með. Sem gerir hlutina alltaf áhugaverðari...

En, jæja, ætli ég ætti ekki að reyna nota þessar 20 mín sem eru eftir af vinnudeginum til að gera eitthvað.... eða nei,,, ætla í kaffi....

Já, það komst sko upp um mig....

The Underwear Quiz from JokesUnlimited.comAccording to The Underwear Quiz I am currently wearing :

Granny Panties

Take the Underwear Quiz at JokesUnlimited.com

miðvikudagur, janúar 11, 2006

Skrifstofan mín...

Myndin er af skrifstofunni minni.... bara svo þið vitið hvað ég eyði öllum mínum tíma þessa daganna... það sést ekki alveg nógu vel hvað hún er stór en það vantar vinnu borðið og hægindastól nr. 2 en það sést í þann rauða smá...
Mér er svo boðið í partý um helgina... fyrsta partýið mitt hér... vei...

föstudagur, desember 30, 2005

Myndablogg

Myndina sendi ég

Myndablogg

Myndina sendi ég

GSMblogg prufa
This is a test message

þriðjudagur, desember 20, 2005

Hef ekkert að blogga....

en finn samt hjá mér þörfina að segja eitthvað... svaka gaman í gær... hitti hulla ásamt frædna og frænku... þetta var svona klassiskt ætarmót eins og þeim er von og vísa... keypti tvær bækur, drakk bjór og keypti jólagjafir handa Þóru, Ingunni og Ollu.... voða fínar... Ingunn var reyndar nýbúin að hringja í mig og stlúðra fullt og misnota aðstöðu mína hér við tölvuna... alltaf gott að heyra í góðum vinkunum... (síminn hjá mér er 560 6203 í vinnunni og heima 461 4019 ef einhver vill vera vinsælasta vinkonan... vinkarlinn... bla bla bla... ætti að hætta þessu bulli, svo þið eyðið ekki slóðinni á bloggið mitt vegna þess að ég veld of miklum leiðindum.

er annars að fara að hitta Elmu og Jónu mokka stelpur í bjór í kvöld... ég vona að ég verði ekki búin með bjórþol magans áður en ég kem heim á fimmtudaginn. Já og svo... nei djók... hætt... lofa...

föstudagur, desember 16, 2005

Valkvíði....

Já, ég er komin með valkvíða og hef á tilfinningunni að ég sé að missa af einhverju... sem er betra en þetta.... Ástæða þessa kvíða eru 60 nýjar sjónvapsstöðvar eða 69 ef allar + stöðvarnar eru taldar með. Held ég hafi ekki slept fjarstýringunni í hátt í 2 tíma... þarna fyrst tvo tímanna.... vá hvað var mikið í sjónvarpinu... en ekkert eitt sem mig langaði að horfa á og endaði á því að horfa á gædó... hey, vissuði að Alan Sploding eldir er komin aftur og líka Rick...

Sá svo reyndar einn af bestu sænsku þáttunum... eða filmkrönikan kvikmyndaríni þáttur af bestu gerð, þemað í gær var roadtripp og road myndir almennt... mjög svo skemmtilegt. Svo var fjallað þarna um King Kong (talað um að hr. nilson hafði komist í stera) og ég held að eftir þá umfjöllun og fjóra hægindarstóla (samsvarar stjörnum) ætla ég að sjá hana.... hef aldei orðið fyrir vonbrigðum með tilmæli mannsins sem ekki er með enni. Verst ég fann ekki mynd af honum. Annað sjónvarpsefni er ekki til frásagnar... þjáist af einhverskonar owerlodi...

mánudagur, desember 12, 2005

Veður spá dauðans.....

Ég er búin að ákveða að veðurspá þessi sem byrtist á mbl.is sé vitlaus. Sérstaklega veðurspáin fyrir laugardag, hér fyrir norðan... ég geri ekki ráð fyrir að lifa þessa nótt af. Ok... kannski ekki beint hér, en næstum því... ég er milli þessarar köldu kveðju og þeirrar aðeins til vinstri... en samt... meðaltalið af þessum tveim tölum er samt kallt... of kallt...

þriðjudagur, desember 06, 2005

Smá bros í skammdegið....

kíktu á þetta.... það er þess virði...

Í nýju vinnunni minni er ég alltaf að heyra um skemtileg verkefni sem eru í gagni í öðrum löndum. Hér er Litháven að reyna að gera vændi fráhrindandi. Textinn segir: It is shameful to buy a woman! Moreover, sooner or later everybody will find out about it!

mánudagur, desember 05, 2005

Vá hvað ég er sæt....

ef þið trúði mér ekki bendi ég á bls. 60 í nýjasta hefti mannlífs. Ekkert samt vera að lesa greinina... hann breytti ekki því sem ég bað um.... en svona eru fjölmiðlar... það er ekki eins og þetta hafi verið í fyrstaskiptið sem það gerist....

Ég lofa að svara kítlinu fljótlega.... er að hugsa mig um.....

fimmtudagur, desember 01, 2005

Svíar eru æði....

Já, vegna vinnu minnar var ég sprangandi um á netsíðum sænska ríkisins og endaði svo á upphafssíðu Sverges Riksdag... sem samsvarar upphafssíðu alþingis... og viti menn þar sá ég þetta ... þeir eru svo pedagogískir að það hálfa væri nóg... það er ekki nóg að lesa stjórnskipunarlögin, við búum til úr þeim spil svo allir geta skilið hvernig þingið virkar!!! vei...

miðvikudagur, nóvember 30, 2005

Fegður Akureyrar

Já, ég bara verð að segja að bærinn er vel skreyttur... aðeins og vel, ég held að Akureyringar séu komnir í jóla andann... og ef það bætist mikið við á morgunn verð ég ekki hissa. Fólk er ekki bara með eina stjörnu, eða aðtventukrans eða seríu... það er eitthvað í öllum gluggum, svölum og handriðum, runnum og já þökum. Bærinn stendur sig líka vel en hér er allt upp ljómað. Það mætti halda að rafmagnið hér væri ódýara en í Reykjvík... en svo er víst ekki.

Ég er með 3 litla engla dreyfða um íbúiðna, þetta er meira gesta þraut en skraut... því þeir eru ekki áberandi. Ég er svo með eina litla seríu í einum glugga.... ég held ég verði kannski sektuð fyrir jólafílu eða svo fer ég í jólaköttinn eða eitthvað álíka slæmt... ætla þessvegna að bæta úr málunum eftir vinnu í dag og kaupa mér eitthvað fallegt fyrir morgun daginn.

miðvikudagur, nóvember 23, 2005

Strætó

Ég held að strætókefrið hérna hati mig.... ég er búin að reyna að taka strætóinn sem stoppar fyrir utan heima hjá mér og fer beint í vinnuna, í tvo daga... en það eina sem ég hef haft upp úr því er að eignast vin... já, strætóbílstjórinn á leið 2 (en ég ætti að vera í leið 4) hefur tekið að sér að koma mér í vinnuna þó svo að það sé ekki í hans verkahring.... stoppar sérstaklega fyrir mig... á morgun á hann eftir að heilsa mér með nafni... Guðminngóður hvað strætókerfið hér er flókið... en samt eru bara 4 leiðir!!!!

Annars bara ógó þreitt og ein hér..... og kann ekki á kaffivélina, þvílíkt piss... ojbara, ég held ég hafi aldrei gert jafn vont kaffi... æ, best að byrja vinna....

þriðjudagur, nóvember 22, 2005

Töll

Já, ég hef sajaldan verið kölluð partý tröll en það var niðurstaðan í tröllaprófinu sem ég tók.... alltaf gaman að láta koma sér á óvart.... en hvaða tröll ert þú?

mánudagur, nóvember 21, 2005

Voða þreitt

Mæli ekki með því að fólk taki 3 flugvélar sama dag... púff hvað ég var ógó ljót í morgun... öll bólgin af þreytu og með bauga niður fyrir brjóst. Líkaminn er allur eitthvað skrítinn.... En að vera alltaf að fara á loft og lenda hlýtur að hafa mjög merjandi áhrif á inneflin, held ég sé með innvoltis marbletti eða eitthvað þannig? hum....

Annars var Vilníus ætði nema fatatískan og ég keypti því nánast ekkert (lesist sem: ekki jafn mikið og ég hefði annars gert.... en keypti samt úlpu, gallabuxur, trefil, 3 boli... og túristadót)... kannski eins gott því kona á ekki pening...

Fólkið sem ég er að vinna með frá og með núna, er frábært og ég hef fullt að gera og ætti ekki að vera að pikka fyrir ykkur....

föstudagur, nóvember 04, 2005

Misskilningur er alltaf, eða oftast, skemmtilegur....

Var að hlusta á fréttir rétt í þessu... og misskildi þar all ægirlega.... fréttin var um ípod dótið og ég hlustaði áhugasöm... en einhvernvegin hélt ég að fréttakonan væri í viðtali en ekki að taka viðtalið og varð alveg rugluð hvað einlega þetta væri hrlðilega leiðinlegur viðmælandi og snéri út úr öllu með spurningum... og vorkenni fréttakarlinum fyrir að hafa lennt á svona furðulegum viðmælanda... svo úps... fattaði ég hvað var að gerast... vildi að það væri einhver hér til að hljæja með mér... mér er farið að leiðast að vera ein heima alla daga..... eða alla virka daga.... eins gott ég er að fara vinna.... og vona að ég vinn svo mikið að ég far bara heim til að sofa...því þar verð ég ein... ein ein ein.... þið verðið öll að koma í hemsókn annarrs drep ég ykkur... og það versta við það held ég að sé að það gæti orðir satt.... og ég verð fundin vanhæf til fangelsisvistar vegna geðveiki.

Best að hætta áður en karlarnir í hvítu slppunum koma....

föstudagur, október 14, 2005

Vill einhver sækja um þessa vinnu og koma memm á hjara varaldar? Býð upp á frítt húsnæði og mikla ást og umhyggju í frjarveru eiginmannsins....

þriðjudagur, október 11, 2005

:)

mánudagur, október 03, 2005

Furðurlegur launaseðill

Já, ég fékk allt í einu launaseðil frá fjársýslu ríkisins... sem á ekkert að vera borga mér...

Vei, ég fékk orlofsuppbót... upp á 212 kr. vá, ég get barasta keypt mér... nammi?
Samtals voru þetta 363 kr. en ég borgaði 5 kr. í stéttarfélag, 14 kr. í lífeyrissjóð og 132 kr. í skatt.
363 kr. hafði verið meira nammi, því ekki er það nóg í neitt orlof... ekki einusinni míní orlof t.d. bíó, vídeó, sígó eða neitt sem endar á ó.

Veiði mitt entist því ekki nema í svona 3o sek.

föstudagur, september 30, 2005

Allt í rugli...

Núna er ég net laus líka.... helv. djö. og allt það...

Ég er því flúin á kaffibarinn til að geta unnið vinnuna mína... furðurlegt að sitja hér og vinna....

fimmtudagur, september 29, 2005

Ég bara verð að fá útrás fyrir pirring minn..... ég HATA msn-ið. Það er eitthvað að mínu, það frís alltaf þegar ég reyni að opna það.... en ég þarf það núna.... vil msn-ast við umheiminn.... kom on you focking asssshole. Hvað á ég að gera.... þetta er búið að vera svona í mánuð. Ég vil biðja ykkur um að kommenta fullt hjá mér svo ég sé ekki jafn einmanna hér í töluvhimi.

föstudagur, september 23, 2005

fock... ég var klukkkuð....

Já, haldiði virkilega að þið komist að einhverju nýju um mig með þessari aðferð.... er ég ekki búin að segja ykkur allt um mig, held ég einhverntíman einhverju leyndu.... ég verð sko að grafa ógó djúpt til að finna eitthvað.... hummmm.....


1) Ég bora í nefið og mér finnst það gott. (ekki segja pabba, hann ælir).

2) Ég flassarði óvart póstberann í síðustu viku....alveg óvart, alveg satt,,,, guð hvað ég hló og hvað hann fór hjá sér... en hann hefur ekki labbað upp tröppurnar síðan, heldur tegir sig úr einhverju þrepinu, þannig að hausinn fer ekki upp fyrir gluggakistuna og kastar póstinum inn um lúfuna.

3) Ég hef kisst allar vinkonur mína (eða þær sem ég hef þekkt lengst).... já alvöru blautum kossi... komst að þessu um daginn, þegar ég var spurð hvort ég hefði kysst stelpu... spyrjandinn, sem var 10-11 ára, fékk ekki svo nákvæmt svar, þó það hafi verið í já áttina eitthvað bull sem ég man ekki....

4) Ég á nýja disk hans benna hem hem.... ha ha... þetta vissi enginn!!! Var að fá hann í fyrra dag, ógó góður.... love you in a weeeellll tjjjjjjjjeeeeeeeeeeerrrrrrrrrrr baby.... (Lélegt, en eitthvað um mig sem enginn visssi).

5) Ég er með sprautu fælni.... nálafælni á háustigi... ég er að tala um svitna við tilhugsunina um að þurfa fara í sprautu, andadráttuinn verður hraðari og ég stífna öll upp, þegar ég sé sprautu sem er ætluð mér.... kannski ein af ástæðunum fyrir því að þau fáu skipti sem ég hef farið í blóðbankann og þau sagt nei takk, hefur það veri jafn velkomið og nei, þú ert ekki með HIV.
Mér stendur hinsvegar á sama þegar þarf að stinga fólk í kringum mig og hef verið þekkt fyrir að stinga fólk, á launum... og keyst út nokkra blóðdropa... það er ekkert mál.

Fríða.... klukkk.....

Vá!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Veit ekki alveg hvað er að gerast en ég er búin að samþykkja að flitja til Akureyrar.... einhvernvegnin hélt ég að ég mundi aldrei flitja út á land en hvað gerir ekki kona þegar henni býðst drauma starf.... hummm... góðan daginn, ég heiti Hugrún og ég er sérfræðingur!!!! Vá.... ég er sko fullorðin frá og með núna.... eða 21. nóv. þegar ég byrja í nýju vinnunni.... la la la.... tral la...

mánudagur, september 19, 2005

Nú er ég alveg agndofa....

Muniði eftir eðlisfærði slysinu inni á baði hjá mér... sem kallar sig innstungu?

Var að fara þurka á mér hárið áðan, með hárþurku. Haldiði að ég hafi ekk farið inn á bað, stungið þurkunni í samband og slökt ljósið til að hún mundi örugglega virka.... eins og rakvélin hans Gutta. En nei, þegar ég kveiki á þurkunni þá kveiknar á ljósinu en þurkan sýndi engin viðbrögð. Ég á ekki til orð. Er farin að halda að baðherbergið sé svona twigh light zone... þar sem furðulegir hlutir gerast... uuuuu.... þori sko ekki þangað inn eftir mirkur.

fimmtudagur, september 08, 2005

Komin með vinnu!!!!

Jeijjjj, ég er komin í tveggja mánaða vinnu... en ég er nú ekki farin heiman frá mér fyrir því.... verð hér áfram að puða við tölvuna en þetta er nú langt um meira skemmtilegt. Ég er nefnilega að fara að skipuleggja málþing og ritstíra einhverju blaði sem á að koma út í tengslum við 30 ára afmæli jafnréttisnefndar Kópavogs. Óskið mér góðs gegni og blessunar í störfum mínum....

og svo er bara að byrja og það er ég farin að gera núna... bæ....

miðvikudagur, september 07, 2005

Sjónvarps efni....


er eitt af mínum uppáhalds áhugamálum.... og ég var að verða mér út um mjög svo skemmtilegar upplýsingar sem mig langar að deila með ykkur....

Fyrist eru það fréttir af gömlum vinum....

Dean er kominn í sinn eiginn þátt.... Supernatural... ooo hvað ég sakan spíttmæðgnanna.... Ekki skapar það áhuga minn á þessum þætti að sæti strákurinn úr Dark Anegl leikur hitt aðal hlutverkið.... og svo er þetta líka slotið í anda Buffy... eða já, barátta gegn illu myrkrar öflunum...

Engillinn okkar, hann David Boreanaz er kominn í nýjan þátt... Bones, en það eru þættir um Dr. Temperance Brennan, mannfræðing og beinafræðing sem leysir morðgátur.... en hún er persóna úr bókum Kathy Reiche, sem er líka mannfræðingur og beinafræðingur og skirfar snildar glæpasögur... Ég er alveg til í að horfa á þetta....

Svo sá ég auglýsingu, og ég var næstum búin að pissa í mig, ég hló svo mikið... en þar er verið að auglýsa þennan þátt.... góða skemmtun, farið á klóið fyrst....

Vá!!!

Bestu tónleikar ever!!!! Vá, og ég sem þorði ekki að búast við of miklu, skammast mín eiginlega núna, þegar ég er búin að sjá að konan rokkar enn og hefur engu gleymt. Vona að ég eldist jafn vel!

þriðjudagur, september 06, 2005

ooo, hvað ég öfunda alla sem eru í útlöndum.... mér er svo kallt!!!! Sit hér og titra af kulda, með dofna fingur... en samt öfunda ég ekki alla þá sem eru að fara að missa af tónleikunum sem ég er að fara á. Ummmm Patty Smith.... ummmmm... það er sumt gott við að vera hér heima á frónni... ísköldu frónni...

miðvikudagur, ágúst 31, 2005

Mandarína na na na....

Ég ætla að taka því sem skilaboð frá guði að ég hafi fengið 21 stein í mandarínuni minni... ég á að gerast mandarínubóndi... þetta getur bara ekki veið tilviljun? Eða hvað???

Annars bara hanga... búin að vera svaka dugleg í dag!!!

laugardagur, ágúst 27, 2005

Skil ekki alveg....

Mér líst nú ekkert allt of vel á þessa niðurstöðu....

fimmtudagur, ágúst 25, 2005

Eðlisfræði.... my asssss.....

Já, ég tók á mig hlutvert rafyrkja og fékk bróðir minn rafyrkjan til þess að segja mér hvernig ég gæti komið upp innstungu inni á baði. Hann kom og massaði fyrir mig innstungu á háaloftið á meðan, en það var mun flóknara.... Markús náttúrulega veit hvað hann er að gera og lauk sínu verki með stóískri ró, eins og honum er von og vísa... Ég var heil lengi að klippa víra, taka palstið utan af, setja víra á rétta staði, passa að fá ekki straum, skrúfa og ganga vel frá öllu. Allt gekk þetta eins og í sögu.... svo prófaði ég að nota innstunguna til að gá hvort allt væri ekki í lagi... jú, þetta virkaði svaka vel. Ég fór svo að monnta mig, vá, hvað ég er klár að geta gert þetta... bla bla bla...

Svo vaknaði Gutti daginn eftir, eld snemma til að fara í fínu vinnuna sína... og vildi vera fínn, og ný rakaður og ákvað að nota innstunguna... til þess var hún jú sett þarna.... en vitiði hvað! Hún virkar bara ef ljósið er slökt! Sem gerir hana nánast ónothæfa... samkvæmt greiningu Markúsar, gegnur þetta ekki upp, það ætti að vera öfugt. Sem væri í lagi... þetta er bara bull.... eðlisfræðin segir að þetta geti ekki verið.... hvað er eiginlega að þessu baðherbergi, kannski er að myndast þarna svarthol eða eitthvað annað sem rugglar lögum eðlisfræðinnar. Ætla að hafa samband við raunvísindardeild HÍ og bjóð þeim í bað.

þriðjudagur, ágúst 23, 2005

Afhverju rignir svona mikið? Ég sem þarf að láta Friðrik gera við þakið mitt, því það lekur.... vei!!! En bara við ákveðin veðurfræðileg skilyrði sem eru mjög sjaldgæf... en það er víst ekki hægt að senda fólk upp á þak í rígningu, þá dettur það víst niður, bárujárn er hált. Vil ekki drepa kærastann hennar Ingunnar, það gæti verið soltið slæmt og soltið leiðinlegt. Hann er svo góður strákur, mundi ekki hika annars....

En það rignir og rignir og er búið að rigna nánast allan ágúst... púff... mér finnst ég barasta blaut inn að beini.

mánudagur, ágúst 22, 2005

Ég á við einhvern furðulegan einbeitingarskort að stríða í dag... veit ekkert hvað ég er að gera... best því bara að bull í ykkur, lesendur góðir, ef einhverjir eru.

Menningarnótt var æði, fullt af góðri tónlist, góðum mat og góðum vinum.... ummm hvað sumarið er búið að vera gott við mig... og vona að það kárist með stæl. Gutti kominn með vinnu og er að vinna sinn fyrsta fullirðins vinnudag í dag, í alvöru fullorðins vinnu... Kannski við séum bara alveg að verða fullorðin... púff.... ætli það náist ekki fyrir þrítugt... það er ekki svo langt í það.... Reyndar skilgreini ég fullorðin eins sinni sem mannsekja sem hlutstar flesta daga á 6 fréttir ríkisútvarpsins.... og ég er því orðin fullorðin fyrir löngu.... ég hef meiga að segja dávnlódað þeim af neitnu... Já, ég ætti kannski að sætt mig við það að vera orðin stór. Kona sem er gift, á fasteign og heimilistæki þ.e.a.s. ískáp, þvottavél, eldavél, örbylgju, ristavél, harðsuðuketil, samlokugrill, handþeytara, 3 tölvur, vídeó, dvd (þó svo að hún sé ps2 líka), sjónvarp, kaffi vel, og nýjasta æðið... sem er bara í láni, tósteroven! Takk olla,,,, þú fær hann aldrei aftur... Held að mér vannti ekkert! nema hlaðbagg og barn... Afhverju tengi ég það að vera fullorðin við einhverja ábyrgð sem ég vil ekki? Ég er alveg að gangast upp í þessu fyrbæri... án þess að vilja það.... fock.... rosalega er mar eitthvað geðklofa.

laugardagur, ágúst 13, 2005

Var eitthvað að ráfa...

Ég var eitthvað að skoða feminísk tímarit á norðurlöndum og rakst á þess líka fínu heimasíðu með endaldaust af hlekkjum á önnur femínísk tímarit út um allan heim... já, allan heim.... góðaskemtun!

fimmtudagur, ágúst 11, 2005

Sjáiði hvað ég fann fína mynd....

Sá þetta á mbl.is en þar voru allar myndirnar sem byrtust í kringum eitthvað viðtal sem við fórum í... og þessi var svo sérstaklega skemmtileg.... hún er svo sæt... já, og svo fann ég þessa...

mánudagur, ágúst 08, 2005

Fór í brúðkaup um helgina....

sem var æði... til hamingju brúðhjón Eldar og Eva, þó þið lesið ekki bloggið mitt þá vona ég að kveðjan egi eftir að finna ykkur og færa ykkur lukku.... bla bla.... Athöfnin var látlaus og falleg borgaraleg og snirtileg... maturinn var góður og gestirnir skemtilegir... ooo hvað var gaman...

Við reyndar vorum næstum búin að klúðra öllu og koma of seint en ég þakka glöggu auga mínu og vel skipulagðri Þurur fyrir að ekki fór ver.... Þura og Þórður komu sko hingað og við ætluðum að vera samfó í leigó þegar við vorum búin að skrifa á kortó (hum... hjómar ekki vel, nót tú self, ekki nota aftur). Við sömdum einhvern texta og kvittuðum, hingdum á bíl og lögðum af stað. Heyri Gutta eitthvað tuða um lykla og segist vera með þá og að hann þurfi ekkert að vera neitt að hugsa. Í undirgöngunum rak ég augun í að enginn okkar var með pakkan.... ég helyp því upp aftur til að ná í hann, en viti menn, lyklarnir sem ég dreg upp er eitthvað furðulegir.... að kemst að þeirri niðurstöðu að ég á ekkert í þeim, þeldur eru húslyklarnir hennar þóru!!!! Hvað í hoppandi, leigarinn kominn og mælirinn í gangi... hleyp út og fæ þórð til að sækja aukalyklana sem eru heima hjá þeim, sem er sem betur fer í c.a. 200 m. fjalrlægð.... ekki vill svo betur til en að hann kemur með vitlausa lykla og verður að fara aftur til baka og þannig eru gutti og þórður í boðhlaupi þar til loks réttir lyklar finnast og pakkinn sóttur og líka réttir lyklar! Þrátt fyrir þetta, sem tók alveg 15 mín, komum við vel tímanlega!

Hef einusinni mætt í brúðkaup eftir brúðinni... sem var ekki vinsælt, því hún var komin hálfa leið niður ganginn, þegar ég byritst frekar áberandi, í hurðinni, sem allir eru að horfa í áttina að... mæli ekki með því.... þetta pakka klikk og lykla vesen, á líka eftir að tryggja það að ég verð fyrst allra gesta í allar hjónavíkslur sem mér verður boðið.... það var líka fínt að fata þetta með lyklanna.... hefði ekki viljað standa fyrir utan hurðina kl.4 með lyklana hennar þóru...

þriðjudagur, júlí 26, 2005

Ég er búin að hafa það svo gott....

var að koma heim eftir að hafa brunnið til kaldra kola fyrir vestan hjá henni Frú Ollu. Um hvað þetta var notalegt frí.... þó ég hafi kannski ekki unnið fyrir því... og er ekki að fara að vinna fyrir því... því ég sótti um atvinnuleysisbætur í gær... og planð er að láta gutta vinna fyrir mér núna...

Annars var ég að hóta gömlu konunni í næsta húsi að ég mundi höggva tréð hennar ef hún fari ekkert að gera neitt í þessu... það tekur nú alla sól frá mér... eftir kl. 14... og ég ætla sko ekki að sætta mig við það í miðri hita bylgju! Gaf henni viku... er það ekki nóg? Er búin að kaupa mér litla sög og ætla taka eina grein í einu.... nei, djók... ætla sko að fá mann með vélsög og 1,2 og 3... tré farið... um... Ég er búin að reyna gefa því íllt auga og fara með böl bænir en það virðist ekki hafa nein áhrif þannig að ég er farin út í þetta formlega.... vonandi hefur það eitthvað að segja!

Hér eru allir sólbrendir og sælir... nema þeir sem eru aðeins meira rauðir en hinir... en voða verður landinn fallegur þegar sólin skín og skín og enginn vill notar sólarvörn því hún er fyrir aumingja...

miðvikudagur, júlí 20, 2005

Sól sól skín á mig!!!!

Vei, hvað það er alltaf gaman þegar sólin skín.... hvað er ég að gera hér? Hlýt að vera eitthvað gaga... Bæ!

föstudagur, júlí 01, 2005

Farin...

Já, ég er farin til ömmu og afa á Akureyri.... aðalega ömmu því afi er að fara á spítala.... verð því ekki við í bili.... nema ég fái leiða á lífinu og slái kellu í rot á meðan ég hleyp og finn mér heitan reit.

Sjáumst kannski eftir viku... en þá kemur líka svínn hann Filip í heimsókn, þannig að eftir þá helgi þá verð ég kannski viðræðu hæf aftur... þ.e.a.s. hef ekkert að gera og fer því að blogga.

þriðjudagur, júní 28, 2005

Vinna, vinna, vinna

Ég er að hugsa um að sækja um þessa vinnu. Ég sé mig alveg fyrir mér.... vá, hvað það væri gaman.

mánudagur, júní 27, 2005

Ofnæmi.....

Já, eins og sumir vita þá fæ ég útbort þegar ég kem nálægt vatni en ég var hjá ofnæmislækni um daginn og hann tilkynnti mér að þetta væri ekki bara eitthvað klikk í húðinni á mér heldur væir þetta þekkt vandamál sem heytir aquagenic urticaria.... og svo var ég að gera það sem allir gera þegar það er eitthvað að þeim... ég gúglaði það.... tók langan tíma að stafa það er rétt en að lokum hafðist það.
og vitiði hvað.... samferða þessu furðulega vatnsofnæmi þá fylgir þessu oft ofnæmi fyrir kulda!!!! ég er ekki að djóka!!!! Alvöru ofnæmi fyrir kulda, með útbrotum og óþæindum sem hverfa við neyslu antíhisamína, eins og önnur ofnæmi! Vá, hvað hvað ég vona að ég þróa þetta ekki með mér! Gæti orðið innipúki dauðans... með læknisvottorð upp á að ég meigi ekki fara út.... eða svo bara búa við miðbaug.... hummm.... góð afsökun fyrir að verða að fara þangað.... En ég óheppin að vera íslendingur.


Vá, hvað Lotta litla er ekki að gefast upp... hún er búin að sitja fyrir utan gluggan og horfa á mig og taka svona frekju vælu köst í hálftíma. Nú er hún farin að klóra í úti dyrnar! Stelpan fær humar og ferskan fisk heima á hverjum degi og ég hef aldrei gefið henni neitt eða veitt henni nokkra athyggli.... hvað er eiginlega að þessum ketti. Örugglega haldin kvalarlosta....

Get ekki hlustað á þetta væl lengur... er farin til þóru.... yfir og út.....

fimmtudagur, júní 23, 2005

Uppáhaldið í dag....

já, svona er besta klausa dagsins í dag:

Sá eða sú, maður eða mey, karl eða kona, sem fengið hefur lánað hjá mér skáldsögurnar ,,Pilt og stúlku" og ,,Mann og konu", geri svo vel að skila þeim til mín hið allra fyrsta. Því nú byrjar lestruinn, en bækurnar vantar í skápinn. Virðingarfylst, Símon Jónsson, Selfossi.

Já, svona gat mar gert í nóv. 1919 þegar vinir manns voru fífl og mar var gleyminn sins og gullfiskur.... vildi að þetta væri ennþá víðtekin venja.... þá mundi ég finna mannfræði skólabækurnar mínar og slatta af vídeóspólum (en þær skipta kannski engu ég á ekkert vídeótæki)... æ, best að vinna meira... og kannski finna felyri fleyg orð... eins og auglýsinguna um að kaffið væri búið í Reykjvaík sem ég sá í gær. Ekki til ein einasta baun, verst fyrir kaffikellingarnar og ekki orð meir.

Já... og sumir eru ekki að gefa sig fram.... vildi að sumir myndu gefa sig fram....

bæ bæ....

miðvikudagur, júní 22, 2005

Stundum er gaman ....

að pokrast í gömlum textum.... en þetta rakst ég á áðan. Hér er gripið niður í fundargerð þingmálsfunda herferð í Skagafirði, sem haldinn var 1910. 5. liður hjómar svona, orðrétt:

5. Kvennréttindin.
Tillaga: Fundruinn mælir eindregið með því, að alþingi veiti konum fult jafnrétti við karlmenn. samþ. á öllum fundunum, stundum í einu hlj.

Þess bera að geta að á þessum fundum hafa bara kosningarbærir karlmenn atkvæðarétt.

Íslendkir karlar eru gæða skinn.

Takk fyrir....

mánudagur, júní 13, 2005

Spéhræðsla....

Já, þið sem þekkið mig vitið að það er ekki vandamál sem ég þjáist af.... ég kann varla að stafa það. En ég verð að viðurkenna að ég er allt í einu orðin frekar spéhrædd gagnvart blogginu mínu.

Fyrir nokkrum dögum barst mér komment frá konu út í bæ, þar sem henni hafði verð bennt á eitthvða sem ég sagði hér.... og eftir að ég frétti að þetta væri til tals út í bæ, meðal kvenna sem ég virði og lít upp til ákvað ég að rítskoða sjálfa mig og eyða færslunni. Núna er ég svo meðvitðu um að einhver sem ég veit ekki hver er, er að lesa þetta bull sem engin á að sjá, hvað þá taka mark á.

Ég hef sem sagt þróað með mér einhverja spérhæðslu sem ég kann ekkert við. Þess vegna bið ég ykkur nú um að gefa ykkur fram og við getum rætt hugatka notun einhverstaðar yfir góðum kaffi bolla. En aðalega svo ég geti haldið áfram að láta dæluna ganga hér á netinu, fyrir framan allan heiminn án þess að nokkur viti.

þriðjudagur, júní 07, 2005

Mákona mín kallaði mig kunntu....

og sagði mér svo að lesa þetta.

Sem ég byrjaði á en hef svo ekki lokið við... því þó þetta sé áhugavert þá er þetta heldur langt... þannig að ef þig vanntar eitthvað til að gera.... hér er það!!!!

fimmtudagur, júní 02, 2005

Díp þrót bara kominn út úr skápnum....

þá er loxins hægt að spyrja hann afhverju hann valdi sér þetta nafn.... fannst útskýringin sem kom fram í Dick nokkuð góð og er frekar vonsvikin að sannleikurinn er kominn í ljós og hann var ekki tvær gagó stelpur með hass kökur.

Annars er ég byrjuð á fræðslu átaki þar sem ég er farin að velja mér að horfa meira á heimildarmyndir. Það versta við þetta er að mar fær meira og meira íllt í magann því meira sem mar kynnist ljótleika heimsins.... Sænska myndin Terrorister - en film om dom dömda mæli ég endalaust með.... viðtöl við krakkana sem voru handtekinn af víkingasveitinni í Svíþjóð eftir mótmælin í Gautaborg, 2001. En lögregla og dómskerfi landsins fór með þau eins og terrorista, sem er bara bull!

En það eru líka glætur inn á milli... mæli þessvegna í dag með myndinni The yes men
En djöfull eru þeir fyndnir.... Þeir byrjuðu á því að búa til plat heimasíður á netinu sem litu út alveg eins og aðrar heimasíður t.d. G.W. Buch og GAT. En breyta textanum og skilaboðunum en þannig koma þeir skilaboðum sínum á framfæri. Þetta hefur svo snúið upp á sig þegar þeir fá mail um að koma á ráðstefnur og tala fyrir hönd World Trade Organisation. Þeir ákvaða bara að mæta á staðinn með fyrirlestur þar sem þeir íkja og taka "to the extream" hluti sem gætu gerst eða gætu verið skoðannir starfsfólks samtakanna, þar sem þeir gera markmið samtakana ljósari og reyna að storka fólki þannig..... elska þegar þeir tilkynna niðurlegningu WTO og segja að ný stofnun sem byggir á mannréttindasáttmála sameinuðuþjóðanna.... ooo vildi að það væri satt.

Já, ætla að skilja eitthvað eftir handa ykkur.... svo þið sjáið hana....